Vikan


Vikan - 30.09.1971, Side 16

Vikan - 30.09.1971, Side 16
ÚRN EIÐSSON SKRIFAR UM HEIMSFRÆGA ÍÞRÖTTAMENN SKAUTADROTTNII Litil stúlka með fyrstu skautana sína — en þeir urðu ekki þeir síðustu, sem Sonja eignaðist. Sonja Henie var ógleyman- legasta og fremsta skauta- drottning í rúman áratug. Um enga íþróttakonu hefur verið skrifað jafnmikið og Sonju. Hún hóf æfingar á Frogner Isstadion um leið og hún byrj- aði að stíga í fæturna. Sonja var vel vaxin og hún hafði taktinn í blóðinu og þráði bókstaflega að renna sér á skautum. „Papa“ Henie, fað- ir Sonju var frægur maður, þegar dóttirinn var á hátindi frægðar sinnar. Hann var efn- aður maður og varð fljótlega ljóst, að Sonja var gædd mikl- um hæfileikum. Hann fylgdist nákvæmlega með framförum hennar í íþróttinni og útveg- aði henni beztu þjálfara, sem völ var á. Árangurinn lét heldur ekki á sér standa og síðan hófst frægðarganga, þar sem hæst bar þrenn olympísk gullverð- laun óg tíu heimsmeistaratitl- ar. Eftir sigurinn á Olympíu- leikjunum í Garmisch Parten- kirchen 1936 sneri hún baki ið áhugamennskunni og hóf <*ik í kvikmyndum. Hún varð mjög efnuð og' sigurgangan hélt áfram, enda var Sonja sérstaklega alúðleg og elsku- leg í framkomu og umgengni. Sonja Henie fæddist 8. apríl árið 1912 í umhverfi, þar sem næstum hvert barn iðkaði ■ •inhverja íþrótt. Faðir henn- . < r, Vilhelm Henie var þekkt- ur kaupsýslumaður í Osló. Hann verzlaði með loðfeldi og hagnaðist vel. Á sínum yngri árum var hann þekktur hjól- reiðamaður og árið 1894 varð hann heimsmeistari í 100 km hjólreiðum á móti í Antwerp- en. Eins og fyrr segir kom hann fljótt auga á hæfileika dóttur sinnar og helgaði líf sitt árangri hennar og frægð. Fjölskyldan bjó í nágrenni Frogner Isstadion; þar var Sonia daglegur gestur og lék sér á skautum frá morgni til kvölds. Oft og einatt kom hún ekki heim til að borða á rétt- um tíma, en um kvöldið, þeg- ar stadion var lokað, birtist hún, ljómandi af gleði yfir framförunum, sem hún hafði sýnt þann daginn. Fljótlega gat hún skautað jafnt áfram sem afturábak og skjótt náði hún tökum á erfiðum stökk- um og æfingum. Papa Henie eins og hann var ávallt kall- aður, sá til þess, að Sonja fékk kennara og ákveðinn tíma til að æfa sig. Fátt íþróttafólk hefur æft sig eins skipulega og af jafn- miklum dugnaði frá barns- aldri og Sonja. Papa Henie vissi af eigin reynslu, að allt varð að gera í réttri röð. Eng- inn verður óbarinn biskup. Hann ákvað, að Sonja skyldi læra byrjunaratriðin vel, þannig að hún gæti fram- kvæmrt þau blindandi. Það gekk svo langt, að hann tók Sonju úr skólanum og sendi hana til hins snjalla þjálfara, Finse í Bergen, en hann var einn frægasti kennari Norð- manna i listhlaupi. Þar lét Papa Henie útbúa innanhúss- braut, svo að Sonja gæti æft án tillits til veðurs. Hún tók örum framförum og 9 til 10 ára gömul var hún komin í röð fremstu listhlaupara kvenna í Noregi. Vetrar-ol- ympíuleikarnir fóru fram í Chamoix í Frakklandi árið 1924. Sonja var send þangað sem keppandi aðeins 11 ára gömul. Það eitt að hún skyldi keppa þar svo ung vakti mikla athygli og einnig frammistaða hennar, þó að hún ræki lest- ina í keppninni. Ýmsir voru þó ósáttir við dómarana eins og gengur, en við því var ekkert að gera. Hún átti eftir að koma aftur. Næstu ár sigraði hún í norska meistaramótinu og miðaði æfingar sínar við næstu Olympiuleika, sem halda átti í St. Moritz árið 1928. Á milli Olympíuleik- anna, 1927, fór fram heims- meistarakeppni. Þar sigraði hún og þarmeð var hafinn ein- stakur íþróttaferill á heims- mælikvarða, sem lauk þegeu- hún hafði unnið þrenn gull- verðlaun á OL og hlotið tíu heimsmeistaratitla. Eftir sig- urinn á Olympíuleikunum í Garmisch Partenkirchen 1936, en þá lauk áhugamannaferli hennar, voru yfirburðir henn- ar slíkir, að með eindæmum má telja. Sonja Henie var ekki aðeins frábær í tækni listhlaupsins, hún var frum- kvöðull nýs stíls, stíls sem að mörgu Jeyti nálgaðist mjög dansinn. Styrkur hennar á hreyfingunum, jafnt þeim einföldu og hinum erifðu, var óskeikull og hún hafði gott úthald, sem var mikils virði í keppni. Öryggi hennar í skylduæfingunum var slíkt, að hún hafði skapað sér það mikið forskot fyrir frjálsu æf- ingarnar, að nægði til sigurs í hverri keppni. En hún var einnig bezt í frjálsu æfingun- um. Oft kom hún á óvart með nýjar æfingar, með tónlist, sem hún hafði sjálf valið. ■ Ekkert virtist gamalt hjá Sonju, hún birtist á miklum hraða inn á leikvanginn og siðan komu hinar erfiðu æf- ingar hver af annarri, þannig að áhorfendur voru furðu lostnir yfir því, hve margt var hægt að gera á skautum. Sonja olli einnig byltingu í klæðnaði listhlaupakeppn- innar, sem hafði sín áhrif. Hún gerði listhlaupið að einni vinsælustu innanhússgrein-

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.