Vikan - 09.12.1971, Side 39
líur bera, hafi öðrum fremur
„eflt hag ættjarðarinnar eða
unnið afrek í þágu mannkyns-
ins“.
Burtséð frá áðurtilfærðri
stöku er einhverja skorinorð-
ustu umsögn á íslenzku um
orður að finna í skáldsögu
ungs höfundar, er kom út
snemma á millistríðsárunum.
Umsögnin er svohljóðandi:
„Og ef ég er nógu iðinn við
að prédika hégómann og vit-
leysuna, þá fæ ég loks tignar-
merki frá kónginum fyrir „af-
rek mín í þágu föðurlandsins".
Ég fæ fálkaorðuna og Danne-
brogsorðuna, sánkti-Ólafsorð-
una, járnkrossinn og sokka-
bandsorðuna, unz ég skrjáfa
allur eins og jólatré eða sjó-
skrímsli."
Þetta varð að áhrínsorðum,
þótt haustið 1964 hefði rithöf-
undurinn ekki enn fengið all-
ar þær orður, sem hann telur
hér upp. En þá var hann þeg-
ar orðinn stórkrossriddari af
fálkaorðunni og Norðurstjörnu-
orðunni sænsku og Comman-
der af L'ordre des arts et lett-
res, franskri listamannaorðu.
Og sjálfsagt hafa einhverjar
bætzt við síðan. Höfundurinn
er Halldór Laxness, og bókin
er Vefarinn mikli frá Kasmír.
dþ.
„EIN LlTIL
HJALPARHOND . ■
Framhald af bls. 7.
sambandi við höfnunina hér.
Það var tilgangur komu minn-
ar.
— Þú hittir einnig utanrik-
isráðherra. Til hvers?
— Hvar sem ég kem, bið ég
stjórnvöld og almenning að
hjálpa tU, gera það sem mögu-
legt er, styðja við bakið á okk-
ur. Reyndar varð ég mjög hissa
þegar ég kom hér fyrir örfá-
um dögum síðan; þá var búið
að safna hér tveimur og hálfri
milljón króna og það er mjög
gott. íslendingar hafa staðið sig
vel í þessu starfi og eru þegar
búnir að safna nær tvisvar sinn-
um því sem áætlað er að hægt
sé að safna meðal ekki fleiri
íbúa. Mér finnst það bera vott
um mikinn kristilegan kær-
leika, þegar fólk upp á hjara
veraldar er að safna peningum
til að bjarga lífi barns í Ind-
landi, hinum megin á hnettin-
um. Auðvitað eigum við að
hjálpa öllum, okkar nánustu
líka, en það er bara ekkert til
að hrósa sér af eða vænta þakk-
lætis fyrir. Það er þessi kristi-
lega „kærleiksbrú" sem skiptir
máli. Nýfætt barn veit ekki
hvað það er að lifa, ef það fer
á mis við hlýju móðurfaðms-
ins, áður en það gerir sér grein
fyrir því hvað slíkt í rauninni
er.
Ég kann góða sögu frá einni
smáeyjanna í Bengalflóa. Menn
okkar fóru á gúmbátum út frá
Kukkuri-Mukkuri og til hinna
ýmsu smáeyja þar í kring. Á
einni þeirra var aðeins einn
maður sem hafði lifað flóð-
bylgjuna miklu af. Aðeins einn
maður, og þegar þeir komu í
land og nálguðust manninn,
hörfaði hann undan og sagði í
örvæntingu þau þrjú orð sem
hann kunni í ensku: „No beat
me! No beat me! No beat me!
(Ekki slá mig)“. Þetta var ekki
eini maðurinn sem sagði þessi
orð við ókunnuga sem komu
að. Nei, hundruð og þúsundir
— jafnvel milljónir — manna,
kvenna og barna sögðu þessi
sömu orð. Það hefur orðið að
þjást alveg óskaplega, bæði lík-
amlega og andlega, en það sem
verst er, er hið gífurlega -ésétt-
læti sem ríkir á þessum slóð-
um.
— Þú hefur heimsótt hörm-
ungasvæði um allan heim,
Pakistan, Biafra, Yemen, Perú
og víðar: Hvaða áhrif hefur sú
reynsla haft á þig persónulega?
— Það er mjög erfitt að segja
til um það, vinur minn. Við
eigum mjög oft erfitt með að
segja til um hvers konar áhrif-
um við verðum fyrir og hvern-
ig við tökum þeim. Ég veit
ekki hvort þér er kunnugt um,
að þar til ég var 22 ára var ég
sjómaður — og var meira að
segja töluvert á miðunum hér
í kringum ísland — en eftir að
ég hætti því, hóf ég nám í guð-
fræði, og þá varð mér ljóst, að
ég varð að gera eitthvað með
þann frið og fullnægju sem ég
fann innra með mér. Trú mín
vaknaði og ég vildi færa hana
öðrum. En þegar við tölum um
áhrif get ég ekki gleymt móð-
ur minni. Ég var villt barn og
ódælt og enn í dag heyri ég
móður mína segja: „Nú verður
þú að hætta þessu, Elías, ég
þoli þetta ekki lengur." Samt
hegndi hún mér aldrei þótt ég
kæmi grátandi til hennar, 6—
7 ára, eftir að hafa farið illa
út úr einhverju prakkarastriki
mínu, heldur tók hún mig og
þrýsti mér að sér og huggaði
mig. Þessu gleymi ég aldrei og
ég held að þetta hafi haft meiri
áhrif á mig en allt annað. Svona
held ég að heimurinn verði
betri, öðruvísi ekki.
m
m
w
\
ýólaskreyiingar
Jólairé pökkuð
í nylonnei
GRÓÐRARSTÖÐIN v/MIKLATORG
SÍMAR: 22822 - 19775,
GRÓÐRARSKÁLINN
v/ H AFNARFJ ARÐARVEG
SÍMI: 42260.
KAUPMENN -
VERZLUNARSTJÓRAR
Munið
smurða brauðið
okkar
r
I
jólaönnunum
Pantið tímanlega í síma 18680 og 16513
Bratiðbor
Njálsgötu 112
49. TBL. VIKAN 39