Vikan


Vikan - 06.05.1971, Page 21

Vikan - 06.05.1971, Page 21
upp og horfði í gegnum stækk- unarglerið og í örsmáum stöf- um var letrað: „Já“. Það var jákvætt. Mér létti. Það er mikill léttir þegar mað- ur er búinn að klifra upp stiga og þegar maður horfir í gegn- um stækkunargler og þá stend- ur þar „já“, 'en ekki „nei“ eða „éttu skít“ eða eitthvað svo- leiðis. Það var „já“. Ég var ákaflega hrifinn og John Dunbar kynnti okkur. Hún vissi ekkert hver ég var né ég hún, hún hafði bara heyrt um Ringo, því það þýðir epli á japönsku. John Dunbar hafði verið að ýta á hana og hvetja hana til að tala við mig, því hann vissi að ég gæti hjálpað henni fjárhagslega og allir svona listamenn verða að hafa einhverja fjárhagsaðstoð. Ég var alltaf að búast við ein- hverju fjöri, hélt að það ætti að vera einhverskonar happen- ing þarna. John vildi endilega að hún færi og segði halló við milljónamæringinn og þá kom hún og rétti mér kort sem á stóð: ,,Andaðu“. Þetta er eitt af því sem hún hefur gaman af að gera og ég fór alveg pjúh! Svona kynntumst við. Svo fór ég heim en næst þeg- ar við hittumst var það við opn- un gallerís Claes Oldenberg í London. Við vorum bæði feim- in, kinkuðum eiginlega kolii hvors til annars og vissum ekk- ert í okkar haus. Hún stóð fyr- ir aftan mig og ég var feiminn, ég er alltaf feiminn innan um fólk, og sérstaklega innan um píur. Við brostum bara og stóð- um frosin saman í þessu kokk- teilpartíi eða hvað það var. Svo næst þegar við hittumst kom hún til mín til að biðja mig að hjálpa sér að setja upp sýningu — öll þessi „under- ground“-svín sníkia af manni peninga. Hún gaf mér bókina sína, „Grapefruit“ og ég las hana alla. Stundum varð ég svekktur yfir henni og stundum ofsakátur. Stundum varð ég ill- ur þegar stóð í bókinni eitt- hvað svona: „Málaðu þar til þú dettur dauður niður“, eða „Mál- aðu þar til þér blæðir“. Og ég fylgdist með öllum þeim breyt- ingum sem verða á manni í gegnum verkin hennar og geymdi bókina við rúmið mitt og stundum þegar ég opnaði hana var eitthvað fallegt í henni og þá varð ég ánægður en stundum var eitthvað þungt og tormelt í henni og bá varð ég illur. Jæja, svo kom hún aftur til mín og bað um meiri pen- inga og ég gaf henni þá í fyrsta skipti. Þetta var fyrir sýningu í öðru galleríi sem heitir Lisson Gallery, og það er annað svona neðanjarðargallerí. Öll sýning- in var í hálfum bútum. Það var hálft rúm, hálft herbergi, allt hálft og allt skorið dásamlega í hálft og allt málað hvítt. Ég fór til hennar og sagði: „Hvers vegna selur þú ekki hinn helm- inginn í flöskum?” en þá var ég búinn að ná því sem hún var að fara. Þetta var löngu áður en við giftumst og við eigum enn- þá flöskur frá þessari sýningu. Sýningin hét „Yoko Plus Me“ og það var okkar fyrsta opin- bera framkoma. Annars fór ég ekki á sýninguna, því ég var svo nervös. — Hvenær vissir þú svo að þú varst ástfanginn af henni? — Það var að koma smátt og smátt. Ég horfði á bókina henn- ar og vissi ekki hvað var að ske og svo gerði hún nokkuð sem hún kallaði „Dance Event“ og þá sendi hún allskonar kort til mín, á hverjum einasta degi, og á þeim stóð: „Andaðu“, „Dans- aðu“, „Horfðu á ljósin til dög- unar“ og stundum gerði þetta mig hamingjusaman og stund- um reiðan, allt eftir því hvern- ig skapi ég var í. Stundum þótti mér gaman að vera álitinn gáfaður og framúr- stefnumaður og allt það en stundum ætlaði það að gera mig