Vikan - 19.08.1971, Blaðsíða 40
króna. Og herraklæðskerarnir
Marshall og Fields sýndu skatt-
heimtumanninum pantanir upp
á nærri milljón króna.
Malone var þó ekki alveg
ánægður og hélt áfram að
ganga um einkaherbergi Ca-
pones, eins og honum hentaði.
Hefðu lífverðir bófakonungsins
komið að honum þar, hefðu
þeir hnallað hann niður á
stundinni. f febrúar 1931 fann
skattheimtumaðurinn loksins
það, sem hann leitaði að.
Það var lúður og óhreinn
pappírslappi, áritaður af A1
Capone sjálfum. Þar hafði
hann hripað niður að hann
hefði á átta mánuðum aðeins
grætt yfir fimmtíu milljóriir
króna á veðreiðabrautum.
Lepito lét ekki hér við sitja.
Hann ræddi ótal sinnum við
ráðamenn vændishúsa og spila-
víta og fékk þannig sannanir
fyrir því, að á einu ári aðeins
hafði A1 Capone eytt tuttugu
milljónum króna á þeim
skemmtistöðum.
Stærsta kast Lepitos var þó,
þegar hann fékk veðmangara
nokkurn til að sverja, að á síð-
ustu sex árum hefði Capone
tapað hjá honum veðmálum
upp á tvö hundruð og fimmtíu
milljónir króna. Þegar hér var
komið, þótti vel á það hættandi
að höfða mál gegn A1 Capone.
Wilkerson dómari ákærði hann
fyrir skattsvik.
Sjálfsöryggi skattheimtu-
mannanna gerði Capone óró-
legan, og hann gat með engu
móti látið sér detta í hug,
hvernig þeir hefðu aflað sönn-
unargagna gegn honum. Hann
sendi fjóra beztu morðingja
sína á stúfana til að myrða El-
mer L. Irey yfirskattstjóra, og
áttu þeir að fá tvær milljónir
króna fyrir vikið. En Lepito-
Malone, sem enn var í dular-
gervi sínu við hlið Capones,
sendi morðáætlunina beinustu
leið til FBI.
Þá reyndi A1 Capone mútur.
Hann bauð Elmer L. Irey
hundrað og fjörutíu milljónir
króna. Irey vísaði bófanum á
dyr með megnustu fyrirlitn-
ingu.
A1 Capone sá sér nú enga
undankomuleið. Hann játaði
þegar á sig talsverðan skatt-
þjófnað, þó ekki meiri en svo
að i hæsta lagi var hægt að
dæma honum þriggja ára fang-
elsi. Hann var ennþá sæmilega
vongóður. Þegar réttur var sett-
ur sextánda júní 1931, mætti
hann í heiðgulum silkifötum.
Lögfræðingar hans, Michael
Ahern og Albert Fink, voru
meðal þeirra beztu í sinni stétt
og vörðu hann snilldarlega. A1
Capone sjálfur gerði ekki ann-
að en sýna réttinum skartklæði
sín, en fataskipti hafði hann
fyrir hvern dag.
Þann tuttugasta og níunda
júlí kallaði A1 Capone blaða-
menn að rekkju sinni í Lexing-
tori-hóteli. Hann kvartaði: „Bg
hef barizt, rétt er það, en að-
eins fyrir friðnum! Mér er að
þakka hve undirheimarnir eru
rólegir í dag.“ Hann gleymdi
að bæta við: „Mér og hnífabóf-
um mínum, vélbyssuskyttum og
barsmíðadólgum."
Að kvöldi sama dags hélt Ca-
pone dansleik til ágóða fyrir
munaðarlaus börn. Þá nótt
gerði hann glappaskot, sem
hann iðraðist síðan beisklega.
Hann sagði við Lepito, þá orð-
inn veldrukkinn: „Hálft þriðja
ár — meira fæ ég varla.“
Lepito hafði þá í heilt ár
lagt sig í lífshættu við að spæja
um Capone. Honum fannst
engu tali taka ef ekkert hefðist
upp úr því annað en þriggja
ára þægileg fangelsisvist fyrir
dólginn. Þá sömu nótt talaði
Lepito-Malone nokkrum sinn-
um leynilega í símann.
Næsta morgun stóð til að
kveða upp dóminn. A1 Capone
mætti í ertugrænum fötum. En
enginn dómsúrskurður var les-
inn upp. Öllum á óvart sló
Wilkerson dómari því á frest.
A1 Capone varð ævareiður og
afturkallaði játningu sína.
Næst þegar réttur yrði sett-
ur áttu kviðdómendur að kveða
upp úrskurð sinn yfir honum.
Bófakóngurinn lét njósnara
sína komast að því hverjir sátu
í kviðdóminum, og var ekki
lengi að gera þá sér vinveitta
með mútum og ógnunum. En
þar eð hann grunaði Lepito
ekki enn um græsku, sagði
hann honum frá þessu bragði.
Og Lepito var fljótur að ryðja
dóminn og setja í hann nýja
menn, svo lítið bar á.
A1 Capone féll allur ketill í
eld, þegar Wilkerson dómari
setti rétt sjötta október 1931. Á
bekk kviðdómenda sá hann að-
eins ókunn andlit.
Hann botnaði -heldur ekkert
í hvaðan komu allar þær sann-
anir, sem hlóðust að höfði hans.
í ellefu daga réttarhöldum voru
lagðar fram sannanir fyrir að
hann ætti vangoldnar í skatt
um tuttugu og fimm milljónir
króna. Seytjánda október 1931
las Wilkerson dómari upp úr-
skurð kviðdómsins: sekur. Refs-
ingin var ákveðin ellefu ára
fangelsi, tíu milljón króna sekt
og sjö til átta milljónir í máls-
kostnað.
