Vikan - 19.08.1971, Blaðsíða 21
ÞRJÁR HLJÓMSVEITIR í STAO FREE
Pau! Kossoff og
Simon Kirke, úrhljóm-
sveitinni FREE, tala
um endalok hljóm-
sveitarinnar og
framtíð meSlima
hennar.
Fréttin um að brezka hljóm-
sveitin FREE hefði hætt í júní sl.,
kom mjög á óvart og fólk hélt því
fram að erfitt yrði að fylla í það
gat sem upplausn hljómsveitar-
innar myndaði. Milljónir aðdáenda
þeirra víðs vegar um jarðkringl-
una eiga eftir að sakna blues-
forms þeirra jafn mikið og marg-
ir sakna þess að fá ekki nýja
Bítlaplötu tvisvar á ári.
En það er ekki öll von úti. Með-
limir hljómsveitarinnar hafa lýst
því yfir að í staðinn fyrir eina
hljómsveit, FREE, verði nú til
FREE: Simon Kirke, Paul Rodgers, Andy Fraser og Paul Kossoff.
þrjár. Söngvarinn Paul Rodgers
og bassaleikarinn Andy Fraser
halda sitt í hvora áttina og stofna
eigin hljómsveitir, en trommu-
leikarinn Simon Kirke og gítar-
leikarinn Paul Kossoff halda áfram
og stofna hljómsveit í sameiningu.
Stofnun þessara hljómsveita get-
ur tekið töluverðan tima, en lík-
legt er að nýir meðlimir þeirra
verði vel þekktir músíkantar. Þó
hafa engin nöfn verið nefnd, og
að sögn fjórmenninganna er það
gert til að æsa ekki mjög upp í
öðrum hljómsveitum — sem enn-
þá hafa væntanlega meðlimi á
samningum. Þó getum við verið
viss um að nokkur kunnugleg and-
lit — og kunnugleg músík — bæt-
ast við það sem áður hét FREE.
Þeir Paul Kossoff og Simon
Kirke héldu blaðamannafund ekki
alls fyrir löngu til að tala um
FREE sálugu, en þeir höfðu ekki
mikið að segja. Framtíð þeirra er
heldur óljós ! augnablikinu og
Framhald á bls. 37.
FER BJÖRGVIN
TIL TOKYO?
Allt bendir til þess að Björgvin
Flalldórsson fari til Tokyo í Japan
10. nóvember næstkomandi, til að
taka þátt í alþjóðlegri söngvara-
keppni á vegum Yamaha Education
Foundation.
Það er Ingibergur Þorkelsson
sem hefur umboð fyrir þessa
keppni hér á landi og sagði hann
að miklar líkur væru á að Björgvin
tæki þátt í keppninni fyrir Islands
hönd, en þar sem margir aðilar
yrðu að taka afstöðu til málsins
— og spóla með söng Björgvins
var send út í byrjun mánaðarins
— væri staðfestingar vart að vænta
fyrr en í september.
Verði af þátttöku Björgvins,
heldur hann héðan snemma í nóv-
ember og yrði kominn til Tokyo
þann 10., eins og áður segir. —
Keppnin sjálf fer ekki fram fyrr
en dagana 27. og 28. þess mán-
aðar, og fram að þeim tíma yrði
æft, en 60 manna hljómsveit verð-
ur á bak við söngvarana, sem
verða frá öllum mögulegum
heimslöndum.
Sagðist Ingibergur hafa hitt
mann í London fyrr í sumar og
hafi sá eitthvað með þessa keppni
haft að gera. Hafi þeir tekið tal
saman og sé þetta niðurstaðan.
„Mér er mjög mikið í mun um að
Björgvin komist út," sagði Ingi-
bergur. „Það væri ekki einasta
stórt og skemmtilegt tækifæri fyr-
ir hann, heldur og íslenzka tón-
list yfirleitt, en við erum núna að
leita að góðu lagi — íslenzku. —
fyrir hann. Jú, einhver verðlaun
veroa, allavega fyrir þrjá efstu,
og svo verður gefin út plata með
12 efstu söngvurunum. Aðrar við-
urkenningar — í peningum —
verður ekki um að ræða, en það
verður allt borgað fyrir hann,
ferðir, uppihald og þess háttar."
Björgvin sjálfur sagðist ákaf-
lega ánægður með þessa hug-
mynd, en „ . . . ég er ekki að
Framhald á bls. 39.
BJörgvin Halldórsson: Fer hann —
fer hann ekki?