Vikan - 09.12.1971, Síða 28
„EINS OG JÓLATRÉ
EÐA SJÓSKRÍMSLI"
Spjall um orður, upphaf þeirra og íslenzku
fálkaorðuna sérstaklega.
TEXTI: DAGUR ÞORLEIFSSON
Nú liggur jyrir Alþingi
tillaga um afnám fálka-
orðunnar, sem
er helzt íslenzkra
heiðursmerkja. Virðist
sú tillaga varla út í
hött, þar eð orður og
medalíur hafa alltaf notið
takmarkaðrar
virðingar hérlendis
og frekast verið
taldar stœling á erlendu
prjáli.
Einhver undarlegasta áráttan í
þvi undarlega dýri er maður
kallast er að skera sig á ein-
hvern hátt úr öðrum af teg-
undinni, þá vitaskuld á þann
hátt að bera af. Hjá svokölluð-
um frumstæðum þjóðflokkum
auðkenna höfðingjar sig með
því að hengja og líma utan á
sig fleiri skeljar og fjaðrir en
aðrir af ættbálknum, og á mið-
öldum var lágstéttarmönnum
með lögum bannað að klæðast
sams konar búningi og fyrir-
menn. Svo komu til bein heið-
ursmerki, sem veitt voru fyrir
afrek, er talin voru framúr-
skarandi. Lárviðarsveigir
Grikkja og Rómverja eru með-
al þess elzta, sem vitað er um
af þess háttar; á riddaratímun-
um voru teknir upp litaðir
skildir og fjaðraskúfar í sama
tilgangi. TJm aldaraðir hefur
verið regla að heiðursmerki
hafi verio veitt fyrir ýmiss
konar þjónustu eða þá þátttöku
í einhverjum atburði eða at-
burðakeðju. f konungsríkjum
veitir konungurinn venjulega
heiðursmerkin; í lýðveldum
forseti eða ríkisstjórn.
Heiti heiðursmerkja eiga að
miklu leyti rætur sínar að
rekja til riddaraskapar mið-
alda, en þá stofnuðu riddarar
með sér samfélög, reglur, orð-
ur, sem höfðu ákveðin lög og
merki, sem félagar einkenndu
sig með. Frægastar riddara-
reglna þessara voru Musteris-
riddarar, Jóhannesarriddarar,
sem lengi höfðu bækistöð á
Möltu, og Þýzkir riddarar, sem
lögðu undir sig Eystrasalts-
lönd. Flest eða öll ríki heims
munu nú búa við heiðursmerki
eða orður í einhverri mynd.
Eru medalíurnar einkum veitt-
ar fyrir frækilega framgöngu
í hernaði, langa og dygga þjón-
ustu á einhverjum borgaraleg-
um vettvangi, einkum í þjón-
ustu stjórnarvalda, björgunar-
afrek, og svo framvegis.
Áður en ísland hlaut full-
veldi hafa efalaust allmargir
landar verið sæmdir dönskum
heiðursmerkjum, en eftir að
við urðum fullvalda þótti ekki
við annað unandi en við kæm-
um okkur upp eigin medalíum.
Þetta var þó alltaf umdeilt og
er enn; hefur mörgum svo
virzt sem orður væru prjál
sem betur hæfði fjölmennari
þjóðum og ríkari. Sú skoðun
virðist hafa verið ríkjandi með-
al almennings hérlendis allt
fram á þennan dag; heiðurs-
merki virðast í almannavitund
helzt talin tákn um kjánaleg-
an hégómaskap og flottræfils-
hátt, og jafnvel ekki trútt um
að sumir þeirra, sem hröngl
þetta hefur verið hengt á,
skammist sín fyrir það. Fræg-
ur er riddarakrossinn, sem
Pétur Hoffmann fann á ösku-
haugunum. Og allir kannast við
vísuna:
Orður og titlar, úrelt þing
eins og dæmin sanna,
notast oft sem uppfylling
í eyður verðleikanna.
Trúlega felst í stöku þessari
skoðun meirihluta fslendinga á
heiðursmerkjum svokölluðum.
Þau hafa aldrei samlagazt ís-
lenzkri þjóðmenningu, heldur
verkað sem kjánaleg stæling á
einu atriði erlendrar menning-
ar, sem ekki virðist geta fest
hér rætur, ekki unnið sér hefð
í huga þjóðarinnar. Tillaga sú
um afnám fálkaorðunnar, sem
nú er komin fram á Alþingi,
getur því varla kallazt út í
hött. Sumir segja sjálfsagt að
við gerum okkur að viðundri
fyrir öðrum þjóðum, ef við
höfum ekki krossa og keðjur
til að hengja á þá menn, sem
við viljum sérstaklega heiðra,
að alþjóðasið. Þetta er alveg
óþörf minnimáttarkennd. Okk-
ar orðuleysi gæti vel verið
okkar sérkenni, alveg eins og
orður útlendinganna þeirra sér-
kenni. Við höfum fulla heimt-
ingu á að þeir virði okkar sér-
vizkuhætti, rétt eins og við
þeirra.
í tilefni þess, að dagar fálka-
orðunnar okkar blessaðrar eru
nú ef til vill taldir, er ekki úr
vegi að rifja í fáeinum orðum
upp sögu hennar. Um upphaf
orðunnar segir svo í Ríkis-
handbók * íslands, útgefinni
1965:
„Þegar Kristján konungur tí-
undi kom til íslands sumarið
1921, var gefið út konungsbréf
um stofnun hinnar íslenzku
fálkaorðu, undirritað í Reykja-
vík 3. júlí 1921.
Konungur íslands var fyrsti
stórmeistari fálkaorðunnar, en
með stofnun lýðveldisins árið
1944 verður forseti íslands
stórmeistari.
Sérstök nefnd, orðunefnd,
ræður málefnum orðunnar og
gerir tillögur til stórmeistara
um hverja skuli sæma henni.
Orðustigin voru í upphafi
þrjú, en eru nú fimm: Keðja
ásamt stórkrossstjörnu, stór-
kross, stórriddarakross með
stjörnu, stórriddarakross og
riddarakross.
Um orðuna gilda ákvæði
forsetabréfs nr. 42 11. júlí 1944
með áorðnum breytingum.
í forsetabréfinu stendur með-
al annars:
„1. gr. — Orðunni má sæma
þá menn, innlenda og erlenda,
og þær konur, sem öðrum frem-
ur hafa eflt hag og heiður fóst-
urjarðarinnar eða unnið afrek
í þágu mannkynsins.
2. gr. — Forseti íslands er
stórmeistari orðunnar.
Fimmta grein bréfsins hljóð-
ar svo: „Stig orðunnar eru
þessi: Stórkrossriddari. Stór-
riddari með stjörnu. Stórridd-
ari. Riddari."
Framháld á bls. 35.
Efst: Band stórkross-
riddara. KeSja stór-
meistara. NeSst: Stjarna
stórkrossriddara. Hægra
megin: Stórriddarakross
meS stjörnu. Vinstra
megin: Riddarakross og
neSan viS hann stór-
riddarakross.
28 VIKAN 49. TBL.