Vikan - 19.08.1971, Side 27
þeir hafa þvegið stýrurnar
úr augunum og burstað í
sér tennurnar, koma þeir
hlaupandi út í fánahyll-
ingu. Tveir foringjanna,
Hilmar Baldursson og
Gunnar Jóhannesson,
draga upp fánann; dreng-
irnir syngja á meðan og
halda út framréttri liægri
hendi.
Að lokinni fánahylling-
unni er farið yfir í matar-
skálann og þar fá allir heitt
kakó, heimabakað brauð,
kex og fleira. Enda þótt
þetta sé aðeins annar dag-
ur þessara drengja í „Skóg-
inum“, eins og KFUM kall-
ar Vatnaskóg, þá virðast
allir drengirnir heimavan-
ir og eru ekki i nokkrum
vafa um livað kemur næst,
af hverju þetta er gert og
af hverju hitt. Við spjöll-
uðum við nokkra þeirra
og í ljós kemur, að yfir-
gnæfandi meirihluti þeirra
hefur verið í Skóginum áð-
ur. „Það er alveg svaka-
lega gaman að vera hérna“,
segir hár og grannur pilt-
ur úr Kópavogi. „Maður er
svo frjáls — og svo er líka
mikið um iþróttir. Ég er
mest í frjálsum“.
Sumarbúðastjóri i Vatna-
skógi er Friðbjörn Agn-
arsson, endurskoðandf úr
Reykjavík. Auk hans eru
fjórir foringjar, — en svo
eru nefndir félagar og leið-
beinendur piltanna, og þeir
sitja við borðsendana og
Á þessari mynd sjást allir Skógar-
fnennirnir sem við heimsóttum:
83 strákar ásamt foringjum og
sumarbúðastjóra.
Hluti sumarbúSa KFUM í Lindar-
rjóðri, séðar frá vatninu.