Vikan


Vikan - 09.12.1971, Page 5

Vikan - 09.12.1971, Page 5
mínu og segi blaðinu upp. Hver er það annars sem skrifar þenn- an óþverra? (Nafni haldið leyndu samkvæmt ósk). Vissulega þykir okkur leiðinlegt að valda fólki vonbrigðum og álíka leiðinlegt að missa trygga lesendur eins og þessa frú er skrifar bréfið hér að ofan. Hitt er svo annað mál, að við sáum ekkert athugavert við bréfið og svarið sem um er rætt og ítrek- um enn einu sinni þá skoðun okkar, að eitthvað hlýtur að vera að heimilunum og skólunum fyrst unglingar — og jafnvel fullorðnir — skrifa okkur til að fá leyst úr vandamálum sínum. Hvernig er það annars, kæra frú: Er það alveg öruggt að börnin þín komi ekki til með að eiga í svona erfiðleikum eða hefur þú þegar sagt þeim allt sem segja þarf? „Geirfugl11 Við erum því miður hætt að gangast fyrir „leynibréfaskrift- um", en ef þú vilt eignast pennavin á venjulegan hátt, skaltu láta okkur vita — og þetta tilkynnist einnig öðrum þeim er höfðu hug á svipuðum bréfa- skriftum. „Bjánaleg spurning" Ágæti Pósturl Ég ætla mér nú að láta verða að þv( að skrifa þér og auðvitað bara spurningar. í fyrsta lagi: Fer Bjöggi til Tokyo í söngvakeppnina? í öðru lagi: Geturðu grafið upp fyrir mig heimilisfangið hans Murray Head, sem söng Júdas í „Jesus Christ — Superstar"? Og svo í síðasta lagi langar mig að spyrja bjánalegrar spurning- ar: Hvers vegna er maður að læra mannkynssögu? Að lokum þakka ég allt gott í VIKUNNI. Með ástarkveðju og gangi þér allt vel, Póstur minn. Maddý. í fyrsta lagi: Nei. I öðru lagi: Nei. í þriðja lagi: Vegna þess að til að geta lifað eins og mann- eskja í nútíðinni verður maður að vita eitthvað um fortíðina og hafa áhuga á framtíðinni. Aftur um hann Nella... Kæri Póstur! Ég las hérna í Póstinum sem birtist í VIKUNNI 11. nóvember 1971, að það var verið að spyrja um hann Nella. Hann er í hljóm- sveitinni Áherzlu og þið ættuð að geta fengið upplýsingar um hann þar. Annars held ég að hann sé 15 ára. Með fyrirfram þökk fyrir birt- inguna, ef einhver verður. Lesandi. __________A_____________ V------------H Ráðgátan mikla um hann Nella er að leysast! Hann heitir fullu nafni Erlendur N. Hermannsson, á heima í Skálagerði 3, Reykja- vík, er 15 ára og er í Réttarholts- skólanum. Etiquette Kæra VIKA! Loks skrifa ég, en það hefur nú staðið til anzi lengi. Það er með mig eins og svo marga sem við vandamál eiga að stríða, að að lokum er leitað til þín. Jæja, ég er búin að vera að rífast við strák um hvort karlinn eða kop- an eigi að heilsa fyrst þegar mætzt er á götu. Hvort er rétt? Ég þakka svo stórgott efni sem þú ert vön að flytja. (Ein sem lætur aldrei viðgangast að strákar hafi betur) RAUÐSOKKA. Um þetta munu vera skiptar skoðanir, en samkvæmt manna- siðabókum er það konan sem á að heilsa á undan, þar sem henni er í sjálfsvald sett hvaða fýra hún kærir sig um að þekkja og eins á það að vera heiður fyrir karlmanninn að FÁ að heilsa konunni. En auðvitað er það karlmanninum líka í sjálfs- vald sett hverjum hann heilsar! Snyrtivörur og ilmvötn frá Elizabeth Arden. Gjafakassar fyrir dömur og herra. Aldrei fallegri en nú. Kaupið jólagjafirnar meðan úrvalið er nóg. .rV. uSld Vesturgötu 2 — simi 13155 ORÐSENDING Um þessar mundir er nýtt píputóbak boðið til sölu á íslen^kum markaði i fyrsta sinn. Tóbak petta er ólíkt peim gerðum tóbaks, sem nú fást bérlendis. Tóbaks- blandan er að mestu úr Burley og Marjland tegundum að viðbattum vindþurrkuðum Virginiu og Oriental laufum. Þessi njja blanda er sérlega mild í reykingu, en um leið ilmandi og bragðmikil. Tóbakið er skorið í cavendish skurði, löngum skurði, sem logar vel án pess að hitna of m'tkið. Þess vegna höfum við gefið pví nafnið EDGEWORTH CAVENDISH. Reyktóbakið er selt í polyethylene umbúðum, sem eru með sérstöku ytrabyrði til pess að tryggja pað, að bragð og rakastig tóbaksins sé nákvœmlega rétt. Við álítum Edgeworth Cavendish einstakt reyktóbak, en við vildum gjarnan að þér sannfcerðust einnig um pað af eigin reynslu. Fáið yður EDGEWORTH CAVENDISH 4 ncestu búð, eða sendið okkur nafnyðar og heimilisfang svo að við getum sent yður sjnishorn. Stðan þcetti okkur vcent um að fá frá yður línu um álit yðar á gceðum EDGEWORTH CAVENDISH. Heimilisfangið er: EDGEWORTH CAVENDISH Pósthólf: 5133, Reykjavík. HOUSE OF EDGEWORTH RICHMON D. VIRGINIA. U.S.A. Stærstu reyktóbaksútflytjendur Bandaríkjanna. 49. TBL. VIKAN 5

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.