Vikan


Vikan - 30.09.1971, Blaðsíða 11

Vikan - 30.09.1971, Blaðsíða 11
- Catherine, ég elska aðra konu og hefi verið elskhugi hennar í mánuð. Ég hefi farið á bak við þig og logið að þér.. eintal en samtal. — Michael var verulega í vanda staddur. Hann, sem aetíð er svo vand- látur, hafði klippt kafla úr filmúnni, sem honum þóttu ekki nógu góðar myndir frá myndrænu sjónarmiði, svo þátturinn var eiginlega búinn að missa upprunalegt gildi sitt. Ég krafðist þess að sjá alla spóluna, eins og hún var upp- haflega og ég gat bjargað þvi við. Nú er allt í lagi. Þeir sam- þykktu þáttinn og fannst mikið til hans koma ... — ... Ég vil fara strax til Parísar aftur, sagði Catherine og rödd hennar var óþekkjan- legg köld. Eftir það talaði hún ekki til mín, nema þegar hún bað mig að rétta sér eitt og annað, og hún var jafn þögul til kvölds, en þá tókum við lestina til Parísar. Þessar þöglu stundir voru hræðilegar. Það var eins og við sætum föst, hvort í sínu einka- víti. Hún kvaldist af sorg vegna þess að hún vissi að ég var að svíkja hana og ég af sektartil- finningu. En það átti eftir að verða verra. Ef ég var nú svik- ari og lygari í hennar augum, þá átti hún ábyggilega eftir að líta á mig sem böðul, því að ég var ákveðinn í að ræna hana „lífi“ sínu, eða því sem henni fannst „líf“, hjónaband okkar. Ef ég hefði í raun og veru ver- ið ofsafenginn elskhugi, eins og hún hafði oft ásakað mig um, þá held ég að ég hefði get- að fundið miskunnsama leið til að útiloka mig úr hjarta henn- ar og gert henni aðskilnaðinn auðveldari. Það getur verið ákaflega einfalt að fremja morð, ég vissi að það var hægt að gera það hreinlega, en mitt eigið þrekleysi og þörfin til að halda leyfunum af mannlegum tilfinningum (samvizku?), leyfði ekki slíkt náðarhögg. Þessar þagnarstundir — Catherine var ákveðin í að halda sér við þrjózkulega þögn — hertu mig upp til að taka þá ákvörðun, sem ég hafði ekki haft kjark til fram að þessu. Ég beið því aðeins eftir tækifær- inu. Ég vissi að það yrði Cath- erine sjálf sem legði það upp í hendurnar á mér. Hún var fjarræn og kuldaleg allan daginn. Það var orðið framorðið þegar við fórum upp í lestina. Hún afsakaði sig og fór inn í reykingavagninn, þar ' sem hún settist og pantaði sér vín, líklega til að fá kjark til að brydda upp á vandamáli okkar. En hún lét sig ekki einu sinni meðan við sátum að kvöldverði, sem ég borðaði með henni í matvagninum. Hún brosti elskulega til þjónanna, þakkaði þeim hæverskleag alla þjónustu og sendi mér töfrandi bros, þegar hún hélt að þeir hefðu tekið eftir því að ekki var allt eins og það átti að vera á milli okkar. Nei, það var ekki fyrr en við vorum háttuð og ég kominn upp í efri koju, að hún treysti sér til að hefja um- ræður. Og ég er viss um að hugrekki hennar hefði brostið, ef við hefðum legið hlið við hlið. Fjarlægðin á milli okkar gerði raddirnar eitthvað svo ó- raunverulega, eins og hún væri í skriftastól, eða ég, annaðhvort okkar. Því að auðvitað var það ég, sem þurfti að skrifta og hún skriftafaðirinn. Að vísu gat ég ekki búist við aflausn, enda kærði ég mig ekki um það, og það sem meira var, ég hefði ekki tekið við aflausn, þótt mér hefði verið boðið upp á það. í næturkyrrðinni, sem ekkert truflaði nema skrölltið í lest- inni, heyrði ég rödd hennar, ósköp mjóa, en þó harðneskju- lega: — Svo þú þarft þá ekki að segja mér neitt? Ég hafði haft ræðu mína upp fyrir mér í huganum aftur og aftur allan daginn. Án þess að vita það, hafði hún séð mér fyrir næði til þess, stuðlað að því að herða mig upp, svo ég gat sagt hana fram, skelfingu lostin eins og ég var. Þetta sat fast í huga mínum, eins og