Vikan


Vikan - 19.08.1971, Side 46

Vikan - 19.08.1971, Side 46
HER Á EG HEIMA Framhald aj bls. 29 lega kemur fyrir að skip rekast á, ef skipverjar af sitthvoru skipinu þurfa að tala eitthvað náið saman, og fyrir kemur líka að skipið ruggar hressilega, ef gengið ér harkalega um þiljur, en björgunarbátarn- ir (sem maður er með um hálsinn) eru tryggir og Eyrarhaf er vinveitt haf, sem engu ógnar. Þegar við eruin komnir hálfa leiðina yfir hnöttinn, vöknum við aftur til raun- veruleikans — sem i Vatna- skógi er ljúfur. Við erum alls ekki komnir yfir hálfa jarðkúluna, heldur einung- is yfir hálft vatnið og hvit- ar plastbaujur gefa til kynna: Hingað og ekki lengra. Einstaka manni fatast eitthvað áralagið og gusur ganga yfir bátsverja, en venjulega er þakkað fyrir það á svipaðan máta. Við róum með ströndínni, og þar eru nokkrir strákar með veiðistengur. Á kvöld- in má oft sjá silunginn stökkva, en núna fá þeir ekki bröndu. Það gerir kannski ekki svo mikið til, því að skógurinn fyrir of- an heillar, bátarnir, kunn- ingjarnir —- nýir og gaml- ir — og tilveran öll. Við megum vera klukkutíma á bátunum, en kanóinn er að- eins leyfður í hálftíma i einu. Sá hálftimi er liðinn og næstu tveir strákar eru á leið í land, svo að við verðum að hypja okkur lika. Það er djúpt vatn, Eyr- arvatn. og stundum er haldin mikil vatnahátíð, þar sem þreytt er stakka- sund, kappróður og margt fleira. Ekki eru það þó strákarnir sem taka þátt i því (enda flestir svo stutt- ir í annan endann, að þeir botnuðu tæpast), heldur foringjarnir. Strákarnir livetja þá liins vegar til dáða og þá er borðformað- urinn að sjálfsögðu vinsæl- astur. Takist honum eitt- livað illa upp, er það hrein óheppni. Einu sinni var strákur kominn í spariföt- in, á leið heim eftir viku- dvöl í Skóginum. Rétt áð- ur en haldið var upp i rút- una, rölti hann niður að vatninu. Tunna flaut við bryggjuna og hann ákvað að kveðja vatnið ástkæra með þvi að sitja hana í smástund. En tunnan valt .... Það var blautur og hrjáður strákur sem kom heim til sín á stuttbuxum og bol. Vestan megin við Lind- arrjóður er iþróttasvæðið ' og við göngum þangað út eftir. Á grasvellinum er i fullum gangi fótbolta- keppni á milli fyrsta og, annars borðs. Hópur af strákum stendur í kring og æpir á félaga sína; við tök- um myndir og sleikjum sólskinið — en þá fer að rigna. Þetta er ekki venju- legur, íslenzkur aumingja- skúr, lieldur alvöru hita- heltisrigning. Við tökum til fótanna í skjól og skiljum strákana eftir í fótboltan- um. Þeir hafa ennþá ekki gert sér grein fyrir rign- ingunni! Það er komið hádegi og við sláumst í hóp drengj- anna sem eru að fara í mat. Klukkan er á slaginu tólf og nákvæmlega 30 mín- útum siðar eru þeir allir komnir út, búnir að borða soðinn fisk og ávaxtagraut og taka af borðum. „Þeim finnst það hreinasta fá- sinna að eyða meiri tíma i að horða“, segir Friðbjörn og glottir með okkur. Eftir mat liefst fyrri hluti frjálsíþróttamótsins: Kúlu- varp, stökk, hlaup og fleira og stundum er meira að segja farið í víðavangs- hlaup og ]iá er ekki látið nægja minna en hringur í kringum Eyrarvatnið blátt. Ýmiss konar bikarar eru veittir fyrir afrek, allir farandbikarar, og á þeim tæplega 48 árum sem liðin eru síðan KFUM fyrst hóf sumarbúðastarfsemi sína, hafa þessir bikarar farið i gegnum marga sveitta drengjahöndina. Sumir eru að sjálfsögðu nýir eða svo til. Vel flestir piltanna taka þátt í mótinu, en aðrir leika sér hér og þar á svæðinu — eða á vatninu, sem er alltaf vinsælasta leiktæk- ið. Við austurenda vatnsins er Oddakot, gamalt eyði- býli, og þar er baðströnd Skógarmanna. Þangað er farið í góðu veðri og busl- að í vatninu. „Það er öldr- uð sögn. .. . að enginn verð ur verri þó hann vökni ögn ....“, er sungið á kvöld- vökum i Lindarrjóðri og margur kappinn kom blár og norpandi kaldur upp úr vatninu við Oddakot, en sólin og skógurinn þerraði það skjótt og strax var far- ið út í aftur. Það er stefnt að þvi í Vatnaskógi, að drengirnir verði sem sjálfstæðastir og foringjarnir eru ekki að- eins leiðbeinendur, heldur og félagar þeirra. Auk þeirra sem áður eru nefnd- ir, eru þeir Þórir Sigurðs- son og Auðunn Eiriksson foringjar, allt gamlir Skóg- armenn og virkir þátttak- endur í starfi KFUM í Reykjavík. Foringjarnir eru dómarar í íþrótta- keppni og fleiru, og þegar komið er kaffi, koma þeir — Þarftu að hafa með þér heimavinnu á hverju kvöldi? röltandi i miðjum stráka- liópunum og hafa nóg að gera við að hlusta á það sem í frásögur þykir fær- andi. Og i Vatnaskógi er alltaf nóg af slíku. Eftir kaffi er haldið á- fram við leiki og störf og enn sníkjum við far út á vatn. I þetta sinn fórna tveir vörpulegir piltar helmingnum af þeim liálf- lima sem þeim er ætlaður á eintrjáningnum. Við ráð- um okkur varla fyrir stráks legri kæti og skvettum hver á annan: „Og við höldum til hafs á ný....“! Svona líður dagurinn við leiki og störf þar til að kvöldverði loknum, að safnast er sam- an í stóra salnum — þar sem áður var matsalur — í aðalskálanum, til kvöld- vöku. Söngurinn berst um all- an Skóginn og skærar drengj araddirnar titra aí áreynslu. „Hér á ég heima/ hér bezt ég næ/ daglega að dreyma/ um dýrð Guðs sí og æ. .. . “ Sr. Friðrik Friðriksson hefur samið flesta sálmana í söngbók Skógarmanna og þeir eru einfaldlega kallið „Séra Friðriks-sálmur númer þetta og þetta“. 1 iveru- skálanum er einnig „Séra Friðriks herhergi“, úti eru „Séra Friðriks kapella“ og „Séra Friðriks lind“ og drengjunum eru oft sagð- ar sögur af þessum mikla mannvini. „Þrátt fvrir þá ást sem við höfum á séra Friðrik“, segir Friðbjörn, þegar við spyrjum hann, „er alrangt að lialda, að við álítum hann hafa verið ein- hvern spámann. Stai’f lians hér heima í KFUM var hans köllun, við vitum það, og við vitum líka, að hann vissi hvað hann var að gera. Þess vegna viljum við varð veita minninguna um hann og starfa hér á sama hátt og hann gerði“. Það er ekki gott að segja Framhald á bls. 50. 46 VIKAN 33.TBL.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.