Vikan


Vikan - 09.12.1971, Blaðsíða 35

Vikan - 09.12.1971, Blaðsíða 35
Innkaupaferð Hafnarfjarðar! Góð hugmynd. Verzlunin HAFNARBORG við Strandgötu, við hliðina á HAFNARFJARÐAR APÓTEKI, býður yður úrvat úr ótrúlega mörg- um vöruflokkum. i snyrtivörudeildinni létta snyrtisérfræðingar yður valið á snyrtivörum og ilmvötnum. Leikfangadeildin stendur yngstu viðskiptavinunum opin, vel byrg af varningi á viðráðanlegu verði. I búðinni fást gjafir handa mömmu og pabba og öllum hinum, búsáhöld og baðvörur, glervörur og skrautvörur, hand- töskur og handklæði, dýrindis dúkar og ótal- margt fleira. Úti eru næg bílastæði bak við verzlunina. Inni gefst gott næði til að meta verð og vörugæði og til að velja. ^ v. svss | Himggl HAFNARBORG Heimsækið okkur í Hafnarborg, það borgar sig. STRANDGOTU 34. HAFNARFIROI NUNNAN EIGNAÐIST BARN Framhald. af bls. 19. endurskoðað þessar kröfur og viðurkennir rétt til að losa þau undan heiti sínu, sem þess óska af heilum hug, heiti um hlýðni, hreinlífi og fátækt. HNEYKSLH) MIKLA. Séra Ansgar hafði orð fyrir að vera mjög aðlaðandi maður og það gerði honum oft erfitt fyrir að halda einlífisheitið. Fyrir fimm árum var nafn hans á lista yfir þá sem komu til greina við biskupskjör og gerði það sitt til að hneykslið, vegna sambands hans við systur Jó- hönnu, varð ennþá meira. Það hefur frá ómunatíð kom- ið fyrir að kaþólskir prestar hafa orðið ástfangnir af nunn- um, og nunnur ástfangnar af prestum og munkum, og oft hafa fundizt beinagrindur af smábörnum vandlega falin inn- an klausturmúra. En nú orðið geta nunnur og prestar fengið lausn frá skír- lífisheitinu, farið út í veröldina og fylgt rödd hjarta síns og hinum nýju viðhorfum í sam- búð við elskaða, mannlega veru. Heimur séra Ansgars og systur Jóhönnu er nú orðinn stærri og flóknari. En nú hafa þau valið veraldlegan ys og þys, ut- an klausturmúranna. Að sjálf- sögðu eiga þau eftir að horfast í augu við ýmsa erfiðleika, en þau hafa sjálf valið þann veg- inn. ☆ „EINS OG JÖLATRÉ EÐA SJÖSKRINISLI" Framhald af bls. 28. Og sjötta grein: „Við hátíð- leg tækifæri ber stórmeistar- inn, auk stórkrossstjörnunnar, merkið í gullnri keðju um háls- inn. Keðjan liðast í blásteinda skildi með silfrum fálka og skjaldarmerki lýðveldisins í litum þess, til skiptis. — Keðj- an ásamt stórkrossstjörnunni er jafnframt æðsta stig orð- unnar, og ber stórmeistari það einn íslenzkra manna. Stór- meistari getur sæmt þjóðhöfð- ingja annarra ríkja þessu stigi orðunnar. 7. gr. — Sameiginlegt merki orðunnar er gullrenndur, inn- skorinn, hvítsteindur kross og álmuhornin stýfð af innávið. Framan á krossinum miðjum er gullrenndur, blásteindur skjöldur og á honum silfur- fálki, er lyftir vængjum til flugs. Aftan á krossinum miðj- um er blásteind, sporöskjulög- uð, gullrennd rönd, og á hana letrað með gullnum stöfum: Seytjándi júní 1944. — Kross- ar stórkrossriddara og stór- riddara eru jafnstórir. Riddara- krossar minni. — Band orð- unnar er heiðblátt, en jaðrar hvítir með hárauðri rönd; band stórkrossriddara er breiðast, en riddara mjóst. — Stórkross- riddarar bera krossinn á hægri mjöðm í bandinu um vinstri öxl. Stórriddarar bera hann í bandinu um hálsinn, en ridd- arar á brjóstinu hægra megin. — Stórkrossriddarar bera enn- fremur á brjóstinu, vinstra megin átthyrnda silfurstjörnu með krossmerki á. — Embætt- ismenn kirkjunnar og vígðir kennarar í guðfræðideild há- skólans, sem eru stórkrossridd- arar, bera krossinn, þegar þeir eru í embættisbúningi kirkj- unnar, í bandi um hálsinn. — Stjarna stórriddara er átthyrnd silfurstjarna og á henni miðri blásteindi silfurskjöldurinn með silfurfálkanum, og bera þeir hana á brjóstinu vinstra megin. — Öll merki orðunnar og bönd skulu gerð samkvæmt teikningum, sem stórmeistar- inn hefur samþykkt. 8. gr. — Formaður orðu- nefndar ber, stöðu sinnar vegna, hægra megin á brjóst- inu stórkrossstjörnuna. 9. gr. — Stórmeistari skrif- ar undir útnefningarbréfið, og allir nefndarmenn rita einnig á það nafn sitt. 10. gr. — Innsigli orðunnar er stórkrossstjarnan og áletr- un: Sigillum ordinis falconis Islandiæ. Á bakhlið fyrir ofan stjörnuna standa einkunnarorð 49. TBL. VIKAN 35
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.