Vikan


Vikan - 06.05.1971, Side 46

Vikan - 06.05.1971, Side 46
Höfiið* og heyrnarhlífar viöurkenndir af öryggiseftirliti ríkisins. HEYRNAHLÍFAR HLÍFÐARHJÁLMUR VERÐ MJÖG HAGSTÆTT Heiidsala: Dynjandi sf. Skeifunni 3 - Sími 82670 bað mig að spyrja þig enn einu sinni. Cavendish hristi höfuðið og gretti sig. — Þú veizt mætaval, að ég þoli ekki þessi samkvæmi hjá Murdochs-hjónunum, sagði hann, — og ég er þegar bú- inn að afsaka mig með því, að ég eigi annríkt . . . svo að ekki verður aftur snúið. — Eins og þú vilt, góði minn, sagði hún. — Jseja, þá er hann Andy kominn . . . leiðinlegt, að hann er ekki eins stundvís og Henry á sínum tíma. Hvaðan komið þér eig- inlega? Andy Webster, sem hafði tekið við af Henry Wood sem einkabílstjóri Nathalie, hneigði sig. — Afsakið, frú, sagði hann, — en ég varð að skipta um kerti og . . . — Ágætt, sagði Nathalie óþolinmóð. — Jæja, við skul- um koma okkur af stað! Láttu þér ekki leiðast, vinurinn minn! Hún sendi manni sínum fing- urkoss, og hann leit á hana í síðasta sinn fullur ástúðar, gekk síðan inn í bókaherberg- ið til þess að njóta kvöldsins. Cavendish hafði setið og reykt pípu sína í klukkustund og rótað í bunka af vísindarit- um, þegar dyrabjöllunni var hringt. Það var kominn bylur. Hann velti því fyrir sér, hvort þetta gæti verið Nathalie. Þá mundi hann eftir því, að þjón- ustustúlkurnar báðar áttu frí og hann yrði sjálfur að opna, ef einhvern bæri að garði. Hinn roskni vísindamaður gekk hægt fram í forstofuna. Hann var í inniskóm og slopp, og honum leizt engan veginn á að fá heimsókn núna. Ekki leið honum skár, er hann sá, að þarna var kominn lögfræð- ingur konu hans, George Kim- ball, sem stóð á tröppunum, næstum hulinn snjó. — En Kimball þó! sagði Ca- vendish eins hressilega og hon- um var unnt, — hvað eruð þér að gera í þessu veðri? Komið inn, og farið úr frakkanum! — Takk fyrir, sagði lög- fræðingurinn og gekk inn, — það er bara verst með allan þennan snjó og . . . •— Svona, svona, sagði Ca- vendish, — við þurrkum þetta á morgun. Hristið bara frakk- ann! Hvorki konan mín eða þjónustustúlkurnar eru heima. Lögfræðingnum brá. —- Er konan yðar ekki heima? spurði hann og lyfti brúnum. — Frú Cavendish var búin að biðja mig að koma í kvöld með nokkur skjöl, sem ég var að grúska í. — Það var leiðinlegt, sagði Cavendish hlæjandi. — Þetta hlýtur að vera einhver mis- skilningur, kæri Kimball. Kon- an mín er í samkvæmi hjá þessum Murdochs-hjónum. Hann yggldi sig og bætti við: —- Þér vitið það sjálfur . . . þessi samkvæmi standa langt fram á nótt! En þér skuluð koma inn og fá yður drykk. Þér hafið gott af því í þessu veðri. — Takk fyrir, sagði Kimball hikandi, en . . . en, ja, ég hef víst misskilið konuna yðar. Mennirnir gengu inn í bóka- herbergið og fengu sér sæti. Lögfræðingurinn tók strax upp skjalatösku sína og lagði nokk- ur skjöl á borðið. — Þetta, sagði hann, — eru tryggingarvottorðin, og hérna er erfðaskráin, sem þér og kona yðar báðuð mig um að semja. Hún er þegar undir- skrifuð af tveimur vottum. Þetta er auðvitað afritið, en þér verðið einnig að sjá frum- ritið. Húsbóndinn hristi höfuðið. — Og hún biður yður að koma hingað einungis til þessa í þessu hundaveðri, Kimball. Ég verð að segja, að þér eruð skyldurækinn lögfræðingur! Hann stóð á fætur og náði í glös: — Og nú fáum við okkur í glas, Kimball. Það er einhvern veginn svo ánægjulegt að vera innan húss, þegar maður heyr- ir ýlfrið í storminum, er það ekki? — Segið til. Cavendish hellti viskí og vatni í glösin. Þá tautaði hann eitthvað og benti á pípuna sína í öskubakkanum, sem gaf frá sér ekkert allt of þægilega lykt. — Vindil, Kimball? Afsak- ið, en ég hugsa aldrei um ann- að en gamla, súra pípuhólk- inn minn. Hann vagaði að útskorna tóbaksskápnum, sem hékk á einum veggnum. Þegar hann sneri baki við Kimball, stóð lögfræðingurinn snögglega á fætur. Hann stakk hendinni í skyndi niður í vasann og tók upp litla flösku með litlausum vökva í. Hann hellti hljóðlaust úr flöskunni í glas Cavendish, og þegar húsbóndinn kom aft- ur til hans, virtist hann niður- sokkinn í skjölin á borðinu. Fáið yður vindil, Kim- ball! þrumaði Cavendish glað- lega. — Við skulum reyna að láta fara vel um okkur! Lögfræðingurinn fékk sér vindil og skar endann af hon- um með höndum, sem ef til vill titruðu lítils háttar. Síðan tók húsbóndinn glas sitt. — Skál, Kimball, og vel- kominn! Lögfræðingurinn tók líka glas sitt og lyfti, og þeir voru að því komnir að súpa á, er rödd kom þeim skyndilega til þess að snúa sér undrandi við. — Andartak, Cavendish! Cavendish hnyklaði brýnn- ar, og Kimball starði með gal- opinn munn á bílstjórann An- dy, sem skyndilega hafði kom- ið inn í stofuna. — Hvaðan komið þér, An- dy? spurði Cavendish og lagði frá sér glasið. — Eruð þið komin aftur? Er konan mín með? Hann leit vantrúaður á hinn unga bílstjóra, sem brosti við. — Nei, sagði Andy, — kon- an yðar er ekki með. Fjarvist- arsönnun hennar er í bezta lagi, en ég kom aftur til þess að koma í veg fyrir, að þér drykkjuð úr glasinu yðar, hr. Cavendish! — Og fyrir öryggis sakir ætla ég að leyfa mér að fjar- læsja glasið! heyrðist sagt. Maður gekk inn í stofuna og greip glas Cavendish og setti það frá sér á skenkiborðið, þannig að Kimball náði ekki til þess. Cavendish stökk á fætur. - Heyrið þér, sagði hann gramur. — hver eruð þér, og hvað á það að þýða að . . . ? Ókunni maðurinn greip fram í fyrir honum. -Sg er Clive Oakes lög- regluforingi frá New Scotland Yard, hr. Cavendish, — og ég verð líklega að kynna yður fyrir bílstjóranum yðar. Peter Camsell undirforingi . . . Hæ, Peter! Grípt‘ann! Kimball, sem orðinn var ná- fölur, stökk á fætur og reyndi að komast út úr stofunni. Hann komst ekki langt, því að fyrr 46 VIKAN 18.TBL.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.