Vikan


Vikan - 06.05.1971, Síða 41

Vikan - 06.05.1971, Síða 41
/ AÐ SKAPA FALLEGAN HLUT Framháld af bls. 27. skila gegnum eitthvað tema, þá held ég að landslágið sé ákaflega nærtækt fyrir okkur. Það hefur dálítið borið á því að nartað hafi verið í þessa landslagsdýrkun okkar hér, en ég held að hún sé nokkuð eðli- leg. En vitaskuld er landslag- ið langt í frá eina efnið, sem vert er þess að það sé tekið fyrir. — Hvaða listamenn hafa haft mest áhrif á þig? — Ég veit það ekki, ekki núorðið. Ég er löngu hættur að skoða málverk í þeim tilgangi, má varla vera að því, og þar áð auki kemur það af sjálfu sér að maður hætti því, svo framarlega sem maður hafi eitthvað að leggja fram frá sjálfum sér. En hér áður fyrr hafa þeir sjálfsagt verið marg- ir, kannski enginn einn öðrum fremur. — Hvernig finnst þér mál- aralistin á vegi stödd hérlend- is? — Mér skilst hún blómstri mikið; það birtast ný eða væntanleg séní næstum dag- lega, er það ekki? En satt að segja er ég farinn að gugna á að sækja sýningar. — Hver . finnst þér hvað efnilegastur af yngri málurum? — Mér hefur fundizt, og fannst til dæmis meðan ég var að kenna, að enginn hörgull væri á fólki með þó nokkra hæfileika. Svo hefur maður fylgzt eitthvað með þessu fólki, og þá sýnir sig að hæfileikarn- ir reynast ekki alltaf einhlítir. Það er eins og einhvers meira þurfi við. Úr mörgu af þessu fólki hefur svo sem ekkert orðið. Það er því dálitið erf- itt að spá nokkru ákveðnu, þótt einhver sýni hæfileika, því að ekki er þar með sagt að hann eigi eftir að nýta þá hæfileika. Og ég hef nú viljað halda því fram, að það sem geri oft út- slagið á þetta allt saman sé fyrst og fremst úthald og skap- gerð. Ég á við að það sé ekki nóg að hafa hundrað prósent sérhæfileika, ef menn hafa hvorki vit né úthald til að vinna úr þeim. — Telurðu að hérlendir lista- menn búi yfirleitt við nægi- lega góða aðstöðu til að lifa og starfa? — Já, ég held það. Og sjálf- ur er ég dálítið tortrygginn gagnvart því að ^dekrað sé of mikið við þá. Vegna þess að ég held að það skipti verulegu máli að eitthvað reyni á menn, þannig að i ljós komi hvort menn vilji eitthvað til vinna. Það síast þá oft úr það sem má síast úr. É'g held nú raunar að fátt drepi þá, sem raunveru- lega hafa þetta í sér og ætla sér þetta. En það er hægt að ganga of langt í því að dekra við listamenn; það getur ásamt öðru alið upp meðalmennsku og þar fyrir neðan. Mér skilst að málarar hér hafi það mjog gott, yfirleitt. En hins vegár er það staðreynd, sem hver maður ætti að reyna að kyngja, að það tekur ákveðinn tíma að fá viðurkenningu. Þá má vel reikna með tuttugu árum sem eðlilegum tíma til þess. Það virðist varla vera hægt að ætl- ast til þess af fólki að það taki einhverjum listamanni, sem allt í einu birtist, eins og sjálf- sögðum hlut fyrirvaralaust. Þetta tekur alltaf sinn tíma og við því held ég sé ekkert að segja. En því er ekki að neita að talsvert ber á því að menn vilji fá þetta fljótt allt saman, og jafnvel án þess að leggja nokkuð á sig. Þetta virðist vera tíðarandi, og á auðvitað við miklu fleiri en listamenn. Hér áður fyrr tók þetta mannsæv- ina að komast í álnir, var það ekki? Nú vilja menn verða milljónerar á örskömmum tíma. Sumir verða það kann- ski, en það er eins og að þeir séu stundum jafnfljótir að verða fátækir aftur. — Það er sem sagt úthaldið og þiálfunin, sem er fyrir mestu. ' — Ég held ekki að hægt sé að ganga framhjá því. Fyrst og fremst er það vinna, og út- hald. bað að gefa ekki eftir. — Hvað telurðu þig vera að sýna eðá túlka með list þinni? — Ég myndi líklega kallast eins konar sælkeri. Fyrir mér vakir einkum að skapa fallega