Vikan


Vikan - 06.05.1971, Side 36

Vikan - 06.05.1971, Side 36
— Þú reyndir að myrða Pat, sagði Bill. —• En ég gat ekkert annað gert! sagði Sugar eins og það væri hið sjálfsagðasta í heimi. — Ég tók skammbyssuna fyrir tveimur vikum. Þá vissi ég að John ætlaði ekki.... Þetta var allt svo ofureinfalt. Pat var úti hjá hundunum, og hún vissi ekki einu sinni að ég var komin. Svo varð ég að fá frú Sales til að þegja. Hún sleppti mér inn þegar ég hringdi, en kvaðst svo ætla að hringja á lögregluna og gekk að síman- um. Þá gerði ég það. Enginn hefði uppgötvað það ef ég hefði ekki skellt hurðinni í lás. Ég hélt ég hefði gert það, en ég var upptekin af að ná klútn- um upp úr vasanum og gaf mér bara tíma til að sparka i hurðina. Skiljið þið ekki að ég varð að gera það? Það var ekki mér að kenná. Hún sagðj að ég hefði myrt John óg hún vissi hvers vegna. Ég vildi ekki gera það, og ég vissi ekki einu sinni hvernig ég átti að fara að því, fyrr en ég fann klút- inn hans Jimmys í bílnum mínum. Hann hafði gleymt honum þar einu sinni þegar hann fékk bílinn lánaðan, en ég ... ég ætlaði ekki að láta gruninn falla á þig, Jimmy. Ég var bara ekki með neitt ann- að, sem hægt var að nota. — En hvers vegna reyndir þú að myrða Pat? spurði Jim- my. — Það var ég að skýra . . . ég átti einskis annars kost. Pat lét móðan mása um það, sem skeð hafði. Um raddirnar og hegðun Harpos og að það hefði verið svo hlýtt í húsinu. Ég stóð við gluggann, og allt í einu datt mér í hug hvernig hægt væri að gera það. Lög- reglan grunaði Pat, og það hefði verið eðlilegt frá hennar •sjónarmiði að Pat iðraðist -eg fremdi sjálfsmorð. Hún dró andann djúpt og leit á Bill og Jimmy í von um sam- úð. Þeir störðu bara á hana í skelfingu, og allt í einu æpti hún upp yfir sig og tók á sprett yfir gólfið. Ég heyrði gólfið bylja und- an skóhælum hennar og vissi að Bill og Jimmy höfðu fylgt henni eftir. Úti á götunni hvein í sírenu, og svo heyrði ég margar karlmannsraddir. Ég lét fallast á rúmið og and- aði djúpt. Ilmvatnslyktin varð allt í einu svæfandi, og ég hugsaði um svefnherbergi Su- gar kvöldið sem John var mvrtur. Þetta óhófslega skreytta en illa til hafða svefn- herbergi, þar sem ekki var ein einasta taska og yfirhöfuð ekkert merki þess, að hún ætl- aði að fara í ferðalag snemma næsta morgun. Ég var fegin að ég hafði sloppið við að segja frá því; nú var þegar vitað að hún hafði ekki keypt flugfar- miða. Ég hugsaði um armbandið hennar. Það var eftirlíking, hafði hún sagt. Hitt var í ör- yggisskápnum. Hún hlaut að hafa orðið dauðskeKd er frú Sales hringdi og sakaði hana um að hafa myrt John, en þó hafði hún haft rænu á að segja að karlmaður hefði hringt. Svo hafði hún vísvitandi reynt að leiða grun lögreglunnar að mér, sagt að ég væri ákaflega nið- urdregin.... Hún hlaut að hafa vitað að töskurnar með útbúnaðinum mínum voru hjá John — kannski hafði hann sagt henni frá þeim — og að ég var neydd til að ná í þær til að peta klippt Maurice. Jafn- vel Lady og hvolparnir henn- ar höfðu gegnt sínu hlutverki í áætlun Sugar. Hún vissi að ég færi ekki til borgarinnar fyrr en Lady hefði gotið og séð væri að hún og hvolparnir væru við góða heilsu. Gestaþrautin var að raðast rétt. Smátt og smátt. Hún hlaut að hafa farið til Johns og gert úrslitatilraunina til að töfra hann. Og ef John hafði verið eins hrokafullur og hans var vandi, hallað sér aftur á bak í stólnum og neitað að kvænast henni. . . . Hún hafði dregið upp skammbyssuna og skotið hann, og svo hafði hún ekið til vinnustofunnar til að horfa á sýninguna, eins og ákveðið