A1 Capone missti sem snöggv-
ast stjórn á sér af bræði og
vonbrigðum, en jafnaði sig
fljótt. Nú áttaði hann sig loks-
ins á því, hver Lepito í raun
réttri var. Hann leyndi ekki
aðdáun sinni, er hann ávarpaði
Malone: „Ég hafði mína mögu-
leika,“ sagði hann, „og þú þína.
’Ég hef beðið lægra hlut.“
Fyrir utan réttarsalinn naut
A1 Capone nú síns síðasta blaða-
mannafundar. „Verið þið nú
iðnir við að þrýsta á takka-
ræksnin,“ sagði hann hressi-
lega við ljósmyndarana. „Það
er ekki víst að þið sjáið mig
aftur á næstunni."
A1 Capone varð fangi númer
40822 í fangelsinu Atlanta Pe-
nitentiary. Fyrstu næturnar þar
þjáðist hann af martröð. Fljót-
lega tókst honum með mútum
að rýmka svo kjör sín í fang-
elsinu, að hann gat haldið áf ram
að stjórna þaðan glæpahring
sínum í Chicago. Hann fékk
meira að segja aftökuherbergi
fangelsisins lánað fyrir fundar-
sal, er hann kvaddi undirtyll-
ur sínar saman. Sjálfur var
hann auðvitað í forsæti á fund-
inum, og sat í rafmagnsstólnum.
í maí 1934 var fangelsið Al-
catraz opnað á kletti langt úti
í San Fransiskó-flóa. A1 Capone
var einn þeirra fyrstu, sem
þangað var sendur, sem fangi
númer 85. Þar með var hinu
ljúfa lífi hans endanlega lokið.
Refsivistin í Alcatraz var svo
ströng, að fangarnir þar gengu
af vitinu tugum saman og
frömdu sjálfsmorð.
Fyrir smávægilegustu brot á
reglunum var mönnum refsað
með því að setja þá á vatn' og
brauð, færa þá í spennitreyju
eða einangra þá í vistarveru
sem á máli fangelsisins var
kölluð Loch. Enginn fangi þoldi
vist í Loch lengur en þrjár vik-
ur án þess að geggjast. Fanga-
verðirnir voru alltof heilsteypt-
ir menn til að nokkuð þýddi að
reyna að múta þeim, en hins
vegar þótti þeim ekki tiltöku-
mál að skemmta sér dálítið á
kostnað fanganna. Þegar fang-
ar voru með uppsteit, var al-
gengt að handleggsbrjóta þá
eða sprauta á þá vatni úr há-
þrýstidælu unz þeir misstu
meðvitund.
Með fárra mínútna millibili
bergmálaði fsngelsið af hróp-
um, sem boðuðu fanga til fóta-
ferðar, talningar, snæðings eða
vinnu.
Hatur og móðursýki ríktu í
húsi þe§su. A1 Capone vann í
þvottahúsi fangelsisins. Aðbúð-
in var þar hin versta, og 1935
brauzt þar út uppreisn mecíal
fanganna.
A1 Capone tók ekki þátt í
uppþotinu. Hann gerði sér von-
ir um að verða náðaður ef hann
hegðaði sér nógu vel. Hann
lærði nótnalestur og að leika á
banjó. Hann samdi meira að
segja lag, sem hann kallaði
„Móðir“.
Samfangar hans lögðu á hann
hatur, sökum þess að hann, sem
áður hafði verið svo voldugur,
vildi ekki taka þátt í neinu
samsæri með ^þeim. Tvisvar
reyndu þeir að drepa hann á
eitri. 1936 réðist texanskur
bankaræningi að nafni James
Lucas á hann með hnífi. A1 Ca-
pone varði sig ekki einu sinni.
Hann gekk allur upp í hlutverki
sauðfróms iðrandi syndara.
Hann mátti taka á móti
heimsókn mánaðarlega, og þá
heimsótti hann eiginkona hans.
Mae Capone var þá þrjátíu og
sjö ára að aldri, grönn og glæsi-
leg sem fyrr. Maður hennar,
sem var ekkert glæsimenni
álitum, hafði aldrei virzt henni
samboðinn. Það var hrein ráð-
gáta hve mikla hollustu hún
sýndi honum.
Að vísu hafði hann mokað í
hana gimsteinum og loðfeldum,
meðan vel áraði. En hann hafði
ekki verið henni trúr einn ein-
asta dag. Og nú var hún snauð.
Hún mátti hvorki nota sér
leynireikninga manns síns eða
selja húseignir hans. Skattyfir-
völdin höfðu lagt hald á það
allt.
Mae Capone neitaði öllum
tilboðum um að afla sér fjár
með því að levfa við sig blaða-
viðtöl um hjónaband sitt. Ut-
gefandi einn bauð henni fimm
milljónir króna, ef hún vildi
slá til. Hún afþakkaði og sagði:
„Hið opinbera hefur sínar skoð-
anir um eiginmann minn. Ég
hef aðrar. Ég mun alltaf elska
hann.“ Þetta er það eina, sem
hún nokkru sinni sagði opin-
berlega.
Á hlýjum febrúarmorgni 1938
skeði nokkuð óvenjulegt í Al-
catraz. Fangelsisstjórnin hafði
skipað mönnum að klæðast
sumarjökkum, en A1 Capone,
sem annars var vanur að vera
svo þægur, klæddist vetrarföt-
um sem fyrr.
Einn varðmannanna öskraði
á hann. Hann virtist ekki heyra.
Vörðurinn gekk til hans og sá
að slefa lak út úr honum. —
Augnatillitið var brjálæðislegt.
A1 Capone var dreginn til
sjúkrahúss fangelsisins. Lækn-
40 VIKAN 33.TBL.