Vikan - 09.12.1971, Qupperneq 14
Áhugamanníræðingurinn
Oscar Maerth heldur því fram,
að menn hafi öfflazt
greind sina um affrar
skepnur fram meff því aff
éta heilann hver úr öffrum.
Og höfuðkúpufundir
frá árdögum mannsins benda
óneitanlega til þess, að þá
hafi menn verið nokkuff
gjarnir á aff mölva hausinn
hver á öffrum —
kannski þá til aff ná til heilans.
Nýlega flutti nokkuð sérstak-
ur skóframleiðandi inn í hina
fornu Villa Passalacqua við
Como-vatn — ásamt konu
sinni, þremur litlum dætrum og
um tylft framandlegra dýra.
Fjölskyldan hafði áður búið í
Hongkong. Fjölskyldufaðirinn
er Oscar Kiss Maerth, ættaður
frá Elsass, fæddur í Ungverja-
landi og nú brezkur borgari.
Hann er fimmtíu og sjö ára að
aldri. Maerth er mikiil áhuga-
maður um mannfræði og dvaldi
um nokkurra ára skeið fjarri
heimsins glaumi í kínversku
klaustri. Þar kom hann sér nið-
ur á heldur nýstárlega kenn-
ingu um þróun mannsins í ár-
daga. Um kenninguna hefur
hann skrifað bók, sem kemur
fljótlega út í Þýzkalandi. og
spáð er gífurlegri sölu.
Kjarninn í kenningu Maerths
er sá, að menn geti étið sig
vitra, eða hafi að minnsta kosti
gert það í eina tíð. Þannig,
segir Maerth, fóru að forfeður
okkar, apamennirnir sem lifðu
fyrir milljón ára eða svo. Þeir
mölvuðu hausana hver á öðr-
um og spændu svo í sig heil-
ann. Að snæða hráan apaheila
kvað auka snerpu, og líklega
er það þess vegna sem þessir
áar okkar fóru að sækja í
þennan rétt.
„Mestu olli þó um,“ segir
Maerth, „að aparnir forfeður
okkar uppgötvuðu að heila-
neyzlan jók kynorku þeirra. Þá
sóttust þeir eftir heilum sem
óðir væru. Fyrst seinna veittu
þeir því athygli að þeim jókst
einnig greind við heilaátið."
Maerth hefur gert tilraunir
með þetta á sjálfum sér. í
heimboðum hjá mannætum á
Nýju-Gíneu og Borneó snæddi
hann hráan apaheila, enda þótt
hann sé annars alger grænmet-
isæta. Honum fannst heilinn
ekkert lostæti, en tuttugu og
fjórum stundum eftir átið fann
hann „léttan þrýsting og hita
á heilanum", og eftir fjórar
klukkustundir í viðbót varð
Framháld á bls. 43.
Maerth heldur því fram, að hinir ýmsu kynþættir mannsins hafi Þróast fram af ýmsum apategundum. Þessi þróun hafi tekið tuttugu og fimm milljónir ára.
VARO MAOURINN VITSMUNAVERA
AF MANNÁTI ?
Pliopithecus var forn-
api sá, er talið er að
fyrsti vísirinn að mann-
öpum hafi sprottið frá.
Hann bjó í
trjám og var uppi fyrir
tuttugu og fimm
milljónum ára.
Proconsul var sam-
tímaapi Pliopithecusar
eða þar um bil. Talið
er að hann sé forfaðir
sjimpansans.
Dryopithecus kom í
Ijós fyrir fimmtán
milljónum ára. Hann
er fyrsti mannapinn
og leifar hans hafa
fundizt ( Evrópu og
Asíu.
Australophitecus
var uppi fyrir
tveimur milljónum
ára og er fyrsta veran,
sem hægt er að kalla
að hafi einhver mann-
leg einkenni.
Síð-Australophite-
cus var heilastærri
en fyrri tegundir
og notaði einföld
verkfæri. Hann dó
út fyrir um níu
hundruð þúsund
árum.
Homo erectus er talinn
hafa verið afkomandi
Síð-Australophite-
cusar. Hann gekk upp-
réttur og er talinn
hafa getað kveikt eld.
Homo sapiens eldri
hafði þegar fyrir tvö
hundruð og fimmtfu
þúsund árum eins
stóran heila og nú-
tímamaðurinn. Beina-
leifar hans fundust hjá
Stuttgart ( Þýzkalandi.
Neanderdalsmaðurinn
er ( augum margra
ímynd frummannsins,
en fyrir hundrað þús-
und árum var hann þó
kominn með stærsta
heila allra tíma.
Krómanjonmaðurinn
leysti Neanderdals-
manninn af hólmi (
Evrópu í lok (saldar.
Hann er forfaðir nú-
tímamannsins.
Nútimamaðurinn er
raunar ekkert nema
beint framhald Kró-
manjonmannsins,-
menningarþróun hins
fyrrnefnda er hið eina.
sem skilur þá að.
14 VIKAN 49. TBL.
49. TBL. VIKAN 15