Vikan


Vikan - 30.09.1971, Síða 43

Vikan - 30.09.1971, Síða 43
ókeypis menntun þar í ákveðn- um fræðum, sem koma sér vel fyrir ungt þjóðfélag. Þá hefur FRELIMO einnig komið upp sjúkrahúsum og heilsugæzlustöðvum víðs vegar um umráðasvæði sitt, en af miklum vanefnum. Þegar fyrsta stöðin var sett upp var ekki til einn einasti afrískur lækn- ir í öllu Mozambique. Því hef- ur hreyfingin orðið að þjálfa alla lækna sína og hjúkrunar- konur sjálf og hefur hluti þeirrar kennslu farið fram í Mozambique-stofnuninni. En það er erfitt að frelsa Mozambique, sem og öll önn- ur lönd er hafa verið undir erlendum yfirráðum. FRELI- MO gerði sér ljóst strax í upp- hafi að frelsun og bylting varð að fara saman, og var í raun- inni sama þróunin. En það gengur þótt hægt fari og við geysileg vandræði hafi verið að etja eftir dauða Mondlanes. Hann talaði fyrir þau öll þeg- ar hann sagði: „Þetta stríð er hörmulegt; það rænir fólk heimilum sín- um, lífum, ástvinum, snýr hæfileikum og afli frá nytsam- legum verkefnum og er ótrú- legur skaði. Við höfum ekki valið það sjálf að nota stríð sem leið okkar til frelsis. Okk- ur var þröngvað inn í þetta stríð. En nú höfum við engra kosta völ, og því verðum við að notfæra okkur hina upp- byggjandi hlið á vopnaðri bar- áttu.“ ó.vald. ☆ ÞEGÁR TÍGRIS- DYRINU VAR STOLIÐ Framhald af bls. 13. þér stelið dálitlu," sagði hann. „Ég gerði einmitt ráð fyrir því. Launakrafa mín er há.“ „Hve há?“ „Tuttugu þúsund dollarar eða meira, eftir því, hvert verk- efnið er.“ , Harry Smith gekk eitt skref aftur á bak inn í skuggann. „Við viljum, að þér stelið tígrisdýri úr dýragarði.“ Nick hafði fyrir löngu lært að hafa stjórn á tilfinningum sínum. Hann kinkaði bara kolli og sagði: „Segið mér frá því.“ „Það er í borginni — dýra- garðurinn í Glen Park. Það er dýr, sem kallað er „hjúpaða“ tígrisdýrið. Það er talið vera sjaldgæft.“ „Hversu sjaldgæft?“ l Maðurinn yppti öxlum, og Nick fannst hann enn minna sig dálítið á górlluapa. „Prins nokkur í Miðausturlöndum, sem hefur einkadýragarð, er fús til að borga vel fyrir dýrið. „Þrjátíu fyrir dýr,“ sagði Nick honum. „Þá er hættan meiri.“ „Ég verð að spyrja hina.“ „Gerið þér það. Þér vitið, hvar hægt er að ná í mig.“ „Bíðið þér!“ Harry Smith greip í öxl Nicks. „Við viljum, að þér framkvæmið þetta eftir þrjá daga — á mánudagsmorg- uninn. Við ættum að taka ákvörðun í kvöld.“ „Ég mundi verða að líta á dýragarðinn fyrst.“ „Þér munduð hafa morgun- daginn og sunnudaginn til þess.“ „Þrjátíu þúsund?“ Maðurinn hikaði aðeins eitt augnablik enn. „Gott og vel. Fimm fyrir fram.“ Þeir tókust í hendur til stað- festingar, og Nick Velvet fór aftur heim til Gloríu til að pakka niður dótinu sínu. Ský voru að byrja að færast yfir kvöldhimininn, og yfir höfði hans voru stjörnurnar smám saman að hverfa. Þeir voru þrír, þessir náung- ar — Harry Smith, og hár og grannur Englendingur, sem hét Cormick, og fremur ung, Ijós- hærð stúlka, sem gekk undir nafninu Jeanie. Stúlkan virtist vera með Cormick, og augljóst var, að Englendingurinn hafði skipulagt verkið. Hann gaf Harry Smith skipanir í hinum tilbreytingarlausa tón, sem svo oft er notaður við þjóna. ,.Ég þarf að litast um á staðn- um,“ sagði Nick þeim aftur. Cormick yppti sínum mögru öxlum. „Litizt um, eins og yður langar til.“ „Hvers vegna verður það að vera mánudagsmorguninn?“ „Yður er ekki borgað fyrir að spyria spurninga, hr. Velvet.“ Þeir voru farnir úr hótelher- berginu, og sátu nú í litlu hjól- hvsi, sem var tengt aftan í nýj- an. svartan fólksbíl. Bíllinn og hiólhýsið tilheyrðu Cormick eins og stúlkan. „Segið mér eitthvað um tígr- isdýrið,“ sagði Nick og dreypti á heitu viskíglasi. Cormick hafði getað verið að kenna byrjendum dýrafræði. „Enda þótt hið veniulega tígr- isdýr sé allalgengt í dýragörð- um. eru til allmörg sjaldgæf sýnishorn, sem eru talin vera mikils virði. Hið stóra, mjög Treystu Volvo fyrir öryggi þínu og þeirra sem eiga þig að Með aukinni umferð og hraðari akstri, skiptir öryggis- búnaður bifreiðarinnar mestu máli, þegar valin er ný fjölskyldubifreið. ÚTSYNIÐ Slæmt útsýni býður hættunni heim. Volvo hefur inn- byggða hitaþræði í bakrúðunni til varnar ísingu og móðu. Volvo 145 hefur þar að auki rúðusprautu og „vinnukonu“ við bakrúðuna. HEMLAR Tvöfalt hemlakerfi. Fari annað kerfið úr lagi, er samt sem áður 80% hemlastyrksins virkur á þrem hjólum. Gífurlegt öryggi í neyðartilvikum. Þetta eru aðeins fáein dæmi um fjölbreyttan öryggis- búnað Volvo bifreiðanna. Sölumenn Veltis h/f gefa yður með ánægju allar nán- ari upplýsingar. ÞAÐ ER KOMIÐ 1 TÍZKU AÐ FÁ MIKIÐ FYRIR PENINGANA VELTIR HF Suöurlandsbraut 16 • Reykjavik • Sirtinefni: Volver • Simi 35200

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.