Vikan


Vikan - 19.08.1971, Síða 44

Vikan - 19.08.1971, Síða 44
NÆTURVAKT Framhald af bls. 9 svo komu skilaboð frá dyra- verðinum, að hann gæti ekki komið og sótt hana fyrr en seinna. Ungfrú Glynn fór að skrifborði sínu og stillti upp spegli, svo að hún sæi yfir stof- una og dyrnar fyrir aftan sig. Því næst dró hún út eina skrif- borðsskúffuna, fullvissaði sig um, að litla, ólöglega vopnið hennar lægi á sínum stað og reynái svo að beina athyglinni að skriftunum. Kaldan súg frá ganginum lagði um hana, hún hrökk við að heyra fótatak á ganginum og fór fram. Ein hjúkrunarkon- an, frá eins manns herbergjun- um uppi, stóð og horfði með áhuga á töflu frammi á gang- inum, en hún gat þó ekki blekkt ungfrú Glynn. „Þér þurfið ekki að vera að þessu,“ sagði hún við sníkilinn. „Skáparnir okkar eru læstir.“ Einkahjúkrunarkonurnar' voru farnar að gera sér leik að því að stela vínanda sjúkra- hússins handa sjúklingum sín- um. Hún sagði aumingjalega: „Birgðir mínar voru búnar.“ Svo bætti hún við: „Raebe gamli er í ófriðarskapi núna.“ „Hvað er að?“ „Sá, sem var með krabba- meinið í maganum dó í hönd- unum á honum. Þér sjáið hann áreiðanlega áður en langt um líður.“ Hjúkrunarkonan fór. Sjúkl- ingar ungfrú Glynn sváfu nú einu sinni rólega, og friður og ró ríkti í stofunum. Klukkan var ellefu, en dr. Raeber var ekki kominn enn. Zizz! Ein hvell, skipandi hringing. Ungfrú Glynn leit á töfluna, hún hrökk við. Það var kveikt á nr. 7. Hjúkrunarkon- an beið áköf, það var ekki hringt nema í þetta eina skipti, en það var kallað — og hún varð að svara. Ungfrú Glynn neyddist til þess að ganga að hurð dánu konunnar. Hún hlustaði fyrir utan, hún heyrði ekkert hljóð. Hún gekk inn. Dauði líkaminn lá rólegur á rúminu. Það leit úr fyrir, að enginn hefði komið inn í stof- una. Ungfrú Glynn leit fljótt í kringum sig og gekk síðan út aftur. Atti hún að færa þetta inn í bækurnar? Dr. Raebe kom inn á þessu óheppilega augnabliki. Ungfrú Glynn studdi sig við skrifborð- ið, um leið og hún stóð upp. „Hvað gengur nú á?“ spurði hann. „Nr. 7 var rétt að hringja," gat hún stunið upp úr sér. „Af hverju farið þér þá ekki inn til hennar?" „Hún dó klukkan tvær mín- útur yfir sjö,“ svaraði ungfrú Glynn og benti á dagbókina. „Ó, þér hljótið að vera brjál- uð,“ sagði hann og tók í band- ið á töflunni. Hjúkrunarkonan lokaði aug- unum og opnaði þau ekki aftur fyrr en hún heyrði yfirlækn- inn nálgast dyrnar. Hann var mjög strangur á svipinn. „Einhver asni hefur látið bjöllustrenginn hanga, og súg- urinn úr glugganum hefur blásið hann í burtu og komið GóÖir bílar tryggja skemmtilegt ferðalag. Bílaleigan I IV'iíáAS# SKÚLATÚNI 4 SÍMI15808 (10937) bjöllunni til að hringja. Hvers vegna notið þér ekki augu yð- ar? Hjúkrunarkonur ættu að minnsta kosti að hafa einhverja athyglisgáfu.