Vikan - 09.12.1971, Blaðsíða 41
EREF MICRO 8
8 rása segulbandsstereotæki fyrir bilinn, fyrirferðarlítið, létt að setja
í, allar festingar fyrir ísetningu fylgja með. Ódýrt en vandað tæki.
T. d. fínstilling inn á rásir, áriðandi ef spiluð eru heimaupptekin bönd.
SENDUM í PÓSTKRÖFU.
AUSTURSTRÆTI
• W
þetta: „No beat me, but please
help me!“ (Ekki slá mig, hjálp-
aðu mér). Við verðum að skipta
okkur af náunganum, því ein
lítil hjálparhönd er svo dásam-
legur hlutur. É'g gæti nefnt þér
dæmi um gamla konu, sem
fannst látin í íbúð sinni í Oslo,
þremur vikum eftir dauða
hennar. Hún vildi ekki eiga
samskipti við annað fólk og
enginn vildi skipta sér af henni.
Ef einhver hefði látið sér annt
um þessa konu væri hún ef til
vill enn á lífi. Hver veit hversu
lengi og mikið hún þurfti að
þjást áður en hún dó? Það er
ekki svo mikill munur á mér
og þér og það er heldur ekki
mikill munur á okkur og fólk-
inu í flóttamannabúðum í
Indlandi. Munurinn er helzt sá,
að við eigum nóg að borða en
þeir ekki. No beat me, help
me.
ó.vald.
CATHERINE
Framhald aj bls. 17.
— Fangi reynir venjulega að
endurheimta frelsi sitt. Hvað
hefur þú gert til að fá frelsi?
— Hér er hvorki stund né
staður til að þrefa um þetta ...
— Það er auðveld leið að
svara svona . . .
— Þögn! sagði Zobeida og
var að springa af óþolinmæði.
— Mér leiðist að hlusta á þess-
ar fjölskylduþrætur. Hvar hala-
ið þið eiginlega að þið séuð?
Þessi truflun frá hennar hlið
kom á óhentugum tíma. Arnaud
sneri nú allri bræði sinni að
henni.
— Og hver heldurðu að þú
sért, að þú hafir rétt til að
skipta þér af fjölskyldumálum
okkar? f landi þínu er það al-
veg eins og í okkar landi, karl-
mennirnir hafa vald yfir öllum
konum í ætt þeirra. Þessi kona
heyrir mér til . . . þar sem við
erum af sama holdi og blóði
og ég hef rétt til að krefjast
skýringar á hegðun hennar.
Heiður hennar er líka minn
heiður og ef hún saurgar hann
Hann fylgdi þessum orðum
eftir með svo reiðilegum hreyf-
ingum, að Catherine dró sig
ósjálfrátt í hlé. Það var hræði-
legt að horfa á Arnaud svona
ofsalega reiðan, það var morð-
svipur í augunum og nasavæng-
ir hans voru hvítir af bræði.
Og skyndilega varð hún þreytt
á að reyna að koma honum í
skilning um aðstæðurnar.
Hvernig gat hann horft burt
frá þeim hörmungum, sem hún
var búin að ganga í gegnum,
til að ná þessu takmarki? Nei!
Hann virtist ekki skilja það,
það eina sem komst að hjá hon-
um, var reiðin yfir því að hún
hafði orðið að gefa sig þessum
prinsi . . .
Þessi ofsi Arnauds fór ekki
fram hjá prinsessunni. Enginn
maður gat verið gripinn svona
heiftarlegri bræði vegna fag-
urrar systur sinnar, og hún
ákvað nú að auka á bræði hans,
svo hún ætti hægara með að
losna við þessa stelpu. Ef hún
gæti aðeins gert hann svo reið-
an að hann myrti hana í bræði
sinni, þá var öllu borgið.
Hún sneri sér því brosandi
að Arnaud.
— Þú hefur rétt fyrir þér,
herra minn. Heiður fjölskyldu
þinnar kemur þér einum við.
Ég læt þig um að ákveða hvað
gera skal við hana. Ef þú hegn-
ir henni, þarftu ekki að óttast
reiði kalífans. Hann mun skilja
það og ég skal tala máli þínu!
Hún skipaði geldingunum að
fara og var um það bil að hverfa
sjálf af sjónarsviðinu, þegar
Morayma kom hlaupandi, pat-
andi í allar áttir og stóð á önd-
inni. Gamla Gyðingakonan
fleygði sér á jörðina. Svo beið
hún eftir spurningum.
Zobeida lét ekki standa á
þeim.
— Hvað vilt þú, Morayma?
Hvað gengur að þér? Stattu
upp!
Um leið og hún skreiddist á
fætur, benti gamla konan ógn-
andi á Catherine.
— Þessi kona strauk úr her-
bergi sínu, eftir að hún hafði
ráðizt á eina af félagskonum
sínum, bundið hana kyrfilega
og stolið fötum hennar. Ég sé
að hún hefur jafnvel verið svo
djörf að ráðast hingað inn. Ó,
dásamlega prinsessa, látið mig
fá hana, svo ég geti refsað henni
að verðleikum; með svipuól-
inni!
Prinsessan glotti grimmdar-
lega.
— Svipuólinni? Þú hlýtur að
vera frá þér, Morayma! Og láta
kalífann sjá förin eftir ólina,
þegar hann kemur og vill njóta
hennar? Nei, láttu mig um þetta
. . . Héðan af fer hún ekki út
úr mínum vistarverum, nema
til þess eins að þjóna bróður
mínum. Hún er frönsk aðals-
kona, systir míns elskaða ridd-
49. TBL. VIKAN 41