Vikan


Vikan - 30.09.1971, Qupperneq 19

Vikan - 30.09.1971, Qupperneq 19
Þessi mynd er úr kvikmynd Frank Zappa's ,..200 motels", en þar lék Ringo Zappa sjálfan. aður kúreki eða allavega eitt- hvað annað en Ringo Starr. — Telur þú aS þú hafir ver- ið svikinn og notaður nafns þíns vegna í hinum myndunum? — Ég var notaður, já. En ég lét nota mig, það er vandamál- ið. Þegar ég lék í „Candy“ ákvað ég einfaldlega að leika í kvikmynd vegna þess að það var það eina sem mig langaði til að gera á þeim tima. En ég — Enginn okkar spilaði almennilega á síðustu hljóm- leikaferðunum. X»að er ein af ástæðunum fyrir því að við hættum, gáfumst upp. bað um að fá að leika í „Magic Christian“; ég hef alltaf verið hrifinn af Terry Southern. Terry skrifaði bæði handritið að „Candy" og „Christian" og ég hélt að það yrði gaman að segja það sem hann hefði skrif- að, því ég dýrka hann bæði sem persónu og rithöfund. En þegar allt kom til alls hafði hann ekki heldur mikið að segja um gerð myndarinnar. — En þegar myndin var bú- in, varstu ánœgður? — Já, mér fannst „Christian“ góð mynd. — Gagnrýnendur voru þó á annarri skoðun. — Nei, það hötuðu allir myndina, en við því er ekkert að gera. Þetta er áhættan sem maður tekur í sambandi við kvikmyndir. Annað hvort líkar fólki þær eða ekki. Mér fannst það leiðinlegt; ég hefði viljað að þeir hefðu sagt að ég væri stórkostlegur, annar Olivier eða eitthvað svoleiðis, en þeir höfðu rétt fyrir sér þegar þeir sögðu að ég hefði ekki verið neitt sérstakur. — Þegar við tölum um kvik- myndaleik þinn, erum við þá að meina þig sem gamanleikara eða leikara sem tekur eitt og annað? — Við tölum um mig sem leikara, en ekki mann sem heit- ir nafni er væri gott fyrir myndina, eins og áður var gert. í þessari mynd finnst mér ég raunverulega vera að leika og mér finnst þetta sterk mynd. Hún er það allavega í mínum augum. Fyrir mig persónulega á þessi mynd eftir að verða mjög góð, vegna þess að þegar fólk hugsar um mig sem leik- ara, þá dettur því í hug „Candy“ og „Magic Christian“, en þessi á eftir að koma mörgum á óvart. — „Hard Day’s Night“ kom fólki satt að segja ...“ — „Hard Day’s Night“ var myndin sem gerði mig frægan Sennilega var það þá sem méi datt í hug að það gæti verið gaman að verða kvikmynda- stjarna, vegna þess að gagn- rýnendur og yfirleitt allir sögðu að í atriðinu með krakkanum .. he, he, það vissi hinsvegar eng- inn að í því atriði var ég svo timbragður að ég var að sálast. Ég hafði verið við drykkju alla nóttina. Upphaflega átti þetta að vera samtalsatriði, en ég var svo timbraður að ég gat ekki sagt orð. Dick Lester (leikstjór- inn) varð að nota mig ein- hvernveginn, svo hann lét mig ganga um og horfa á krakkana og allt það, og þannig varð at- riðið til. Svo allt í einu er sagt: „Ó, þú ert stórkostlegur leik- ari...“ — Það gœti verið þannig að þú hafir meðfœdda leikhæfi- — Klaus Voorman verður aldrei einn af Bítlunum. Ég er til í að stofna hljómsveit með honum, John og George, en það verður ekki The Beatles. leika og þurfir ekkert að látast. — Tja, það er nú það sem menn sögðu. Ég meina: ég get gengið og verið fyndinn á svip- inn. Það er ekki erfitt fyrir mig að fá fólk til að hlæja. Ég get grett mig á allan hátt og verið með ýmsar kúnstir. — Myndir þú segja að þú vœrir í kvikmyndum núna vegna þess að þú getur ekki tjáð þig nœgilega vel á annan hátt, til dœmis í tónlist? — Nei, ekki lengur. Ég var einfaldlega vitlaus í kvikmynd- ir, og allt í einu Var ég í þeirri stöðu að ég gat gert það sem mér datt í hug. Ef ég hefði haldið áfram að vera vélstjóri hefði ég aldrei fengið tækifær- ið, en allt í einu var ég orðinn frægur, einn af Bítlunum og fólk var æst í að láta mig gera allt sem mig langaði. Það var það bezta við allt saman, við gátum gert svo margt. Fólk hugsaði með sér að þar sem maður væri í frægri hljóm- sveit, hlyti maður að vera fær um allt, svo hvers vegna ekki að reyna það? — Þér hefur ekki fundizt þú neyddur til að fara í þessa átt vegna þess að þú hefur hugsað með þér, ja, ég á 30 ár eða svo eftir, svo ég verð að gera eitt- hvað? — Nei, það er ekki ástæðan. Músík er mér ennþá mikil- vægust, að spila á trommur. Mér finnst ekkert skemmtilegra heldur en að spila með góðum mönnum. Munurinn við kvik- myndirnar er sá, að þar hefur maður ekkert fólk í kringum Framhald á bls. 36. ÞjóðlagaMtíðin 1971 Næstkomandi miðvikudag, 6. október, verður Þjóðlaga- hátíðin 1971 haldin í Tónabæ, og koma þar fram allir helztu þjóðlaga- og vísnasöngvarar landsins. Þetta er í þriðja sinn sem Þjóðlaga- og vísnaklúbbur- inn VIKIVAKI stendur fyrir slíkri hátíð, en eins og kunn- ugt er hefur klúbburinn verið með þjóðlagakvöld og kynningar í Tónabæ undanfarin ár. Hafa samkomur þessar ætíð verið fjölsóttar og hefur margt skemmtilegt komið fram þar og margir vinsælustu þjóðlagasöngvarar landsins hafa byrjað á þjóðlagakvöldi í Tónabæ. Má þar m. a. nefna Hörð Torfason, Fiðrildi og fleiri. Á Þjóðlagahátíðinni 1971 á miðvikudaginn koma fram (að vísu hefur ekki endanlega verið gengið frá ráðning- um þegar þessar línur eru skrifaðar, svo eitthvað gæti hafa breytzt) RÍÓ-TRÍÓH), ÞRJÚ A PALLI, HANNES JÓN HANNESSON, HÖRÐUR TORFASON, LÍTH) EITT, KJUREGEJ ALEXANDRA JÓNSSON og jafnvel fleiri. Hátíðin hefst klukkan 20.00 og er ekki að efa að færri komast að en vilja, ef miða má við fyrri Þjóðlagahátíðir. 39. TBL. VIKAN 19

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.