Vikan - 30.09.1971, Page 9
Úr sjúkraskýli
FREUMO i Mosam-
bique. FjárráS eru
lítil þrátt fyrir styrkinn
eins og sjá má á
myndinni, en baráttu-
hugur fólksins er
ódrepandi.
in um að hefja bardaga var
mjög erfið. Hún varð ekki til
fyrr en frelsisunnandi Mozam-
bique-búar voru búnir að fá
nóg af hrottaskap kúgara sinna.
Og hún vakti óteljandi spurn-
ingar. Eduardo Mondlane, hinn
myrti foringi FRELIMO sagði
eitt sinn:
„Um 1961 voru tvær niður-
stöður greinilegar. í fyrsta lagi
vildi Portúgal ekki viðurkenna
sjálfsákvörðunarrétt okkar af
neinu tagi og vildi ekki út-
víkka lýðræðið í neinni mynd
undir eigin stjórn (Portúgals).
Öll loforð portúgölsku stjórn-
arinnar höfðu verið svikin og
reyndust þýðingarlaust hjal. í
öðru lagi var það greinilegt
að öll pólitísk hreyfing, svo
sem verkföll, mótmæli og
bænaskrár, enduðu aðeins í
tortímingu þeirra sem þar
komu nærri. Þess vegna vor-
um við með aðeins tvö úrræði
í höndum: Annaðhvort að halda
áfram að lifa sama eymdarlíf-
inu undir heimsvaldasinnaðri
hrottastjórn eða að finna ein-
hverja leið, valdbeitandi, sem
væri nægilega áhrifamikil til
að skaða Portúgal án þess að
verða völd að okkar eigin falli.“
Og síðar sagði hann:
„Þótt við séum ákveðin í að
gera allt sem í mannlegu valdi
stendur til að ná sjálfstæði
okkar á friðsamlegan hátt, er-
um við þegar fullviss um að á
þessu stigi málsins er stríð
nauðsynlegt. Margir hafa orð-
ið til þess að ásaka okkur fyrir
að vera með óþarfa valdbeit-
ingu, en slíkar ásakanir falla
um sjálfarf sig, þegar litið er
aftur um 40 ár og sú staðreynd,
að allar löglegar tilraunir til
að koma stefnumálum okkar í
FRELIMO hefur komið
upp skólum víðs vegar
um landið, og þó að
kennslugögn og
aðferðir séu ekki sam-
kvæmt nýjustu tízku,
gerir allt sitt gagn.
framkvæmd, hafa misheppn-
azt.“
Frelsisbaráttan hafði byrjað
með nokkrum menntamönnum,
en smátt og smátt hófst bylt-
ingin neðan frá, bylting fjöld-
ans. Þetta var uppreisn millj-
ónanna, sem aldrei höfðu þekkt
neitt nema kúgun, misrétti,
hungur, minnimáttarkennd og
ótta. Þessi bylting var ekki til
að rífa niður, heldur til að
byggja upp. Tilgangurinn var
ekki að eyða heldur safna. Mi-
guel Ambrosio Cunumshuvi,
einn leiðtoga FRELIMO sagði
við hermenn sína er hann
skipulagði árásir:
„Okkur hefur aldrei dottið
í hug að myrða portúgalska
borgara. Við viljum ekki kúga
borgarana, því við vitum
hverja við erum að berjast við
og hvers vegna. Þess vegna
hefur okkur aldrei komið til
hugar að gera árásir á portú-
galska borgara. Ef við vildum
gera það gætum við það, því
borgararnir eru rétt hjá okkur
og við höfum tækifæri. Tak-
mark okkar og skotmark er
herinn, lögreglan og stjórnin.
Reglur okkar innifela það
ákvæði að við megum aldrei,
undir neinum kringumstæðum,
ráðast á óbreytta, portúgalska
borgara, heldur aðeins her-
menn og þá sem herinn styðja.
Einu hryðjuverkamennirnir í
Mozambique eru nýlendukúg-
ararnir.“
Framháld á bls. 41.
\
39. TBL. VIKAN 9