Vikan - 09.12.1971, Side 55
Vefnaðarvörudeild
Enskir og hollenskir
kjólar - stuttir og síðir
Glæsilegt úrval af
fallegum kjólaefnum
m.a.
Samkvæmiskjólaefni,
einlit og munstruð.
Jerseyefni,
margar gerðir og litir.
Terelynefni,
nýjustu tízkulitir.
Flauelsefni.
Velourefni
og ótal margt fleira.
Herradeild
Peysur, margar gerðir.
Skyrtur, drengja og
karlmanna.
Drengjaföt
(buxur og vesti).
Terelynbuxur,
drengja og unglinga.
Náttföt,
einlit og munstruð.
Innisloppar,
stuttir og síðir.
Úlpur - Kuldajakkar
Hanzkar — Treflar
Kuldahúfur
Snyrti og gjafavörur
fjölbreytt úrval.
Ath. Fjölbreyttara
vöruúrval en nokkru
sinni fyrr.
um bakdyrnar.
Hún gekk í gegnum matjurta-
garðinn, framhjá nokkrum
vermireitum með jurtum, sem
hún kannaðist ekkert við. Hún
gizkaði á að það væru krydd-
jurtir. Þær þrifust vel undir
glerinu, en matjurtirnar voru
ekki svo grózkumiklar.
Dyrnar lágu að gangi, þar
sem hún gat komizt upp á her-
bergið sitt, án þess að vekja
athygli.
Hún fékk sér steypibað og
fór í bláa buxnadragt, snyrti
sig lauslega, náði i töskuna sína
og mokkakápu og fór út sömu
leið og hún kom.
John og herra Forrester biðu
hennar á bryggjunni. — Það
var skynsamlegt af þér að taka
rneð þér hlýja flík, sagði John.
— Jæja, þá leggjum við af stað.
Röstin við Djöflaklettinn var
ekki sá sjóðandi nornapottur,
sem hún var í fyrra skiptið, en
báturinn valt samt töluvert,
þótt greinilegt væri að John
kunni að fara með hann. Helen
leit nú aftur klettinn -með hinu
einkennilega gati, sem hlaut að
vera gert af mannahöndum,
örugglega í einhverjum skugga-
legum tilgangi.
— Haldið þér að þetta gat
hafi haft eitthvað með djöfla-
dýrkun að gera? spurði hún
Jim Forrester.
Hann hló. — Djöfladýrkun!
Hvaðan hafið þér það?
— Það er frá mér komið,
sagði John. — Og það er alls
ekki ósennilegt. Það hefur
ekki verið hægt að finna aðra
skýringu. Sem sagnfræðingur
ættir þú að vita að á þessum
einöngruðu eyjum er fólkið oft
hjátrúarfullt, jafnvel galdratrú-
ar. Jafnvel á okkar tímum er
til fólk, sem stundar alls kon-
ar kukl, því skyldi það þá ekki
hafa verið hér áður?
Þau sigldu fram hjá Herm,
svo nálægt, að Helen gat séð
ströndina, litlu höfnina og torg-
ið, sem var líkast ítölsku torgi,
og stóra, hvíta hótelið.
- Þetta er svei mér nota-
legt, sagði hún.
Já, það er skemmtilegt
þarna. Við getum borðað mið-
degisverð þar á leiðinni heim,
ef þig iangar til, sagði John.
Klukkan var rúmlega fjög-
ur, þegar þau lögðu að bryggj-
unni. Þar skildu þau og ákváðu
að hittast á sama stað klukkan
sjö.
Helen var farin að finna til
svengdar, því hún hafði ekki
borðað hádegisverð. Hún sett-
ist á gangstéttarveitingastofu
og fékk sér te og brauð. Síðan
skoðaði hún sig um í bænum,
sem var fullur af ferðamönn-
um, keypti eitthvað smávegis
og kom til hafnarinnar í tæka
tíð. Hún var fegin því að John
hafði stungið upp á að borða á
Herm, því að hún kærði sig
ekki um að koma snemma heim
á Janus, henni var eiginlega
um og ó, að vera þar, meðan
Charles var fjarverandi. Henni
fannst hún varla örugg, þegar
hann var ekki heima.
Það var hálftími þangað til
hún gat átt von á John, svo
hún gekk meðfram bátaröðinni
við bryggjuna.
Hún sá hóp af fólki fyrir of-
an bryggjuna og fór þangað.
Það var lendingarstaður þyrl-
unnar frá St. Malo og farþeg-
arnir voru að fara upp í þyrl-
una. Meðal þeirra var Charles.
Hún vissi ekki hvers vegna
hún varð svo undrandi. Líklega
var það vegna þess að hann
var í fylgd með glæsilegri konu,
sem leit út fyrir að vera rúm-
lega þrítug. Þau voru í áköf-
um samræðum og tóku ekki
eftir neinu í kringum sig.
Hvers vegna skyldi Charles
ekki hitta aðrar konur, hann
sem átti aðra eins konu og
Penelope, sagði Helen við
sjálfa sig, en samt varð hún
svolítið vonsvikin.
Þau John áttu saman reglu-
lega skemmtilegt kvöld. Þau
fengu góðan mat og hann var
skrafhreyfinn og skemmtileg-
ur. Helen fann að hún varð
róleg í návist hans og að það
þurfti ekki svo mikið til að
brúa bilið, sem verið hafði á
milli þeirra.
Þau sátu lengi yfir kaffinu
og það var komið myrkur,
þegar þau lögðu af stað heim.
Hann fór aðra leið, ekki fram
hjá Djöflaklettinum, vegna
þess að þá var háflæði, svo
þau urðu að sigla meðfram
grjótnámunni og bröggum
verkamannanna.
Þau heyrðu mikinn hávaða,
hlátra og sköll og John sagði
reiðilega: ■— Fjandinn hafi það,
nú hefur orðið straumrof.
— En það er víða ljós.
Það er varastöðin. Sjáðu
hvað ljósin eru dauf. Það er
gott að hafa tunglskinið, svo
hægt sé að lenda með góðu
móti!
Helen datt í hug að það yrði
ekki skemmtilegt að fólma sig
áfram gegnum myrkrið, heim
að „höllinni", og henni fannst
49. TBL. VIKAN 55