Vikan


Vikan - 06.05.1971, Síða 25

Vikan - 06.05.1971, Síða 25
 kennslu var ég svo sleginn, að ég hótaði að snerta aldrei pens- il framar. Ég fór þá að lesa undir menntaskóla; ætlaði að taka stúdentspróf. — Hvernig stóð á þessari feikna andúð á listinni, sem skólinn vakti hjá þér? — Það er nú kannski nokk- uð langt mál að útskýra. En kennslan virkaði á einhvern hátt svo niðurdrepandi á mig að niðurstaðan varð eins kon- ar ofnæmi, eins og það myndi líklega vera kallað á nútíma- máli. Já, sem sagt, ég fór að lesa undir stúdentspróf. En ég var orðinn fullgamall fyrir það, og treysti mér ekki til að lesa þetta utanskóla, taldi mig þurfa aðhald, hafði enda vanizt að vissu marki á eins konar bó- hemlíf þessi tvö ár í Mynd- listaskólanum. Ég settist þá til að byrja með í Gagnfræðaskóla Vesturbæjar. En það tókst nú ekki betur til en svo, að ég var kominn með magasár af pen- súminu þegar komið var fram- undir vor. Þar með hætti ég við það, enda þá búinn að fá lyst á penslinum aftur. — Og síðan hefurðu haldið þér við hann? — Já, að minnsta kosti allt- af öðrum þræði. Maður varð auðvitað að vinna fyrir sér á annan hátt, með kennslu og hinu og þessu; ég gerði bóka- kápur um tíma og vann hjá Ein af nýjustu myndum Sverris Haraldssonar. Steinunn Marteinsdóttir viS keramikvinnslu. arkitekt við módelsmíði. Og svo framvegis. Það er ekki mjög langt síðan að ég fór að geta lifað af því að mála ein- göngu, og tiltölulega skammt síðan þetta var svo til kaup- laust starf. En ég þykist óvenju heppinn, miðað við það hvernig þetta hefur þó gengið. — Eru þeir ekki frekar fáir íslenzku listmálararnir, sem lifað geta eingöngu á list sinni? — Jú, mér skilst það. Hvað mig snertir, má segja að mér hafi að vissu leyti verið hrund- ið út í þetta. Ég átti við heilsu- brest að stríða á tímabili, þann- ig að ég hefði ekki getað stund- að reglulega vinnu. Það hefur áreiðanlega hjálpað til og ég reyndi þetta. Og eftir sextíu og fimm má heita að ég hafi getað málað eingöngu. — Þú hefur oft gert snögg- ar og róttækar breytingar á stíl þínum. — Ekki finnst mér það sjálf- um. Það var talað aðallega um það í eitt skipti, þegar ég hætti að mála abstrakt. En það skeði þó alls ekki á einum degi, langt í frá. Þetta átti sér margra ára aðdraganda, þótt þetta hafi

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.