Vikan


Vikan - 06.05.1971, Qupperneq 50

Vikan - 06.05.1971, Qupperneq 50
/ nœstu SUMARGETRAUN VIKUNNAR. Vinningar eru 100 Agfa-myndavélar aS verðmæti um 200 þús. krónur. í næsta blaði hefst SUMARGETRAUN VIKUNNAR. Vinningar eru glæsilegri en nokkru sinni fyrr: Hvorki meira né minna en 100 Agfa-myndavélar, samanlagt að verð- mæti um 200 þúsund krónur. I síðustu get- raun Vikunnar, sem var jólagetraun með 500 leikfanga-vinningum, var þátttakan meiri en nokkru sinni fyrr. Rúmlega 4 þúsund lausnir bárust. Það er von okkar, að þátttakan verði ekki minni að þessu sinni. Getraunin verður i fimm blöðum. Þeireru tákn samvizku heimsins Þýzki nasistafor- inginn Albert Speer hefur nýlega gefið út endurminningar sínar, og hafa þær vakið mikla athygli. Við birtum grein í næsta blaði um Speer og tvo aðra menn, sem teljast mega tákn sam- vizku heimsins. Þjófnaðir í kjörbúðum Þjófnaðir í hinum stóru kjörbúðum nútim- ans eru vandamál, sem allir kaupmenn þurfa að glíma við. Það er miklu meira um slíka þjófnaði en flesta grunar. í næsta blaði segj- um við frá aðferðum Svía til að stemma stigu við þeim. Ný og spennandi framhaldssaga Ný framhaldssaga hefst í næsta blaði og nefnist „Þar til dauðinn aðskilur". Eins og aðrar framhaldssögur Vikunnar í seinni tið er hún spennandi frá upphafi til enda. Fylg- izt með frá byrjun! Söngvarinn Ivan ámm Rebroff Ivan Rebroff telst Zjk ' nú frægasti bassa- söngvari heims. jjjjSÉp: r f Hann vakti fyrst at- hygli fyrir fáum ár- r 7 um, er hann söng í ^jRj-:: *t jý. Fiðlaranum á þak- inu. Ivan Rebroff er lítt þekktur hér IgK Sk á landi ennþá, en við kynnum hann ofurlítið. HITTUMST AFTUR - I NÆSTU VIKU A UPPLEIÐ Framhald, af bls. 32. pening út úr „garginu" og þegar þeir vilja skemmta sér þurfa þeir svo sannarlega á músík að halda. En þetta var útúrdúr. Aðspurður sagði Pálmi að þau hefðu gætt þess að koma ekki fram fyrir unga fólkið fyrr en þau hefðu efni sem væri full boðlegt, og því hefðu þau lagzt í það að æfa kafia úr „Superstar“. „Við vorum áreiðanlega einar 3 eða 4 vik- ur í þessu' eingöngu,“ sagði hann, „og ég hef aldrei lent í öðru eins erfiði. En mér finnst þessi ópera alveg stórkostleg og tel hana hiklaust betri en HAIR, það er að segja músík- in. Textarnir eru líka stórkost- legir. Nú erum við að reyna að komast til útlanda,“ hélt Pálmi áfram, „og teljum okkur hafa sæmilega von. Það yrði þá Þýzkaland sem yrði fyrir val- inu, en hér er maður að nafni Wolfgang Strauss og það er í gegnum hann sem þessi von hefur kviknað hjá okkur. Við • myndum þá fara í júní-júlí, en eins og ég segi, þá er ekkert ákveðið í þessu.“ P.S. Adam var svo sem ekki lengi í Paradís og hlaut að vera eitthvað bogið við ást útvarps- ins á „Jesus Christ — Super- star“. Þau Pétur og Dóra ætl- uðu að kynna hluta úr verk- inu í þætti sínum á laugardag- inn fyrir páska, en voru stöðv- uð af. Þótti útvarpsmönnum þegar komið nóg af og neit- uðu að óperan yrði kýnnt frek- ar sem einhver „gaddavírs- músík“. Þetta átti að kynna á þann hátt að textinn yrði lát- inn sitja fyrir og músíkin ein- göngu notuð til að koma hon- um á framfæri. Hefðu þessir ágætu herrar kynnt sér verkið og sjónarmið höfunda þess, hefðu þeir kom- izt að því að þeir líta sjálfir á verkið sem eina heild og tvær sér og sitt í hvoru lagi. I við- tali sem brezkt blað átti við þá nýlega héldu þeir því fram að þeir hefðu byrjað með tvær ólíkar hugmyndir en síðan samræmt þær þó með það fyr- ir augum að textinn og tón- listinn gætu staðið sér og án hins helmings heildarinnar. Misskilningur útvarpsins er því lítilvægilegur í þetta skipti en nú er orðið greinilegt hvað hrjáir stofnunina: Eins kónar menningarsnobb. 6. vald. 50 VIKAN 18. TBL.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.