Vikan


Vikan - 09.12.1971, Blaðsíða 22

Vikan - 09.12.1971, Blaðsíða 22
Ómar Valdimarsson heyra &ra má Trúbrot i önnum Ekki alls fyrir löngu barst hljómsveitinni Trúbrot boð frá sænska sjónvarpinu um að koma til Svíþjóðar og gera þar tvo sjónvarpsþætti, annan 15 mínútna langan og hinn 30 mín. Höfðu þeir hug á að taka boðinu og um leið ætluðu þeir að taka upp tveggja laga plötu fyrir sænskt fyrirtæki, er boð- ið hafði þeim samning, en þeg- ar sænska sjónvarpið fór að at- huga málið, kom í ljós að kostn- aður yrði óviðráðanlegur, m. a. hefði því verið gert að greiða um 200.000 krónur í skatta af fyrirtækinu og fleira og fleira. Gerðu sænskir ítrekaðar til- raunir til að fá þennan vanda leystan, en tókst ekki á til- skildum tíma og var upptöku þáttanna með Trúbrot því frestað til betri tíma og plötu- upptökunni sömuleiðis. Um svipað leyti og þessi mál voru í deiglunni, fengu þeir félagar í Trúbrot upphringingu frá Ágústi nokkrum Jónssyni, sem eitt sinn var umboðsmað- ur Óðmanna, en hann er nú við nám í Kaupmannahöfn. Sagð- ist Ágúst hafa í höndum sér samninga um að Trúbrot léku víðs vegar í Danmörku frá 1. desember til 20. desember. Þótti þeim hnífur sinn þar hafa komizt í feitt, en þegar Svíþjóðarplönin fóru út um þúfur var hætt við Danmerkur- förina sömuleiðis. Ekki eru þeir þó gjörsamlega búnir að gefa allt saman upp á bátinn, heldur hafa hug á að fara utan einhvern tíma eftir áramót, sennilega í febrúar eða marz, og framkvæma það sem greint er frá hér að framan og jafnframt að taka upp LP- plötu. Sennilega gefa þeir þá plötu út sjálfir, þar sem ekk- ert hljómplötufyrirtæki ís- lenzkt treystir sér til að standa undir þeim mikla kostnaði sem Trúbrot: Enn með ráSagerðir, en leggja verður í Trúbrotsplötu. Það er í rauninni heldur ein- falt mál, að meira kosti að gefa út plötu með Trúbroti en til dæmis Roof Tops, þar sem þeir I Trúbrot eru búnir að gera allt sem gert verður á 50 tím- um í stúdíói erlendis, en Roof Tops svo sannarlega ekki. Meiri tími kostar of mikla peninga og þar sem ekki er hægt að reikna með að plata seljist nema í 2500 eintökum hérlendis, eru 50 tímar algjört hámark. í þessu sambandi má geta þess að „Dejá Vu“ þeirra Crosby, Stills, Nash & Young (sem nú eru byrjaðir að vinna að nýrri LP saman, þrátt fyrir að áður hafi verið álitið að þeir ynnu aldrei saman allir fjórir á ný) varð til á 800, segi og skrifa átta- hundruð, tímum í stúdíói. Og svo tóku Ríó upp sína á 15 tímum! í háa herrans tíð hefur ver- ið .unnið að því hér á landi að koma upp góðu stúdíói, en það fullkomnasta sem við eigum í dag er tveggja rása upptöku- borð Péturs Steingrímssonar, sem notað hefur verið í allar stereo-upptökur hérlendis í rúmlega eitt ár. Félag kvik- myndagerðarmanna hefur hug á að koma upp góðu stúdíói, en eftir því sem bezt verður að komizt, sér það stúdíó — ef það kemst upp — dagsins ljós í fyrsta lagi 1973. Nú hefur aft- ur á móti kvisazt út, að Pétur Steingrímsson hafi lofað að láta sín tæki ganga í nýtt stúdíó sem einhver aðili í Reykjavík er að koma upp, og ætlar sá aðili að kaupa 8 rása upptöku- tæki og leggja til húsnæði. Þetta eru gleðitíðindi — með dálitlum fyrirvara . . . Varð- andi Trúbrot skal klykkt út með því, að innan skamms má búast við meiri og merkilegri tíðindum af þeim. 22 VIKAN 49. TBL.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.