Vikan - 19.08.1971, Blaðsíða 26
HÉR Á ÉG
HEIMA
Síðasti hluti ferðasögu blaða-
manns og Ijósmyndara
VIKUNNAR. f þetta skipti heim-
sækjum við sumarbúðir KFUM
í Vatnaskógi, þar sem hvert and-
artak hefur boðið þúsundum
drengja upp á spennandi ævin-
týri í hartnær 50 ár.
MYNDIR:
EGILL SIGURÐSSON
ÞaS var séra Friðrik Friðriksson sem hóf sumarbúða-
starf KFUM ( Vatnaskógi, að tillögu Hróbjarts Árna-
sonar. Þessi brjóstmynd af sr. Friðrik er nú f Lindar-
rjóðri.
Það er bjartur sumar-
morgun í Vatnaskógi, þar
sem KFUM rekur sumar-
búðir fyrir drengi í Lirid-
arrjóðri. Eyrarvatn er
spegilslétt, mýið er að
vakna og fuglar syngja. 1
skálanum sofa rúmlega 80
strákar, flestir af Suð-
Vesturlandi, auk 12 starfs-
manna, karla og kvenna,
sem vinna í eldhúsi og við
ræstingu.
Allt í einu birtist ungur
maður á tröppum skálans
og blæs í horn. Nær sam-
stundis fer allt á ið. Strák-
ar hoppa niður úr kojum
sínum og gera það ekki
beinlínis þegjandi. Þeir
flýta sér að klæða sig og
búa um rúm sín og eftir að
Það er mikið fjör á kvöldvökunni
eins og sjá má.