Vikan - 09.12.1971, Síða 42
Gúlú-nornin leitar hins i'uiiKomna manns.
ara. Og þar af leiðandi hef ég
líka dálæti á henni. Ambáttir
mínar munu þjóna henni í
framtíðinni, baða hana og bera
á hana ilmsmyrsl, þegar bróð-
ir minn sendir eftir henni . . .
Zobeidu tókst það snilldarvel
að hella olíu á eldinn. Hvert
orð sem hún sagði var sagt í
þeim tilgangi að æsa reiði Ar-
nauds, reiði, sem hún vonaði
að yrði stúlkunni hættuleg. Og
reiði hans var augljós. Hann
stóð með kreppta hnefa,
Zobeida sendi honum töfrandi
bros.
— Ég læt þig einan með
henni núna. Gerðu við hana
það sem þig lystir, en það eina
sem ég bið þig um, er að þú
látir mig ekki bíða þín lengi
. . . Og svo sneri hún sér að
gömlu konunni. — Svo mátt þú
fara, Morayma, en farðu ekki
of langt í burtu. Þú átt að sjá
þessari konu fyrir dvalarstað,
þegar bróðir hennar hefur rætt
við hana . . . og það á að vera
sæmandi staður fyrir hefðar-
konu!
Catherine beit reiðilega á
vörina. Hvað vildi þessi blóð-
þyrsta læða? Vildi ftún að Ar-
naud dræpi hana? Og skipan-
irnar sem hún gaf Morayma
voru ábyggilega í þá átt að hún
ætti að koma henni fyrir í
einhverjum afsíðis kjallara.
Catherine trúði ekki á þessi
skyndilegu gæði. Zobeida hat-
aði hana ábyggilega helmingi
meira fyrir það að hún hafði
þekkt Arnaud í fyrra lífi hans.
Þessi kona var örugglega af-
brýðisöm út í fortíð hans! Þeg-
ar Máraprinsessan skundaði
hnarreist fram hjá Catherine,
á leið til herbergja sinna, gat
Catherine ekki á sér setið að
yrða á hana:
— Vertu ekki of örugg Zo-
beida . . . Ég er ekki dauð enn-
þá. Það er ekki siður í okkar
landi að bræður drepi systur
sínar eða eiginmenn konur sín-
ar.
— Allir sanntrúaðir eru í
höndum Allah! Hví skyldi ég
hafa áhuga á því hvort þú ert
lifandi eða dauð? En ef ég væri
í þínum sporum, myndi ég frek-
ar kjósa dauðann. Það er eina
leiðin til að losna undan örlög-
um þínum, sem eru að vera
þræll meðal þræla, láta kjá við
þig meðan þú ert ung, en fleygja
þér svo þegar tími þinn er út-
runninn! .
— Nú er nóg komið, Zobeida,
tók Arnaud fram í fyrir henni
og var nú orðinn óþolinmóður.
— Ég einn hef úrslitavaldið í
þessu máli. Farðu nú!
Prinsessan skundaði út með
stríðnisbros af vörum. Arnaud
og Catherine voru nú ein, aug-
liti til auglitis.
Þau stóðu grafkyrr og þegj-
andi, í nokkurra skrefa fjar-
lægð hvort frá öðru og hlust-
uðu eftir hljóðum frá höllinni.
Catherine hugsaði biturlega
með sjálfri sér að hana hefði
aldrei grunað að endurfundir
þeirra yrðu með þessu móti.
Kannske eins og rétt áður, þeg-
ar hann reif blæjuna frá andliti
hennar og var að því kominn
að taka hana i faðm sér. Já,
því hafði hún búizt við. En nú
höfðu eiturörvar prinsessunnar
hitt hann beint í kvikuna. Nú
myndu þau halda áfram að
eitra sálir hvors annars eins og
erkióvinir . . . Var það til þessa
að þau höfðu elskað hvort ann-
að og fundið hvort annað, þrátt
fyrir aðra menn, stríð og allar
hörmungar sem yfir þau höfðu
dunið! Þetta var hræðilegt!
Catherine þorði varla að líta
á eiginmann sinn, sem stóð með
krosslagða arma á brjósti. Hún
vildi ekki að hann sæi tárin í
augum hennar. Þau voru að
hefja strið og hún leyfði sér
andartaks hvíld. Kannske yrði
hann fyrri til að tala. En hann
sagði ekki nokkurt orð, líklega
í því trausti að þögn hans næði
meira valdi yfir henni. En svo
var það hún sem hóf samræð-
urnar.
Hún reigði sig og benti á rýt-
inginn í belti Arnauds.
— Eftir hverju ertu að bíða?
Ertu ekki búinn að fá þínar
fyrirskipanir? Reiddu rýting-
inn til höggs og dreptu mig
strax, Arnaud! Ég viðurkenni
42 VIKAN 49. TBL.