hafði verið. Ég sat kyrr á rúminu meðan það var gert, sem gera þurfti, í húsinú og kringum það. Leit- armennirnir fundu grafhund- inn í litlum bakgarði og tóku hann með sér. Að lokum ók Bill mér heim. Mike vissi þegar allt er við komum út á hundabúgarðinn. því allt í einu varð mér ljóst Bill hafði hringt til hans. Hann hafði kveikt upp í arninum og hafði kaffi og smurt brauð til- búið. Hann minntist ekki á Su- gar einu orði, en leit sem snösgvast á mig og lagði fleiri kubba í arininn. Svo sagði hann að Harpo og Hertoginn hefðu flogizt á, en hann hefði aðskilið þá. Hertoginn hefur hlotið að skilja hvað hann sagði, því að hann kom og lagði hausinn á hné mér. Og allt í einu komu tár fram í augu mér. Bill settist á stólarminn og lagði handlegginn utan um mig. — Gráttu ekki, elskan. Það fólk er til sem gerir allt fyrir peninga. Hún er úr þeim hópi. Hann kyssti mig. — Nú er það afstaðið. Nú skulum við hugsa um framtíðina. Svo sátum við og störðum inn í logana, og Hertoginn hringaði sig á gólfinu við fæt- ur mér. ENDIR. Enuuns Framhald af bls. 11. en áheyrilega. Nýtur hann þekkingar á kjörum fólks úti á landsbyggðinni, at- vinnulifi þar og staðhátt- um. Drýgstur mun þó Matthias Bjarnason að tjaldabaki i Sjálfstæðis- flokknum. Maðurinn er höfðingjadjarfur og ófeim- inn að láta í ljós tillögur og kröfur. Mun hann einarð- ari meðál samherja en nokkurn tima i hópi keppi- nauta, sem gruna hann um græsku og hafa óbeit á hon- um og illan þokka. Matt- hias Bjarnason er því ekki pólitiskt vélmenni, heldur sjálfstæður og sérlundaður einstaklingur. Hins vegar er hann hégómagjarn og seilist óvægilega eftir því, sem hann ágirnist. Loks ber þess að geta að hann vinnur sennilega kjördæmi sínu einna helzt gagn af þingmönnum Vestfirðinga og lætur ekki fvlgi sitt og atkvæði falt í þingsölunum nema eitthvað komi á móti þar eða í stjórnarráðinu. Vestfirðingar kunna prýði- lega slikri atliafnasemi og hafa þess vegna nokkra velþóknun á Matthíasi Bjarnasyni, þó að hann sé hrjúfur i bragði. Gáfnafar hans er hvorki frjótt né snjallt, en næsta farsælt. Matthías þekkir og styrk- leika sinn og flíkar honum, en dylur veikleikann og forðast hvers konar minni- máttarkennd. Þess vegna skyldi enginn vanmeta þennan vestfirzka grjótpál, þó að hann njóti sín ekki alls kostar í kálgarðinum suður í Reykjavík. Hann er þar í öðrum erindagerðum en hlúa að skraulblómum eða lesa þau. Naumast getur ólikari menn en Matthias Bjarna- son og fyrirrennara hans, Kjartan J. Jóhannsson. Kjartan gekk til bardagans við Hannibal Valdimars- son forðum líkt og Davíð á móti Golíat. Kappinn félj, og sjálfstæðismenn á ísa- firði fögnuðu sigri með hljóðfæraleik og dansi bjarta sumarnótt, en jafn- aðarmenn gengu þreyttir og vonsviknir til náða. Matthias er sýnu burðar- meiri en Kjartan læknir og sparar lítt kraftana í viður- eign, en hann er vitsmuna- lega nógu líkur Davíð- konungi til þess að trevsta fremur á stein en spjót í návígi. Hörpu slær hann hins vegar ekki. Lúpus. AÐ ELSKA NJÖSNARA Framhald af bls. 9. væri saklaus, og það eina sem hann hefði haft áhuga á, hefði verið að vinna fyrir friðinn. Bréf þeirra urðu æ innilegri og einu sinni, þegar stjörnu- spá dagsins sagði henni að hún myndi eiga áríðandi stefnu- mót, sótti hún um leyfi til að heimsækja hann. Og svo var það einn þriðju- dag i september síðasta ár að hún stóð í heimsóknarklefa ríkisfangelsisins í Köln og hin- um megin við rimlana stóð þessi maður, sem hafði orð á sér fyrir að vera sérstaklega 36 VIKAN 18. T3L.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.