“ Ungfrú Glynn settist. Það var andstætt öllum reglum, en henni var alveg sama, hún var dauðleið á öllu. Raebe stóð nú á miðju gólfinu á milli skrif- borðsins og hurðarinnar. Hann hristi höfuðið með vanþóknun. „Maður verður að vera kald- ur og hafa sterkar taugar, ef maður ætlar að vera á sjúkra- húsi,“ sagði hann. Ungfrú Glynn starði niður á skrifborðið. Nú var öllu lokið. Eftir tvær mínútur ætlaði hún að segja dr. Raebe álit sitt á honum. Hvað var þetta? Eitt- hvað hreyfði sig í speglinum hennar. Nr. 6 stóð í dyrunum með fingur á vörunum: ungfrú Glynn gat sér til, hvað hann hefði í huga, en sat kyrr. Jim stökk. Hann greip utan um dr. Raebe með höndum og fótum. Dr. Raebe ætlaði að æpa, en ópið kafnaði í hálsi hans. Andlit hans varð blóðrautt, og augun starandi og báðu um hjálp. Ungfrú Glynn hreyfði sig ekki. Hún mundi að hún átti að vera köld. Þeir byltust um og duttu á gólfið og Jim varð ofan á. „Þarna náði ég í hann,“ sagði Jim. Ungfrú Glynn vissi, að orð mundu engan árangur bera, þegar svona stóð á. Hún var hin rólegasta, fór ofan í skúffu, þar sem hún hafði falið kylfu, og sló nr. 6 með henni af mikl- um krafti í hnakkann. Jim hneig undireins máttlaus niður. Dr. Raebe stóð á fætur, en var óstyrkur. Hann fékk mik- ið hóstakast, og þegar það var liðið hjá, hafði hann náð sér sæmilega. Hann velti árásar- manninum við og þreifaði á slagæð hans; lyfti honum síðan upp og bar hann inn í rúm. Raebe gamli var mesti hreysti- skrokkur og ekki sérlega til- finninganæmur, um það var ekki að efast. Ungfrú Glynn beið eftir, að hann kæmi aftur. Hvað mundi hann segja? Hann sagði: „Ef hann deyr, þá var það ég, sem sló hann.“ „Haldið þér, að hann deyi?“ spurði hún. „Það get ég sagt yður eftir klukkutíma.“ Rödd hrópaði: „Mlg er heims- meistari í hnefaleik! Hver sló mig?“ „Hann deyr ekki,“ sagði Ra- ebe læknir. Hann horfði hvöss- um augum á ungfrú Glynn og sagði ekki óvingjarnlega: „Hvers vegna hafið þér ekki heldur í einkahjúkrun? Það er léttara verk og tekur ekki eins á taugarnar. Eg skal sjá um, að þér fáið nóg að gera.“ „Af því að ég kæri mig ekki um vinnu utan spítalans,“ sagði hún áköf. „’lfig vil verða yfir- hjúkrunarkona; það er það eina, sem ég vil!“ Hann hristi höfuðið. „Þér getið það ekki, til þess þarf sterkari taugar en þér haf- ið. Þér voruð alveg ráðþrota, þangað til þessi vitleysingur var nærri búinn að drepa mig.“ „Haldið þér það?“ sagði ung- frú Glynn og horfði á lækninn í speglinum. , „Við hvað eigið þér?“ Raebe læknir varð allt í einu undr- andi á svipinn. En hvað var þetta? Hann gekk að dyrunum, þar sem Jim hafði staðið og horfði á sjálfan sig í speglin- um. „Sáuð þér, þegar hann stökk á mig?“ „Já.“ „Og þér vissuð, hvað hann ætlaði sér?“ „Eg hef sjálf orðið fyrir því.“ „En — en stúlka mín, hann hefði getað drepið mig!“ „Hafið þér nokkurn tíma heyrt þess getið, að læknir hafi verið drepinn á þessum gangi?“ spurði hún rólega. Læknirinn hummaði. 44 VIKAN 33. TBL.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.