Vikan


Vikan - 19.08.1971, Side 43

Vikan - 19.08.1971, Side 43
FRÁ RAFHA BORÐHELLA MEÐ 4 HELLUM, þar af 1 með stiglausri stillingu og 2 hraðsuðuhellur. — Heimkeyrsla og Rafha ábyrgð. 56 LlTRA OFN MEÐ LJÓSI, yfir og undirhita stýrt með hitastilli. Sérstakt glóðarsteikar element (grill). Klukka með Timer. Heimkeyrsla og Rafha ábyrgð. sé alls ekki kvenmaður. „Þetta er Platon i konu- gervi“, skrifaði franski guðspekingurinn Péladan. Hann átti reyndar við þelta í táknrænni merkingu, en aðrir meina það bókstaf- lega. „Þetta er karlmað- ur“, segja þeir. „Þetta er ungur maður í dulargervi. Þarinig stendur á glettnis- brosinu“. Þessar vangaveltur urðu tilefni þess, að Marcsl Duchamp hneykslaði allan heiminn með því að gefa út njynd af Monu Lísu, þar sem ltann bafði bætt á ltana yfirskeggi og hökutoppi. Nú á dögum kemur ferðafólk af öllum stéttum og úr öllum heimsálfum til Parisar til að líta með eig- in augum Monu Lísu í Louvre. Hvert mannsbarn þekk- ir hana. Og sennilega eiga VIÐ OÐINSTORG - SlMI 10322 vinsældir hennar eftir að aukast enn, því að ferða- menn leita að alþekktum kennileitum í veröldinni. Og livað er alþekktara en Mona Lísa? Þegar þeir sjá liana svo loksins, verður þeim innanbrjósts líkt og pílagrími, sem kemur á lielgan stað. Lýsingarorðin, sem menn láta sér um munn fara, er þeir skoða myndina eru svo mörg og ólík, að furðu sætir. Blaðamaður nokkur stóð við Monu Lísu í að- eins einn dag og skrifaði niður lijá sér lýsingarorð- in, sem hann lieyrði fólk taka sér í munn. Hér eru nokkur sýnishorn: „Vitur, dramblát, vork- unnlát, heimsk, tvíræð, vingjarnleg, blíð, kynvillt, göldrótt, fliruleg, djöful- leg, engillilíð, ógleyman- leg, dulræn, lokkandi, und- irförul, óræð“. „Þetta er kona, sem veit eitthvað, sem enginn annar veit“, sagði virðuleg, ensk kennslukona. Parisarfrú tók undir við hana, en í annarri merkingu þó: „Svipur hennar lýsir tvö- feldni. Þannig brosi ég til eiginmanns mins“! Ilve mikils virði er mynd- in af Monu Lísu? Svarið er undantekningarlaust: Hún verður ekki metin til fjár. Jafnvel vátrygginga- félög geta ekki skapað neinn matsgrundvöll, þar sem þjóðlegar listagersem- ar eru ekki vátryggðar. Ilvað sem ólíkum skoð- unum og túlkunum á Monu Lísu líður, verður því ekki neitað, að bros hennar er segulmagnað. „Mér finnst hún brosa með augunum“, segja margir, og það er mikið til i þvi. Og augu hennar fylgja manni, hvert sem maður fer. Ferðamenn á vorum dög- um standa nú frammi fyr- ir nýju vandamáli, sem vekur mikla óánægju. Það er þriggja sentímetra þykk óbrjótanleg glerplata, sem skýlir Monu Lisu. Hún var sett upp til að koma i veg fvrir skemmdarverk eins og það, sem framið var fyr- ir átta árum, þegar gestur frá Bolivíu kastaði skyndi- lega steini í mjmdina. Til allrar liamingju skemmdist aðeins annar handleggur- inn. En glerplatan kemur í veg fyrir, að ferðamenn geti stundað sina uppá- halds iðju: að Ijósmynda. Myndin, sem sjóngler ferðamannsins nær er ekki af Mónu Lísu, heldur af honum sjálfum. ☆ 33.TBL. VIKAN 43

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.