Vikan


Vikan - 09.12.1971, Qupperneq 11

Vikan - 09.12.1971, Qupperneq 11
0 FRAMHALDSSAGA EFTIR PAULE MASON 8. HLUTI Drengurinn skalf og nötraði. Heidi átti erfitt með andardráttinn. Hún gat ekki hugsað, einhver dofi hafði heltekið hana. - Hvernig gazt þú séð hann, ef búið var að grafa hann? Rödd hennar var hás. - Hann gróf hann upp, sagði drengurinn, blátt áfram. - Hver? Hver gróf hann upp? - Hann... vinur þinn. ætlaði að svara systur sinni, en Nicky varð fyrri til. — Mér finnst þetta bjána- legt, sagði hann ákveðinn. Hann var orðinn kafrjóður. — Pabba finnst það heimskulegt og mamma væri ábyggilega ekki hrifin af því. Heidi hrukkaði ennið og telpurnar depluðu augunum. Kollok brosti en andmælti ekki drengnum. Hann sneri sér að telpunum, rólegur, eins og ekk- ert hefði skeð. — Jæja, telpur mínar, nú Hún var full undrunar og henni fannst andrúmsloftið eitthvað svo óraunverulegt. Hvað hafði hlaupið í drenginn? Hún hafði verið samtíða hon- um í heilt ár og Nicky hafði alltaf verið þægur og háttvís drengur. Reyndar var hann eins og aðrir drengir, átti það til að vera óþægur, en hann bað alltaf fyrirgefningar, ef hann gerði eitthvað af sér. Heidi hafði oft undrazt hve auðvelt hann átti með að við- urkenna mistök sín. Ef móðir á að henni skyldi detta slíkt í hug nú. Það hlaut að vera þrjózkan, sem var svo augljós í svip þeirra beggja. Hún sá að Kollok brosti snöggt til drengsins, eins og þetta kæmi honum kunnuglega fyrir sjónir, rétt eins og hann sæi eitthvað af sjálfum sér. — En nú eru hvorki mamma þín eða pabbi heima, drengur minn, sagði hann rólega. — Þau fóru í burtu frá þér, er það ekki rétt? Nicky roðnaði. Hann leit — Leyfðu mér nú að skýra þetta fyrir þér, barnið mitt, sagði hann með rödd Simons Templar. — í fyrsta lagi verð- ið þið að skilja að það er erf- itt fyrir Heidi að passa ykkur öll og hugsa um ykkur, þegar hún er ein um það. Ég segi að hún sé ein um það, vegna þess að hreingerningarkonan kem- ur ekki aftur. Hún er vond kona . . . Heidi bað hana um lykilinn að húsinu, en hún fékk henni lykil sem ekki gekk að skránni hérna. Þá sjá- í skugga akarinnar þakkið þið fyrir matinn, þess- ari litlu sýningu er lokið. Telpurnar gerðu það og svo herptu þær saman varirnar og horfðu með vandlætingarsvip á bróður sinn. — Já, nú er komið að þér, Nicky, sagði Kollok, — þú verður líka að þakka Heidi fyr- ir matinn. — Nei, ég vil ekki gera það. — Hvers vegna ekki? Kollok talaði rólega en var samt ákveð- inn. — Ungir herramenn verða alltaf að muna eftir að þakka fyrir sig. — Það ert þú sem ættir að þakka okkur, svaraði Nicky í frekjutón. Brosið hvarf af fölum vörum Kolloks. Telpurnar supu hveljur af undrun. Heidi varð ergileg við drenginn, sem ennþá starði frekjulega á Kollok og hélt áfram: — Þetta er hús pabba míns, ekki þitt hús. Það er pabbi sem ræður hvað við ger- um, ekki þú. Hann sat teinréttur í stóln- um og horfði þrjózkulega frá einum til annars. Venetia og Amanda héldu niðri í sér andanum. Heidi trúði varla sínum eigin eyrum. hans danglaði í bakhlutann á honum, var hann fljótur til að hlaupa upp um hálsinn á henni og tauta: — Fyrirgefðu, mamma, ég ætlaði ekki að gera þetta . . . Ég skal reyna að vera góður drengur . . . Og hann fór ekki fyrr en hann var full- viss um að hún hefði fyrirgefið honum. Heidi hafði oft hugsað með sér að Nicky væri óvenjulega aðlaðandi og góður drengur. Systur hans voru ekki líkar honum. Ef þeim var refsað, áttu þær til að vera lengi í fýlu, þangað til þær áttuðu sig og báðust fyrirgefningar. Heidi þekkti engan, jafnvel ekki full- orðið fólk, sem var svo fljótt að taka við sér eins og Nicky, þegar hann sá að hann hafði gert eitthvað rangt, það var honum svo eðlilegt. Þess vegna hafði henni alltaf fundizt dreng- urinn vera í miklu jafnvægi. Og nú hagaði hann sér á svona undarlegan hátt . . . Hei- di fannst þetta varla geta pass- að. Heidi virti fyrir sér há- vaxna manninn og litla dreng- inn, sem virtust vera að vega og meta hvorn annan. Það minnti hana helzt á geithafra í Ölpunum og hún varð hissa niður, eins og hann gæti kom- izt hjá því að heyra til hans, ef hann sæi hann ekki. — Pabbi þinn getur ekki ráðið og skipað fyrir, ef hann er ekki heima, eða heldurðu það? Og mamma þín er ekki heldur hér. Þá verður einhver annar að gegna skyldum þeirra — skipa fyrir. Skilurðu það ekki? Þú veizt að börn eiga að vera þæg og hlýðin. Þau verða alltaf að hafa einhvern, sem getur tekið ákvarðanir fyrir þau og verndað þau, — þvi að ef maður hlýðir, nýtur maður líka verndar. Og börn þurfa vernd. Þú veizt það, er það ekki rétt, Nicholas? Nicky svaraði ekki. Hann starði ennþá niður í gólfið. Litla geitin berst hetjulega, hugsaði Heidi og fann til sam- úðar með barninu. — Vertu ekki hræddur, Nicky — ég skal passa þig. Þess vegna er ég hingað kom- inn, til að passa þig og systur þínar, já, og svo auðvitað Hei- di líka. Nicky skalf, rétt eins og orð Kolloks væru hótun í stað huggunar. Kollok leit áhyggjufullur á Heidi. ið þið, hún hefur ennþá lykil að húsinu. Við vitum ekkert hvað hún hugsar sér að gera við þennan lykil. Það getur verið að hún láni hann ein- hverjum öðrum — kannske glæpamanni — innbrotsþjófi . . . hver veit? Það er ekki öruggt að Heidi sé hér ein með ykkur, þegar mamma ykkar og pabbi eru ekki heima . . . Heidi ætlaði að malda í mó- inn; henni fannst hann hefði ekki átt að segja börnunum þetta. Hvers vegna var hann að hræða þau. En Kollok gaf henni bendingu um að þegja, taka ekki fram í fyrir honum. — Ég veit að Heidi vill ekki að ég segi ykkur þetta, að þið verðið kannske hrædd. En mér finnst að þið eigið að vita sann- leikann. Heidi hefur heyrt undarleg hljóð í garðinum á nóttunni. Og það er mjög dimmt í garðinum, finnst ykk- ur það ekki? Heidi hefur ver- ið mjög hrædd, þess vegna er ég kominn hingað. Til að hjálpa henni að passa ykkur. Og nú þurfið þið ekki að vera hrædd, þið vitið að „Dýrlingurinn“ lætur aldrei í minni pokann, hann sigrar alltaf óvini sína. Framhald á bls. 56. 49. TBL. VIKAN 11
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.