Vikan


Vikan - 30.09.1971, Page 45

Vikan - 30.09.1971, Page 45
... oq heyrðu elskan, mundu svo eftir að koma við hjá þorlákssonognorðmann í bankastræti og ná i veggfóður sem ég lét taka frá, já og meðan ég man, líttu á teppin hjá þeim um leið, Ijómandi lagleg svona lykkju- teppi, þú veizt... i. ÞORLúKsson & noRomnnn sími ii2so BM1KI15TRKTM1 5KÚLRGÖTU 30 „Hve lengi hafið þið þrjú „Það mundi vera auðveldara að nóttu til,“ sagði Nick. „Ekki þegar þessir varðmenn eru á staðnum. Þér að minnsta kosti gangið alveg að búrinu án þess að vekja athygli.“ Nick hallaði sér upp að veggnum, og kom auga á hina löngu fótleggi Jeanie, um leið og hann settist í stól. „Stundum er það ekki svo slæmt að vekja athygli. Segið þið mér nú frá fyrirætlunum yjckar um það, sem á að gerast, eftir að ég hef náð dýrinu.“ „Jeanie á að aka vörubíln- um,“ sagði Cormick. „Hún mun fara eftir fyrirskipunum yðar, þangað til að þið eruð komin burt frá dýragarðinum, og síð- an mun hún aka yður til stað- arins, þar sem við hittumst. Við munum borga yður afganginn af fénu þar og taka við vöru- bílnum. Það er okkar verk að koma dýrinu í flugvélina, sem fer til Kanada.“ „Er hægt að setja tígrisdýrið á þennan bíl?“ „Dýrið verður í stálkassa með nokkrum loftgötum. í hon- um er hægt að flytja dýrið.“ Nick Velvet kinkaði kolli, Ég þarf að ná mér í nokkra hluti. Verð kominn aftur fyrir myrkur.“ Hann fékk bíl Jeanie lánað- stofum fyrir útbúnaði og reynd- ist vera opið síðdegis á laugar- degi. Þar keypti hann ljóta kúlubyssu, sem úr var skotið svæfandi kúlum. Hún átti að vera til taks, ef svo skyldi fara, að dýrið tæki brottnáminu með ólund .. . Síðari hluta sunnudagsins fór Nick aftur til dýragarðsins með Jeanie, af því að hann vildi kynna sér einkennisbúninga gæzlumannanna. Og reyndar líka af því, að hann vildi kynn- ast Jeanie. „Hvernig kynntust þér Cormick?“ spurði hann, meðan þau voru á gangi ná- lægt skriðdýrahúsinu. „Hvernig gerist slíkt yfir- leitt? Ég var dansmær í litlu veitingahúsi skammt frá Broad- way. og átti mína drauma um að semia siálf ballettdansa ein- hvern tíma. Hann sagðist mundu hiálpa mér — leggia til peninga." „Gerði hann það?“ ..Þeear bessu verki er lokið. segir hann. Það er alltaf að loknu aðeins einu verki enn. En hann er ekki slæmur ná- ungi. Hann hefur stiórn á Harry.“ tíma, en hún fór frá honum. Hann var vanur að berja hana, og henni líkaði það ekki.“ „Hvernig frétti Cormick um mig?“ Hún sneri sér til hliðar og brosti að honum. „Þér eruð frægur meðal vissra manna, Nick Velvet. En aldrei hélt ég, að þér væruð svona laglegur.“ Nick var ekki laglegur, og hann vissi það. Hann hætti að horfa á fætur hennar og fór að gera sér áhyggjur. „Við skulum fara til baka,“ var uppástunga hans. Á leiðinni út staðnæmdist hann við pall blöðrusalans og keypti tvær blöðrur, bláa og rauða. Þá bláu gaf hann Jeanie, en hann sleppti þeirra rauðu og horfði á hana, þegar hún steig upp í andvaranum. Hann horfði heillengi á hana, og svo fóru þau burt. Það rigndi í birtingu á mánu- dag, og Nick bölvaði óheppni sinni. Hann var í þann veginn að stinga upp á frestun, en um áttaleytið var farið að birta til, og regnið var orðið að óveru- legum úða. Þeir komu saman á lokafund í hjólhýsinu, og Cormick tók í hönd hans. „Gangi yður vel, Nick. Af- gangurinn af peningunum mun bíða eftir yður.“ „Getið þér sagt mér, hvar þið verðið?" „Jeanie veit það. Við sjáum yður síðdegis í dag.“ Nick flýtti sér að fara í fötin, sem voru nákvæm eftirlíking af vinnufötum þeim, sem gæzlu- mennirnir voru í. Svo fór hann með Jeanie í vörubílnum, og hún lagði honum í verzlanamið- stöð í einu úthverfi borgarinn- ar. „Allt í lagi, foringi," sagði hún og settist við stýrið á vöru- bílnum. „Hvaða fyrirskipanir fæ ég?“ „Starfsmannahliðið verður opið. Við ökum þar inn, og síð- an fer ég frá yður. Þaðan getið þér séð búr tígrisdýrsins, og jafnskjótt og ég kem að því, byrjið þér að aka í áttina til þess, hægt. Þér verðið að snúa bílnum við og aka aftur á bak upp að girðingunni fyrir utan búrið. Það verður það vanÖa- samasta." „Hvað verða varðmennirnir að gera allan þennan tíma?“ Hann sagði henni það. „Þér eruð heilmikill karl, Nick Velvet. Mun það takast?“ „Ef það gerir það ekki, kem- ur „hjúpaða“ tígrisdýrið í fang- ið á mér.“ „Ættum við að kaupa eina blöðru í viðbót, svona rétt til öryggis?" Hann virti fyrir sér himininn andartak og horfði á úfin, hvít ský, sem liðu um loftið. „Nei, vindáttin er um það bil eins og í gær.“ Hann gáði í alla vasa sína og kvað upp þann úrskurð, að þau væru bæði tilbúin. Þegar Jeanie var að aka vörubílnum á hægri ferð gegn- um starfsmannahliðið, sneri dýragarðsvörður í einkennis- búningi sér að þeim forvitnis- lega og lagði af stað í áttina til þeirra. Nick fór út úr bílnum og flýtti sér áfram. „Eruð þér að vinna hérna?“ kallaði vörðurinn. „Er að hreinsa búr tígrisdýrs- ins.“ „Ha?“ Vörðurinn nálgaðist og virtist ekki átta sig á þessu. „Einhver hefur hent flösku þangað inn í nótt. Glerbrot." Nick vonaði, að hinir raunveru- legu gæzlumenn væru ekki þegar búnir að finna glerið og taka það burt. Hann hafði orðið að kasta flöskunni yfir girð- inguna úr fimmtán metra fjar- lægð, en kastarmur hans var enn góður. Hún hafði fallið nið- ur í rétta búrið og mölbrotnað í einu horninu á umráðasviði „hjúpaða“ tígrisdýrsins. Vörðurinn sneri sér til hlið- ar og starði á glerbrotin og hið an og ók til borgarinnar — til fyrirtækis, sem sá rannsóknar- verið saman?“ „Um það bil ár. Harry var í kunningsskap við stúlku um 39. TBL. VIKAN 45

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.