Vikan - 09.12.1971, Side 40
VALD ÁSTARINNAR er eftir BODIL FORS-
BERG höfund bókanna „Ást og ótti“ og
„Hróp hjartans“. - Hrífandi og spennandi
bók um óstir og örlagabaróttu. - Kjörbók
kvenna.
FRANCIS CLIFFORD
FRANCIS CLIFFORD skrifaði bókina „Njósn-
ari á yztu nöf“. Sú bók varð metsölubók
hér ó fslandi. Nýja bókin hans heitir
NJÓSNARI f NEYÐ. - Baróttan er hóð upp
ó líf og dauða. - Ósvikin karlmannabók.
HÖRPUÚTCÁFAN
ISÖÖJ EVARI
( % | gttk % M EClír HOfund
Imh 1 JfL.vrgfg/wJff M m metsölubóharlnnar
|\J M NJÚSNARI
8 ll 8 A YXTU NÖF
Og svo, þegar ég legg saman
alla þá reynslu sem ég hef öðl-
azt á því sem þú taldir upp,
ferðalögum um allan heim og
einu og öðru í viðbót, þá verð
ég að viðurkenna, að hvergi
hef ég séð meiri hörmungar en
í Biafra. Það hefur verið mik-
ið talað um gang mála þar, við
höfum verið ásakaðir um að
hafa smyglað vopnum og pen-
ingum og við höfum jafnvel
verið ásakaðir fyrir að hafa
gert allt sem í okkar valdi stóð
til að framlengja stríðið. Vit-
leysa! Heimskulegt hjal! Ef á
að þvinga mig til að taka þátt
í einhverjum pólitískum djöfla-
dansi áður en fólki er hjálpað,
þá hætti ég samstundis og segi
bless. Ég minnist þess að hafa
staðið í Biafra með eitthvað í
fanginu sem líktist meira
gúmmiklessu en deyjandi barni
og ég grét eins og brjálæðing-
ur. Ég get aldrei fallizt á að
norskt barn sé meira virði en
lítið, deyiandi blökkubarn i
Biafra eða Indlandi. Slíkt lykt-
ar af víti.
— Mig langar a® koma aft-
ur að atriði sem þú nefndir um
sögusagnir varðandi Biafra-
styrjöldina. Ég hef áreiðanleg-
ar, mjög áreiðanlegar, heimild-
ir fyrir því, að í hverri viku
hafi verið flogið inn í Biafra
með 20.000 dollara handa Oju-
kwu til vopnakaupa. Er það
satt?
— Nei, það er algjörlega
ósatt, vinur minn. Engin hjálp-
arflugvél tók minnsta þátt í
vopÆaflutningum, en við vitum
aftur á móti, að á hverri nóttu
flugu þeir sjálfir með vopn inn
í landið, annaðhvort frá Gabon
eða Sao Tomé. En það er stað-
reynd, sem ekki verður við
hróflað, að Biafra-stríðið er
blettur á samvizku heimsins og
verður það um ókomna tíma.
Ég viðurkenni, að við gerðum
mistök í starfi okkar i Biafra,
en ég er þess reiðubúinn, hverja
sekúndu ævi minnar, að gera
slíkt hið sama á nýjan leik. Þá
vona ég einungis að við vinn-
um leikinn og ég vona að við
fáum tækifæri til þess. Auðvit-
að er sú ósk sterkari í mér, að
við fáum aldrei tækifæri til að
sýna hvað við getum eða get-
um ekki, en ef slíkt ástand
kæmi upp, þá viljum við vinna.
En snúum okkur þá aftur að
spurningunni: Við byrjuðum ár-
ið 1961 að aðstoða íbúa Aust-
ur Nígeríu við landbúnaðar-
störf og þurftum þar af leið-
andi oft að færa peninga á
milli banka og landa; fyrir
starfsfólk okkar, tæki og fleira
og fleira — þér er velkomið að
koma til Oslo og fara í gegnum
bókhald okkar — en í nóvem-
ber 1967, þegar stríðið var að
blossa upp fyrir alvöru, hætt-
um við algjörlega að senda pen-
inga til landsins og síðan hefur
ekki farið ein einasta króna frá
kirkjulegum hjálparstofnunum
þangað. Þetta er sannleikurinn,
vinur minn.
Ég veit að það líður ekki á
löngu þar til um allan heim
selst bók um „hneykslið í Bi-
afra“. Það er til fólk sem lang-
ar til að græða peninga á þessu
og ég heyrði nýlega um einn
sem er að ljúka við bók með
svona kjaftasögum. Ég vona,
hans vegna, að sú bók komi al-
drei út.
— Þið hafið ekki hugsað ykk-
ur að reyna að stöðva útkomu
bókarinnar eða bókanna með
réttarúrskurði?
— Nei, við leggjum okkur
ekki niður við slíkt. Við skipt-
um okkur ekki af því sem fólk
segir um okkur nema um sé
að ræða grófar árásir sem
verða til þess að við missum
velvild og gott orð í viðkom-
andi landi, en sem betur fer
er það sjaldgæfara.
—o—
— Við vitum öll að mat-
vælasendingar til sveltandi
fólks eru ekki raunhæf lausn
til langs tíma, en hvað er þá
raunhæf lausn?
— Það eru til mörg svör við
þessari spurningu, en það sem
er mikilvægast er það, að það
er til nægur matur í heiminum.
Nægur matur handa öllum. En
það er fólkið sjálft sem lætur
á sér standa. Þú og ég. Brasi-
lía ein gæti fætt alla íbúa jarð-
ar með réttum aðferðum,
„grænu byltingunni" og þess
háttar, og fiskafurðir Norð-
manna dygðu handa öllum
sveltandi mönnum í heiminum,
væru þær notaðar til þess ein-
göngu.
Ég hef ekki svar við spurn-
ingu þinni. Sumir telja póli-
tíska byltingu einu lausnina,
en hvers konar pólitík á það
að vera? Veizt þú það? Ekki
veit ég það. Ég get ekki ímynd-
að mér að eitthvert þeirra
stjórnkerfa sem við þekkjum í
dag dygði, því öll byggjast á
valdaspursmáli. Sá sem hefur
völdin hefur rétt fyrir sér, það
er allt og sumt. Um leið og
fólk hefur völd spyr það ekki
um nágrannann. Ég trúi ekki
á pólitík, mér þykir það leitt,
en þannig er það. Það sem ég
trúi á og er reiðubúinn til að
deyja fyrir hvenær sem er, er
40 VIKAN 49. TBL.