vitlausan. Ég fór til Indlands með þessum Makkarónu og við skrifuðumst á, ég og Yoko. Bréfin voru enn formleg, en það var samt eitthvað meira. Ann- ars var ég nærri búinn að taka hana með. mér til Indlands eins og ég sagði, en ég vissi ekki hvers vegna, ég var eiginlega að svekkja sjálfan mig. Svo þegar ég kom aftur heim frá Indlandi töluðumst við oft í gegnum símann. Einu sinni hringdi ég í hana, það var seint um kvöld og Cyn (fyrri kona hans) var ekki heima, svo ég hugsaði með mér: — Ja, annað- hvort núna eða aldrei, ef ég vil kynnast henni eitthvað nánar. Svo kom hún til mín og ég vissi ekki livað ég átti að gera svo ég fór með hana upp í stúdíóið mitt og ég spilaði fyrir hana öll böndin sem ég hafði verið að gera, allt þetta ólýsanlega, brandarar og elektrónísk músík meðal annars. Hún tók því ágætlega og svo sagði hún: „Tökum upp plötu í samein- ingu“, og þá gerðum við „Two Virgins". Það var miðnætti þeg- ar við byrjuðum og dögun þeg- ar við vorum búin. Þá elskuð- umst við, í dögun. Það var fall- egt, ákaflega fallegt. — Hvernig var það þegar þið giftust? Nutuð þið þess? — Það var ákaflega róman- tískt. Annars er það allt í lag- inu „Ballad of John and Yoko“, ef þú vilt fá að vita hvernig það gekk fyrir sig, það er allt í lag- inu. Gibraltar var eins og sól- skinsdraumur. Ég gat ekki út- vegað mér hvít jakkaföt, svo ég var í beinhvítum flauelisbuxum og hvítum jakka. Yoko var í alhvítú. —• Hvar var fyrsta friðar- uppákoman ykkar? — Sú fyxsta var í Amster- dam, á Hilton hótelinu, þegar við vorum í rúminu, Bed Peace. — Hvernig var hún, þessi fyrsta sameiginlega opinbera framkoma ykkar? — Hún var ágæt. Við vorum á sjöundu hæð Hilton-hótelsins, og horfðum út yfir Amsterdam. Það var allt vitlaust, blaða- menn komu æðandi og bjuggust við að. við værum ríðandi í rúminu, því það var búið að segja þeim það, þó ekki af okk- ur! Og svo komu þeir allir inn, 50 eða 60 stykki, sumir höfðu meira að segja komið alla leið frá New York til að sjá það, og þá sátum við í rúminu í nátt- fötunum okkar og sögðum: „Friður, bróðir!“ Það hefurver- ið mikið rætt um friðarherferð- ina meðal mennta- og gáfu- manna, hvernig á að fram- kvæma slíka herferð og hvern- ig ekki. — Hversvegna eru vinsœldir þínar slíkar sem raun ber vitni? — Vegna þess að ég hef gert allt sem aðra langar til að gera. Ég hætti í Bítlastandinu. Ég var eins og listamaður sem fór ... Hefur þú ekki heyrt um Dylan Thomas og þessa kalla sem al- drei sömdu ærlegt kvæði heldur voru fullir alla daga, til dæmis Brendan Behan og fleiri... þeir dóu af brennivíni og allir sem einhvers hafa verið metnir deyja svoleiðis. Ég komst í partý, hafði milljón mellur, dóp og brennivín, völd og allir sögðu að ég væri mestur og hvernig átti ég þá að komast út? Það var eins og að vera í lest, maður, ég komst ekki út! Allir draumarnir rættust og þá vorU þeir ekki neitt neitt. En ég var fastur í netinu eins og gæs. — Nú ferðu aftur til London, hver eru plön þín fyrir nœstu mánuði? — Nú langar. mig að hverfa í smátíma. New York hefur þreytt mig. En ég elska hana, og hún er heillandi, hrífur mig. En þetta með kvikmyndina var gaman og við hittum mikið af fólki (það var mynd í sama dúr og rassamynd Yoko, nema þessi var af berum leggjum). Ég held að við höfum bæði gert og sagt nóg í bili — sérstaklega með þessu viðtali. Nú vil ég Framhald á bls. 37.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.