Vikan


Vikan - 09.12.1971, Blaðsíða 4

Vikan - 09.12.1971, Blaðsíða 4
Maxikjólar Síðdegiskjólar Síð pils Sfutt pils Tækifæriskjólar Buxnasett Verðlistinn Kápudeild Hlemmtorgi Sími 83755 Frúarkápur Táningakápur Telpnakápur Buxnadragtir Úlpur Síðbuxur Peysur Kjóladeild v/Laugalæk Sími 33755 GÚÐAR JOLAGJAFIR ELAN-skíði, Kastle-skíði TYROLIA örbindingar Skiðasett í jólapakkann Listskautar Ódýrir barnaskautar Snjóþotur Skíðaskór Nestis- töskur Vind- sængur Verzlið þar sem úrvalið er. Verzlið þar sem hagkvæmast er. Laugavegi 13 — Póstsendum — Kjörgarði — Simi 13508 P0STORINN Situr heima og grætur Kæri Póstur! Mig langar til að biðja þig um hjálp. Þannig er, að ég er 16 ára og einmana sveitastúlka. Ég er feimin og haldin minnimátt- arkennd og hef aldrei verið með strák. Ég hef aldrei farið á op- inn dansleik, nema hérna í sveit- inni. Aðra krakka umgengst ég lítið, því ég á aðeins eina vin- konu, og hún er að heiman í vetur, á skóla. Þegar hún er heima getur hún farið hvert sem henni sýnist, en það get ég ekki; þar tekur stjúpfaðir minn fram fyrir hend- ur mínar. Það verður allt að dansa eftir hans höfði ef á að haldast friður á heimilinu. Svo sit ég bara heima og græt þeg- ar aðrir krakkar skemmta sér. Ég er hvorki falleg né Ijót, bara svona í meðallagi, en mér finnst eins og allir strákar forðist mig þegar ég fer á þessi fáu böll. Svo er ég alveg að gefast upp á lífinu og tilveruna. Það eina sem heldur í mér lífinu, er að ég er hrifin af strák hér í sveit- inni. Ég þekki hann lítið og hef aldrei talað við hann, en ég veit hvað hann heitir og að hann er fallegur. Hann fer sjaldan á böll, en þegar hann gerir það, er hann fullur. Ég veit ekki til þess að hann hafi verið með stelpu. Ég held að hann sé dá- lítið feiminn eins og fleiri en ég sé hann ekki nema svo vilji til að við séum á sama ballinu. Góði Póstur, hvernig á ég að fara að þessu öllu saman, sér- staklega þó að kynnast strákn- um? Ef þér finnst þetta ekki svaravert, þá skaltu bara henda því í ruslakörfuna, en láttu mig samt vita svo ég bíði ekki og voni. Einmana sveitastúlka. ÞaS er slæmt til þess aS vita að 16 ára gömul stúlka skuli þjást af lífsleiSa og ennþá verra aS vita til þess aS henni sé haldiS inni, frá sínum jafnöldrum. Hitt er annaS mál, aS þetta er ekki óalgengt, aS unglingar á gelgju- skeiSinu séu leiSir á lífinu og þessi margumtaiaSi námsleiði er hluti þess. VarSandi strákinn getum viS lít- iS ráSlagt þér, en þú ættir aS reyna aS nálgast hann eitthvaS á næsta balli, spjalla viS hann og jafnvel aS sýna þá hugdirfsku aS bjóSa honum í dans. Taktu hann þó ekki alvarlega, því fulla menn er ekki mikiS aS marka. VerSi hann hins vegar ekki fullur í þaS skiptiS, þá skaltu beita öllum þínum töfr- um (sem eru töluverSir eftir bréfinu aS dæma), en gæta þess jafnframt aS fara mjög varlega, þannig aS hann fái ekki á til- finninguna aS þú ætlir aS kló- festa hann. Láttu hann heldur fá á tilfinninguna aS hann verði að klófesta þig því þú sért þess virði. Og gangi það, skaltu láta hann eltast dálítið við þig. Varðandi samkomulagið á milli þín og stjúpföður þíns, er eigin- lega ekki hægt að ráðleggja annað, en að þú talir um þetta við móður þína og að þið farið svo saman í stjúpföður þinn og reynið að fá hann til að slaka eitthvað á. Þá gætir þú til dæm- is bent honum á að þú ert orð- in 16 ára gömul, og samkvæmt lögum verður maður sjálfráða þá. Svar til Bínu 1. Þetta er allt ( lagi. 2. Já, svo sannarlega. „Viðurstyggilegt klám“ Til Póstsins, Vikunni: Um leið og ég segi blaðinu upp, ætla ég að lýsa vanþóknun minni á því viðurstyggilega klámi sem þið eruð að birta í Póstinum, sérstaklega með tilliti til bréfs sem þið svöruðuð í blaðinu sem kom út 28. október sl. Gerið þið ykkur alls enga grein fyrir því, að VIKAN er heimilis- blað og liggur meðal fjöl- skyldna og víðar, þar sem óþroskuð börn og unglingar á gelgjuskeiði reka augun ( þenn- an óþverra, sem auk þess er al- gerlega út í bláinn? Svona skrif geta auðveldlega haft mjög al- varleg áhrif á sálarlíf barna og unglinga og hef ég því misst allt það álit sem ég hafði á VIKUNNI, sem fræðandi og skemmtilegu heimilisblaði. Ég vona að fleiri fylgi fordæmi 4 VIKAN 49. TBL.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.