Vikan


Vikan - 06.05.1971, Page 24

Vikan - 06.05.1971, Page 24
ÞaS þarf snör handtök, þegar veriS er aS renna, eins og sjá má á þessum myndum. Þeir sem séS hafa nýja útgáfu af íslenzkum aSli eftir Þórberg ÞórSarson, kannast vel viS þessa mynd, en þetta er forsíSa hennar. Portrett Sverris eru ekki mörg, en því eftirtektarverSari, eins og til dæmis þessi ágæta mynd af Þórbergi. um fornsögum, eins og Gunnar á Hlíðarenda, er þess getið að þeir húsuðu bæi sína úr timbri. Þau Steinunn og Sverrir hafa gert eins og nýlokið því, og alúðlegur viðarilmur fyllir hér sali, þar sem sannarlega er hátt til lofts og vítt til veggja. Hjón- in hafa sjálf skreytt íbúðina af smekk og list og hvorki spar- að til þess tíma né fyrirhöfn. Þar vekja einkum athygli leir- munir Steinunnar, yfirleitt léttir í formi, sumir minnandi á blóm, aðrir kannski ein- hvern veginn á botndýr í sjó, eða kannski aska og öskjur. Á loftinu er raðað í kring nýj- ustu málverkum Sverris, sum- um ekki enn fullgerðum. Þau eru flest af landslagi, þó ekki venjulega af nafnkenndum stöðum eins og algengast hef- ur verið hjá landslagsmálur- um, heldur ber hér víðast hvar mest á „smáatriðum“ eins og fáeinum steinum í holti, þúfna- pældrum í forgrunni og svo framvegis. Þrátt fyrir ná- kvæmnislegan natúralisma mynda þessara, sem stundum minna þannig á ljósmyndir, hefur pensill málarans gætt þær allar litbrigðum eða bjarma sem ekki er úr hvers- dagslegum veruleik, gæti miklu fremur átt uppruna sinn í heimi þjóðsagna. Meðan við virðum fyrir okk- ur myndirnar spjöllum við um uppruna og æsku Sverris, en hann er fæddur og uppalinn í Vestmannaeyjum og nam í Myndlista- og handíðaskólan- um. Síðar lagði hann leið sína til Þýzkalands, til Vestur- Berlínar, þar sem hann nam í myndlistaháskóla hjá frægum prófessor. — Það sem manni var sagt þar fyrst og ég held líka síð- ast, segir Sverrir, — var að maður skyldi bara mála eins og mann langaði til. Það þótti sem sagt aldrei of mikil áherzla lögð á frelsið. Skólinn heitir Hochschule fúr bildende Kúnste. Þar var ég 1957—60. — Hvenær byrjaðirðu fyrir alvöru að mála? — Nú, ég málaði vitaskuld sem krakki, eins og gerist og gengur, fór í Myndlista- og handíðaskólann fjörutíu og sjö, og það má kalla það byrjun fyrir alvöru. Þar var ég tvo vetur, og einhvern veginn varð það svo, að eftir þá ágætu

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.