Vikan - 09.12.1971, Blaðsíða 57
I
LOVE STORY
HILMIR HF.
Heillandi
ástarsaga
um
ungt
nútímafólk
Metsölubók
um
allan
heim
skulfu og hann var að því kom-
inn að gráta.
— Þannig er nú ástandið, en
við reynum að bjarga okkur
sem bezt, öll saman. Við skul-
um líka skemmta okkur. En
fyrst verðum við að ræsta hús-
ið. Hreingerningarkonan kem-
ur ekki og við getum ekki lát-
ið Heidi gera allt þetta eina.
Við verðum að hjálpa henni
eftir beztu getu. Eruð þið ekki
sammála?
—■ Jú, jú! hrópuðu báðar
telpurnar.
— Jæja, þá tökum við til,
sagði Kollok hressilega.
— Húrra! hrópuðu telpurnar
og þutu upp stigann. — Húrra,
við skulum hreinsa allt húsið!
Ó, það verður gaman!
Nicky gekk hægt upp stig-
ann á eftir þeim, skuggalegur
á svip.
— Mér þykir þetta leiðin-
legt, sagði Heidi í afsökunar-
róm, meðan börnin voru að
taka til á herbergjum sínum.
— É'g skil ekki hvað gengur
að drengnum.
— Það er engin ástæða til
að hafa áhyggjur af því, sagði
Kollok brosandi. — Hann er
aðeins lítill drengur.
— Auðvitað. Hún brosti líka.
— En ég hef aldrei séð hann
svona. Hann er venjulega hlýð-
inn og ljúfur.
— Er hann það?
— Já. Hann er glaðlynt barn
og alltaf þægur. Mér hefur þótt
mjög vænt um hann.
— Það er gott að heyra,
sagði Kollok. — En segðu mér
eitt, hefur það aldrei hvarflað
að þér að það sé eitthvað skrít-
ið við hann?
— Skrítið? Nei, sannarlega
ekki.
Kollok þagði, en það var eitt-
hvað við þögn hans, sem fékk
hana til að virða hann vand-
lega fyrir sér.
— Hvað áttu við? Hefði ég
átt að taka eftir einhverju?
Finnst þér hann eitthvað skrít-
inn?
— Já, sagði Kollok hljóð-
lega, —- mjög skrítinn.
Hann virti hana fyrir sér, áð-
ur en hann hélt áfram:
— Það er eitthvað við þenn-
an dreng, sem ekki kemur heim
og saman. Hann er ekki í jafn-
vægi, eða finnst þér það?
— Að sjálfsögðu er hann
kannske eitthvað miður sín
núna. Móðir hans er ekki heima
og hann er mjög háður henni.
— Ég átti ekki við það.
Þegar hún ætlaði að inna
hann eftir nánari skilgreiningu,
komu telpurnar hlaupandi. Þær
tilkynntu hreyknar að þær
væru búnar að ræsta herbergi
sín, og vildu nú fá að vita hvað
þær ættu að gera næst.
Þau fóru til markaðsins í
Camden Town, til að kaupa
inn til hádegisverðarins. Þang-
að höfðu börnin aldrei komið
áður. Þau voru himinlifandi og
horfðu með forvitni á fólkið.
Flest af því var aldrað fólk,
gamlar og þreytulegar konur,
Athugið
Ef þú ert að byggja eða þarft að bæta og
jafnvel ef þú vilt breyta, þá teljum við það
hagkvæmt að líta við hjá okkur, því að
sjón er sögu ríkari gagnvart vöruúrvali.
Gott verð.
UTAVER
psíSVra 22-24
SMAR: 30280-322G2
49. TBL. VIKAN 57