Vikan - 30.09.1971, Side 37
var ég búinn að fá nóg og hélt
kannski að það yrði alveg eins,
vegna þess að hljómsveitin
hætti ekki mjög skemmtilega.
Enginn okkar spilaði almenni-
lega á síðustu hljómleikaferð-
unum. Það er ein ástæðan fyr-
ir því að við gáfumst upp. Ég
meina... ég gat alls ekki spil-
að á þessum hljómleikaferðum.
Á meðan ég hélt takti var allt
í lagi. Það var það eina sem
hægt var að gera. Mér fannst
okkur öllum fara aftur sem tón-
listarmönnum. Það var ekki
fyrr en við fórum inn í stúdíóin
og unnum eins og hestar í 6
mánuði við eina plötu, að við
komumst upp á lagið með að
spila aftur.
Hvers vegna heldur þú að
■ykkur hafi farið aftur sem
músíköntum? Það er jú vissu-
lega þannig farið með flesta,
að á meðan þeir eru stöðugt að
leika fyrir fóík, er minni hœtta
á stöðnun.
— Já, en þú verður að gera
þér grein fyrir því að það vár
töluverður munur á okkar
áheyrendahópum og þeim sem
hljóm'sveitir spila fyTÍr í dag.
Smæsti hópurinn sem við spil-
uðum fyrir eftir að æðið greip
um sig var 30.000 manns. Við
urðum að láta allan þennan
fjölda heyra í okkur og þú get-
ur svo sannarlega verið viss um
að þetta vár töluverður hávaði,
bæði í okkur og þeim. Það
hlustaði enginn almennilega en
ég vildi heldur ekki að fólk
væri að hlusta. Ég vil það ekki
einu sinni ennþá. Ég vil að
fólk skemmti sér. Þannig vor-
um við. En nú vill fólk hlusta
á Crosby, Stills, Nash & Young,
James Taylor og allt þetta fólk
sem spilar fallega á gítarana
sína og syngur. hugguleg lög.
Fólk vill hlusta og það kann að
meta þá. Ég vildi í rauninni
aldrei vera metinn af fjöldan-
um. Ef fólk skemmti sér, var
ég ánægður.
— Þú hefur semsé viljað að
Bítlamir vœru brandaraband í
stað þess að vera alvarlegir
músíkantar?
— Já, rétt .Samt sendum við
frá okkur mikið efni sem var
þungt og alvarlegt og það
breytti öllu sem á eftir kom.
— Hver er ástæðan fyrr því
að ekki hafa komið út fleiri
„bootleg-plötur meff Bítlunum?
(Bootleg er plata sem ólöglega
er tekin upp, annaðhvort í
gegnum útvarp, sjónvarp eða
þá á hljómleikum og yfirleitt
eru þær upptökur lélegar. Þessi
„iðnaður" tröllríður nú hljóm-
plötuiðnaðinum beggja vegna
Atlantshafsins, en lítið er hægt
við að gera. Ein slík plata hef-
ur komið út með Bítlunum, og
var hún tekin upp á hljómleik-
um í Shea Stadiurn í New
York).
— Vegna þess að við höfum
sett megnið af okkar efni sjálf-
ir á markaðinn.
— Það er sem sé ekki til mik-
iff af afni með Bítlunum, sem
ekki hafa komiö út?
— Nei. Það er jú platan sem
tekin var upp í Shea og nokkr-
ar „jam-sessionir“, örfá frá „Let
It Be“ og nokkur sem aldrei
voru sett á plötu, vegna þess að
okkur fannst þau ekki nógu
góð. Við erum jú tónlistarmenn
og skemmtikraftar, svo við
verðum að fá að ráða hvað
kemur út með okkur. Þannig
ætti það að vera. Vissulega er
til fólk sem myndi gleypa við
plötu sem búið væri að gubba
yfir, en við viljum láta plötur
okkar gefa rétta mynd af okkur.
— Hver er með það efni sem
ekki hefur komið út?
— Það er hér og þar. Apple
KAFFINÝJUNG FRÁ
O. JOHNSON & KAABER hf.
Okkar hlutverk er að sjá um
að kaffifólk eigi kost á úrvalskaffi,
möluðu og ómöluðu, i litlum pokum
og stórum.
Þess vegna sendum vér nú á markað
KAFFIBAUNIR i 250 gr. pokum.
Kílópokarnir verða auðvitað til áfram.
39. TBL. VIKAN 37