hluti. Að visu hef ég siálfur ekki alltaf verið viss um, hversu þarflegt verk málarar væru að vinna. í gamla daga fannst manni stundum, að mál- verk væru ekki bráðnauðsvn- legur hlutur til að geta lifað lífinu. Og bað er kannski ekki laust við að það hvarfli að mér enn. Maður getur lifað án mál- verks. er það ekki? Eða hvað? Aftur á móti hef ég oft tek- ið eftir því, bæði með sjálfan mig og aðra, hve það virðist hafa góð og bætandi áhrif á fólk að umgangast fallega hluti. Eg hef séð fólk koma inn á fallega sýningu og fara öðruvísi út en það kom inn. Maður hefur fundið þann mun greinilega. En það vottar talsvert fyrir því að hlutirnir séu skírðir of miklum nöfnum. Mér finnst ýmsum listamönnum of gjarnt á að plata sjálfa sig og aðra með því að halda því fram að það eigi að vera einhver ósköp á bak við þetta, eins og það sé ekki nóg að búa til fallegan hlut. En ég er nokkuð ánægð- ur ef mér tekst það. — Gerirðu ráð fyrir að þú haldir lengi áfram í þessum stíl? — Nú ábyrgist ég ekkert. En ef satt skal segja, þá finnst mér ég vera svo mikill klaufi ennþá, eigi svo langt í land ennþá til að ná því valdi, sem ég þyrfti að ná á þessu, að stundum virðist mér þetta vera hálfgerðar skólamyndir ennþá. Eins konar æfingar, eða allt að því. En ég býst nú við að breyt- ingarnar verði ekki eins mikl- ar og örar framvegis og var þegar maður var yngri; til þess að komast eitthvað í einhverju, veitir manni ekkert af að halda sér við efnið. Eg hef litla trú á að maður, sem stanzlaust hleypur til útlanda til að kynna sér nýjungar, og breytir oft um, afkasti lífsstarfi að miklu gagni. En auðvitað get ég svo sem ekkert sagt um hvað kann að breytast hjá mér. Þetta breytist alltaf eitthvað, og kannski tek ég minnst eftir því sjálfur. Mér skilst oft að fólk, sem kemur og lítur á myndir hjá mér, sjpi betur breyting- arnar en ég sjálfur. Frammi í kennslustofu Stein- unnar eru allar hillur fullar af leirkerum með margs konar lit og lögun, verkum nemenda hennar. Steinunn sýnir okkur hvernig leirker er rennt á hióli, en það verk og verk- færið sem til þess er notað heyrir til elztu uppfinninga mannkynsins. Mikillar ná- kvæmni og æfingar þarf við verk þetta; hið verðandi ker verður að haldast á hjólinu nákvæmlega miðju, annars kemur á það kast. — Hiól leirkerasmiðsins hef- ur lítið breytzt frá því í önd- verðu, segir Steinunn. — Og verk hans hafa reynzt sagn- fræðingum og fornfræðingum mikil hjálparhella. Fornsagan er mikið til rakin eftir leir- kerabrotum. Sýrur vinna lítið á leirkerunum, þótt þau séu brothætt. Steinunn nam í Myndlista- þéra mig t annarra viðurvist! og handíðaskólanum eins og maður hennar, fór síðan með honum til Berlínar og var í sama skóla og hann i tvö og hálft ár, við nám í keramik. —- Svo komum við heim, og þá vann ég eitt ár hjá Gliti, áður en ég kom mér upp eigin verk- stæði. Síðan vann ég við kera- mikframleiðslu í nokkur ár, en hef síðustu árin einkum stund- að kennslu í keramik. — Þú hefur þín eigin nám- skeið? — Já, ég rek þetta alveg sjálfstætt. Hvaða leirtegundir not- arðu einkum? — Danskan leir, sem ætlað- ur er fyrir lágbrennslu. Ég bý ekki til steintau eða postulín. En ég brenni að vísu nokkuð hátt, miðað við slíkan leir, á 1020 gráðum á celsius. — Hvað hefurðu marga nemendur? — Það er nokkuð misjafnt. Síðan ég kom hér uppeftir er ég oft með kringum tuttugu í hverju námskeiði. Það er al- veg ótrúlega mikil aðsókn að þessu. Þetta eiginlega dembd- ist yfir mig; ég byrjaði á þessu af eins konar rælni fyrir — Þetta er góðs viti, Lovísa, mað- urinn þinn brosir í svefninum! 18. TBL. VIKAN 41

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.