Vikan - 09.12.1971, Qupperneq 52
Táningahúsgögnin fást hjá okkur.
Framleiðum og seljum alls konar bólstruð húsgögn.
Bólstrarími
Hverfisgötu 74 - sími 15102
meðfram veginum og lamdi í
fíflakollana með pálmaviðar-
staf. Svörtu lakkskórnir hans
voru hvítir af ryki, og þegar
hún sá hann lemja fíflakoll-
ana, minnti það hana á, hvern-
ig George Furness hafði rekið
stafinn sinn í dansandi ský
októberflugnanna.
„Sunnudagur," sagði Prentis.
„Hver fann eiginlega upp
sunnudaginn? Ég þori að veðja,
að það var ekki sölumaður. Ef
ég hata nokkurn dag vikunn-
ar, þá er það sunnudagur —
hvað er hægt að gera á sunnu-
dögum?“
„Ég geng venjulega í skóg-
inum,“ sagði hún.
Nokkru seinna inni í skógin-
um fór Prentis að kyssa hana
mjög líkt því, sem George Fur-
ness hafði gert. Undir þéttri,
bjartri laufbreiðunni, hreyf-
ingarlaus í hita síðdegisins,
lokaði hún augunum og reyndi
að sannfæra sjálfa sig um, að
votar, rakar varir Furness
þrýstust að hennar. Hún fór að
skjálfa, þegar hún fann aftur
þessa æsandi tilfinningu hlýju
og mýktar. Svo varð hún allt
í einu feimin og fannst hún
vera til sýnis þarna í opnu
rjóðrinu og óttaðist, að einhver
af hótelinu kynni að ganga
þarna framhjá og sjá hana og
sagði: „Förum inn þennan litla
stíg. Það er skemmtileg leið og
þangað kemur aldrei neinn.“
Seinna fór Prentis úr jakk-
anum og bjó til úr honum
kodda og þau lágu saman það
sem eftir var dagsins í svalri
forsælunni. Prentis var sár-
fættur og fór úr skónum. Þeg-
ar hann gerði það og hún sá
á þeim rykið, sagði hún:
„Það er bezt þú látir mig fá
þá í kvöld. Ég skal hreinsa þá
veí.“
Svo lá hún á bakinu og
horfði ljósum, fjarrænum aug-
unum upp í hátt bjart þykkni
sumarlaufanna og sagði:
„Finnst þér skógurinn
skemmtilegur? Hefurðu nokk-
urn tíma verið hér áður?“
„Aldrei."
„Ég elska að vera hérna,“
sagði hún. „Ég kem alltaf
hingað, þegar ég get.“
„Alein?“
„Það er ekki gott að segja.“
„Ég þyrði að veðja því,“
sagði hann. Hann fór að hlæja
og þrýsti sér upp að henni og
strauk fingrunum eins og
greiðu gegnum rauða hárið.
„Á hverjum sunnudegi, ha?
Hvenær kemurðu með skóna?“
Brátt fór hann að kyssa hana
aftur. Og aftur lokaði hún aug-
unum og reyndi að ímynda sér,
að munnurinn sem kyssti hana,
tilheyrði George Furness. Áhrif-
in voru líkust því að læðast að
fiðrildi, sem sat á bikarblaði
blóms og sjá það síðan flögra
í burtu á síðustu stundu und-
an skugganum, sem nálgaðist
það. Það var mjög skemmti-
legt að kyssa Prentis undir háu
beykilaufahvelfingunni þetta
heita, kyrra síðdegi. Hún naut
þess í ríkum mæli. En þegar
öllu var á botninn hvolft, fann
hún ekki í því það, sem hún
leitaði að.
Um það leyti, sem hún var
tuttugu og fimm ára, hafði hún
misst tölu á þeim mönnum, sem
hún hafði farið með út í skóg
síðdegis á sunnudögum. Þá var
hún orðin breiðléitari og nokk-
uð full að vöngum. Handlegg-
irnir voru holdugir og mjaðm
irnar nokkuð fyrirferðarmikl-
ar, þannig að pilsin voru alltaf
heldur þröng og kipptust upp
að aftan svo sá í undirkjólinn.
Fæturnir voru orðnir flatir af
sífelldum stigagöngum, en
leggirnir beinir og sterklegir.
Á sumrin þoldi hún alls ekki
Nýkomíð
Tréklossar á börn og fullorðna, stærðir 23-46.
Úrval af ungbarnaskóm, Elefant og Ros.
Til jólanna.
Skófatnaður á alla fjölskylduna.
skúbUðin suðurveri
SlMI
8
3
2
2
5
52 VIKAN 49. TBL.