Vikan


Vikan - 09.12.1971, Blaðsíða 13

Vikan - 09.12.1971, Blaðsíða 13
THELMA Hún fæddist á stað, sem var í áttatíu mílna fjarlægð frá London. Það átti ekki fyrir henni að liggja að fara nokk- urn tíma til London nema í draumum sínum og ímyndun- um, þegar hún lá vakandi uppi á háaloftsherberginu sínu í hótelinu og hlustaði á hljóma vindsins í skógargreinunum. Þegar hún byrjaði að vinna í Blenheim Arms, var hún feit- lagin, lágvaxin fjórtán ára gömul stúlka með sérlega ljós- ar og miúkar hendur oe mik= ið, óstýrilátt hár, sem var ná- kvæmlega eins á litinn og beykilauf á hausíi. Augun voru ljös og daufgerð. Eini liturinn á augnahárunum var gullin slikja sums staðar, og það varð til þess að þau líktust úfnum málningarpenslum, sem ekki voru fullþurrir. Fyrst byrjaði hún sem her- bergisþerna, bjó á staðnum og hóf vinnu klukkan fimm á morgnana og fór seinna með látúnskönnur með heitu rak- vatni upp á herbergi herranna, sem gist höfðu um . nóttina. Þessir herramenn — allir gest- ir voru nefndir herramenn á þeim dögum — voru aðallega sölumenn, sem ferðuðust reglu- lega frá London til Vestur- landsins eða til baka aftur, og eftir nokkurn tíma kynntist hún þeim vel. Innan skamms var hún einnig orðin velkunn- ug útsýninu úr svefnherbergj- unum á efri hæðinni: í suðri var þorpið og sá niður eftir langri breiðri götu með rauð- brún hús á báða vegu, en á þeim dögum voru þar enn hest- ar -bundnir við hestasteina, og síðan til skógarins í vestri, norðri og austri, sem skýldi húsunúm eins og risastór skeifa úr greinum og laufum. Hún bjóst við, að milljón beykitré væru í þessum skógi. Annars vissi hún það ekki. Hún vissi aðeins af tali fólks, að hægt va,r eð ganga hpilan dag í skóginum, án þess að komast út úr honum hinum megin. í fyrstu var hún of feimin og of þögul við verk sitt í svefnherbergjunum. Hún barði of laust á hurðir þeirra, sem vildu vakna snemma. Þeir, sem sváfu fast, vöknuðu ekki við létt högg smárra, mjúkra hánda hennar, og heita vatnið kólnaði í könnunum á stiga- pöllunum á meðan aðrir reykj- andi og órakaðir menn biðu eftir því að vera minntir á klukkuna. Þessi fyrstu mistök voru næstum þau einu, sem hún gerði nokkru sinni. Hót- elið var mjög gamalt, með nokkrum bröttum bakstigum og mjóum rangölum og enn fleiri stigum, og á hverjum morgni þurfti hún að fara með tuttugu vatnskönnur upp á háaloftsherbergin. Brátt lærði hún, að óþarfi var að fara með fleiri en notaðar voru. Eftir tvo morgna hafði hún lært að lemja fast með hnefanum á svefnherbergisdyrnar, og inn- an viku var hún farin að berja, ganga inn og láta könnuna með heita vatninu á þvottaborðið, breiða yfir hana handklæði og segja með sinni mjúku, þrótt- miklu, ungu rödd: „Klukkan er hálfsjö, herra. Það er rétt klukkustund þangað til lestin yðar fer.“ Á þennan hátt vandist hún karlmönnum. Það var starf hennar að ganga inn í svefn- herbergi, þar sem hún kom mönnum oft að óvörum í und- arlegum kringumstæðum, hálf- klæddum, órökuðum, svefn- drukknum og timbruðum. Það þýddi ekkert að fara að vera feimin í sambandi við þetta. Ekki heldur að hafa áhyggjur af því. Sjálf var hún aldrei illa upplögð á morgnana, og eftir nokkurn tima fann hún, að hún hafði enga þolin- mæði gagnvart mönnum, sem þurfti að vekja í annað sinn og kvörtuðu þá yfir því, að rak- vatnið þeirra væri orðið kalt. Hún var þegar farin að tala við þá eins og hún væri eldri persóna, nokkuð ákveðin, en ekki óvingjarnleg, dálítið mædd, en alltaf skilningsrík: „Auðvitaö er vatnið kalt, herra. Þú ættir að fara á fætur, þeg- ar þú ert vakinn. Bg vakti þig tvisvar. Býstu við, að fólk fari að vekja þig fimmtíu sinnum?" Hún hafði þýða og rólega rödd. Hún lauk hverri setningu á syngjandi hátt, blíðlega og spyrjandi. Það var kannske vegna þess, sem menn fyrtust aldrei af því, sem hún sagði við þá, jafnvel á meðan hún var enn ung stúlka og fundu aldrei að athugasemdum, sem hefðu talizt ósvífnar og frekju- legar hjá öðrum stúlkum. „Eg veit það, Thelma," voru þeir vanir að segja. „Svona er ég nú gerður, Thelma. Get al- drei nuddað stírurnar úr aug- unum. Ég verð kominn niður eftir andartak — eggin eiga að sjóða í fjóra og hálfa mínútu, Thelma. Ég vil hafa þau harð- soðin.“ Brátt fór hún að muna ekki aðeins nöfn ferðamannanna, heldur einnig nákvæmlega hve- nær átti að vekja þá, hvaða lest þeir þurftu að taka og hvernig þeir vildu hafa eggin. Hún vissi, hverjir vildu fá tvær könnur af rakvatni og baðmullarhnoðra, vegna þess að þeir skáru sig alltaf. Hún var tilbúin að segja við þá, sem pírðu blóðhlaupin augun fram- an í morguninn: „Ja, það er til lítils að segja þér það, herra. Þú veizt, hvern- ig þetta fer með þig. Þú drekk- ur meira en þú þolir og svo ertu hissa, þó að þér líði bölvan- lega daginn eftir.“ „Ég veit það, Thelma, ég veit það. Hvað drakk ég?“ „Eplavín langst af, og svo drakkstu þrjá skammta af rommi og portvíni með herra Henderson.“ „Romm og portvín — ó, drottinn minn, Thelma.“ „Það er sem ég segi, þú lær- ir aldrei neitt. Maður getur sagt þér þetta fjörutíu sinnum, ekki satt, en þú lærir aldrei.“ Einn sunnudag, þegar hún var laus klukkan þrjú, gekk hún inn í skóginn. Henni þótti mjög vænt um skóginn. Enn trúði hún því, sem sagt var, að hægt væri að ganga heilan dag gegnum skóginn án þess að komast út úr honum, en hún hugsaði ekki um það. Hún var hæstánægð með að ganga tölu- verðan spöl inn í hann og væri veðrið gott og hlýtt að setjast þá niður og horfa á sívala, gráa beykistofnana, sem sólskinið glitraði í gegnum laufþykknið: Þeir minntu hana mjög á risa- stóra, járnlita fætur fílahóps, sem hún sá einu sinni í sirkus og sjálf trén voru einmitt um- leikin sama heiða, vinalega blænum. Þegar hún var átján ára, kom farandsali að nafni George Fur- ness, sem verzlaði með tízkti- vörur og ódýrar járnvörur og dvaldist eina helgi á hótelinu. Ekki mundi hún alveg, hvern- ig það atvikaðist, en brátt voru þau Furness farin að tala. um Framháld á bls. 45. 49. TBL. VIKAN 13
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.