frá- sögn, sem hafði verið tekin upp á segulband á einhverjum víg- vellinum og síðan spiluð til að vekja ennþá meiri sálarkvöl. — Catherine, ég elska aðra konu. Ég hefi verið elskhugi hennar í mánuð. Ég hefi farið á bak við þig og logið að þér. Ég hefi reyndar farið á bak við þig í mörg ár, en það hafa að- eins verið ómerkileg ævintýri. Ég veit líka að þér hefur verið þetta ljóst, að minnsta kosti oft- ast nær. En þessi kona er mér meira en rekkjunautur. Ég elska hana ... Ég fór með þér til Amsterdam, aðeins vegna þess að ég hélt að það yrði auð- veldara að segja þér þetta þar, grimmdarlegt eins og það virð- ist vera. Mér fannst það væri rétti staðurinn til að ljúka sam_ búð okkar, þar sem hún hafði byrjað... Ég hitti hana fyrst af hreinni tilviljim í Barbizon, eina helgina ... Ég var þar með annarri stúlku, stúlku, sem ég var orðinn leiður á, hafði eng- an áhuga fyrir henni eftir að við komum þangað. Svo við fórum þaðan, ég, með þeim eina ásetningi að koma beint til þín, því að ég elska þig ennþá Cath- erine, á minn hátt. Þú hefur alltaf verið yndi mitt og hug- svölun. En þegar ég sá þessa stúlku, hún er reyndar Amerí- kani, þá snerist eitthvað við í mér, þótt ég vissi það ekki þá. Ég var með allan hugann við að losna við helgarfélaga minn og hugsaði ekki um annað en að komast nógu fljótt heim til þín. En rétt strax rakst ég á hana aftur. Það var um kvöldið á hnefaleikunum. Hún var þar með kunningja mínum og við fórum öll út að þorða. Og ég eyddi ekki tímanum til einskis. Strax og ég hafði losað mig við stúlkuna, sem með mér var, flýtti ég mér heim til hennar. Þú manst líklega að ég kom ekki heim fyrr en klukkan þrjú um nóttina. Ég elskaði þig þá og ég elska þig ennþá, en ég varð ástfanginn af þessari am- erísku stúlku við fyrstu sýn. Ég tók hana með mér til Afríku. Þar gerðist ég fyrst elskhugi hennar, þúsund mílum í burtu frá þér og þú varst í þúsund mílna fjarlægð frá mér, — okk- ur. Svo, þegar þú tókst svo innilega á móti mér á flugvell- inum, varð ég ruglaður. En það var aðeins um stutta stund. Hún var stöðugt í huga mínum, í hverri einustu taug — í blóð- inu. Ég var algerlega töfrum sleginn... Svo ákvað ég að veita okkur öllum tækifæri til að anda, til að reyna að finna lausn, með því að fara með þér til Amster- dam. Ég vissi ekki þá að hún myndi koma á eftir mér, en það gerði hún. Þessvegna þaut ég upp frá borðinu í matsaln- um á hótelinu. Ég sá hana koma inn í forsalinn. Ég fór ekki til að ná í blöðin. Ég fór til henn- ar og sagði henni að flytja strax yfir á annað hótel. Ég fór aldrei til Parísar; ég fór til hennar. Við vorum allt annað en ham- ingjusöm; við, það er að segja ég, þorði ekki að fara út úr herberginu, af ótta við að rek- ast á þig. Og græna kápan þín truflaði mig. Og hugsunin um að vita þig bíða og bíða eftir upphringingu frá mér ... Nei, Catherine, ég get ekki leikið þennan leik lengur. Við heyr- um ekki hvort öðru til lengur, ég tilheyri henni. Og þegar ég sá að þú tókst eftir því að far- miðinn minn hafði ekki verið gataður, þá vissi ég að öllu var lokið. Ég er þreyttur á þessu lífi okkar, Catherine, og þú hlýtur líka að vera dauðupp- gefin.... Uppgefin á þessum látalátum. Uppgerð mín ... og þín líka ... er alltof augljós. Ég þrái þessa stúlku, Catherine. Ég þrái annað líf. Með henni. Hún heitir Candice... Ég veit ekki hvenær mér varð ljóst að þetta var henni ofraun, hún lagði á flótta. Það eina sem ég vissi var að Cath- erine þaut út úr kojunni og fram á gang. (Jafnvel baksvip- urinn lýsti takmarkalausri Framhald á bls. 34. Lifðu lifinu 39. TBL. VIKAN 11

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.