Vikan


Vikan - 30.09.1971, Síða 17

Vikan - 30.09.1971, Síða 17
Hér segir frá Sonju Henie, sem var fremsta skautadrottning heimsins í rúman áratug. Hún var ekki aðeins frábær í tækni listhlaupsins, heldur var hún frumkvöðull nýs stíls, sem að mörgu leyti nálgaðist mjög dansinn. MGIN ÓSIGRANDl Ferill Sonju Henie er ævintýri likastur. Litla stulkan, sem byrjaði á því að leika sér á Frogner Stadio á einföldum skautaskóm varð smám saitidn skautadrÓHning heimsins alls og vinsaal filmstjarna. inni í heimL Hallirnar urðu alltaf of litlar, þegar Sonja var meðal keppenda. f Berlín, Miinchen, Prag, París og Lon- don var ávallt uppselt, þegar Sonja sýiidi. Konungar og furstar sendu henni heillaósk- ir og hún varð persýna, sem allir dáðu. Margir kölluðu Sonju Pavlovu íssins, viður- kenning, sem segir meira en mörg orð. Þó að Sonja fléttaði mörg dansspor í listhlaup sitt, var aldrei neinn vafi á því, að Um listhlaup á skautum var fyrst og fremst að ræða, það gerði t.d. hinn mikli hraði, sem einkenni stíl hennar. Hún notaði allt skautasvæð- ið jafnt, hún sveif um það í fullkomnu jafnvægi og áður en nokkur vissi af, hafði hún stöðvað sig á miðju svæðinu; jafnvel þeir sem lítt þekktu til listhlaupsins, voru furðu lostnir yfir afrekum þessarar frábæru íþróttakonu. Það, sem oft vakti mesta athygli, var, hve nákvæm hún var með þann tíma sem ætlaður var til hverrar æfingar, hún hætti ávallt nákvæmlega fjórum mínútum eftir að æfingin hófst, en það var sá tími sem ákveðinn var. Tæknilega stóð Sonja á hátindi frægðar sinn- ar árin 1934 og 1935. Þá var hinn nýji stíll hennar viður- kenndur af dómurum á al- þjóðaleikjum, en ýmsir dóm- nranna voru býsna íhaldssam- ir á það gamla. Hættulegustu keppinautar hennar, voru þær sem æfðu hennar stíl, t.d. Ce- celia Colledge, lávaxin ensk stúlka, sem tæknilega var mjög góð í listhlaupi, svo og Megan Taylor, einnig ensk. En allt kom fyrir ekki, Sopja var ósigrandi. Þeir sem bezt þekktu til listhlaupsins voru mjög undr- andi yfir því, hve lengi Sonja var á toppnum. f nokkur skipti kom það fyrir, að ýms- ir voru álitnir sigurvænlegir í keppninni við Sonju. Á keppnisdaginn var hún ró- semin uppmáluð, taugaóstyrk- ur hennar jók getima, þver- öfugt við marga aðra. Það sást bezt í heimsmeistarakeppn- inni í Vín árið 1935. Þá höfðu farið fram umræður í blöð- unum um getu hennar. Söngv- arinn Jan Kiepura sagði t.d. eftir að hafa séð Sonju á æf- ingum í St. Moritz, að hún hefði ekki hæfileika til að sigra austurrísku listhlaupa- komma Hedy Stenuf, lág- vaxna og vinsæla íþróttakonu. En þetta kom Sonju ekki úr jafnvægi. Hún vissi, að Hedy var ekki í hópi helztu keppi- nautanna. En þetta álit söngv- arans, sem var móðgandi, gat verið hættulegt fyrir Sonju og auk þess var brautin í Vín ekki góð. En Sonja vann þar sitt bezta afrek. Hún hafði rétta keppifisskapið og því harðari sem keppnin var, því ánægjulegri var hún, að áliti Sonju. Margt var Sonju í hag um- fram keppinautana. Hún þarfnaðist hvorki fram- kvæmdastjóra eða fararstjóra. Foreldrar hennar voru ávallt með henni á keppnisferðum. Faðir hennar lærði smám saman það mikið um listhlaup, að hann var af mörgum talinn einn fremsti sérfræðingur í íþróttinni. Móðir Sonju var bezta vinkona hennar, og auk þess vissi hún einnig heilmik- ið um listhlaup. Ferli Sonju Henie má skipta Framháld á bls. 34.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.