Vikan - 09.12.1971, Side 56
Tauscher sokkabuxurnar fást í
flestum vefnaðar- og snyrti-
vöruverzlunum um land allt í
úrvali lita og gerða.
Við gerum okkur far um að
bjóða aðeins það bezta, svo
viðskiptavinirnir verði ánægðir
með verð og gæði.
II inboð§nienn:
Ágfnst Árnuiiin hf. sími 33IOO
það ennþá óhugnanlegra, þeg-
ar hún sá að allir gluggar voru
myrkvaðir.
— Ég fylgi þér að garðhlið-
inu, sagði John. — Jessie er
ábyggilega búin að læsa aðal-
dyrunum um þetta leyti, hún
hlýtur að vera farin að sofa.
En garðhliðið er alltaf opin.
Hvernig vissi hann það? Var
það gegnum Penelope?
Hann lýsti þeim með vasa-
ljósi og rétti henni það, þegar
þau skildu. — Eru kerti á her-
berginu þínu? Hefurðu eld-
spýtur?
— Já, hvorttveggja.
Svo var hún komin inn í
langa, dimma ganginn. Bak-
dyrastiginn var eins og dimm
jarðgöng, svo hún fór fram í
anddyrið og upp stóra stigann.
Það var sannarlega skuggalegt
þarna í myrkrinu. Hún flýtti
sér upp stigann og var með
mikinn hjartslátt, þegar hún
fór inn ganginn að herbergi
sínu. í fuminu, sem á henni
var, slökkti hún óvart á vasa-
ljósinu. Hún fálmaði eftir hurð-
arhúninum, en greip þá í kalda
hönd. Kyrra og ískalda hönd.
Hún hrökk við og missti
vasaljósið í gólfið. Það kvikn-
aði á því við fallið. Og þá sá
hún hvað það var, sem var
bundið við hurðarhúninn: Það
var alabasturslíkan af manns-
hönd, sem var náhvít. Þegar
hún var að reyna að jafna sig,
heyrði hún dillandi hlátur. Það
var Penelope, sem stóð þar með
kerti í hendinni.
Hún hætti fljótt að hlæja. —
Hvað er þetta, þú titrar! Góða,
fyrirgefðu mér, — ég ætlaði
ekki að gera þig hrædda. É'g
vissi ekki að það yrði straum-
rof. Ég keypti þessa gjöf handa
þér í St. Malo, og þegar ég
heyrði að þú hefðir farið með
John, vissi ég að þú kæmir
seint heim. Þess vegna batt ég
höndina við hurðarhúninn, svo
þetta kæmi þér á óvart.
— Ég hélt að þú ætlaðir
ekki að koma heim fyrr en
annað kvöld, sagði Helen.
Penelope leysti höndina af
húninum og fylgdi eftir henni
inn í herbergið.
— Við urðum aftur ósátt,
sagði hún. — Charles fór til
Guernseyjar, til að hitta við-
skiptavin og skildi mig eina
eftir. Hann ætti að hitta þessa
arkitekta, þegar ég er ekki með
honum. Ég var þarna alein, svo
ég varð reið, leigði bát og
flýtti mér heim.
Arkitekta! Var þessi glæsi-
lega kona þá arkitekt? Já,
hvers vegna skyldi hún ekki
vera arkitekt, kvenarkitektar
voru ekki sjaldgæf fyrirbæri nú
á dögum. En upphátt sagði Hel-
en:
Framhald í næsta blaði.
1SKUGGA
EIKARINNAR
Framhald af bls. 11.
Hann brosti til þeirra og
telpurnar brostu líka.
— Ég er vinur Heidi, hélt
Kollok áfram, — þess vegna er
ég líka vinur ykkar. Ég ætla
að búa hérna, svo ég sé alltaf
hjá ykkur. Ég ætla að koma í
stað pabba ykkar, meðan hann
er fjarverandi.
— Heldur „Dýrlingurinn"
að við séum í hættu? spurði
Amanda og leit á systur sína
með hræðslusvip.
— Auðvitað, sagði Venetia
fullorðinslega. — Þess vegna
kom hann til að passa okkur,
eins og hann var að segja. Hún
horfði á Kollok með aðdáunar-
svip.
— Áttu við að pabbi komi
aldrei heim áftur? hrökk út úr
Nicky. Það var greinilegt að
hann sá eftir að hafa sagt þetta,
en hann horfði samt beint á
Kollok og beið eftir svari.
Kollok skellti upp úr. Stúlk-
urnar þrjár tóku undir og þau
horfðu öll á Nicky. Kollok svar-
aði ekki spurningu Nickys,
en hélt áfram að hlæja. Nicky
varð nú vesældarlegur á svip-
inn. Hann leit niður, varirnar
©
ÚTVARPSVIRKJA
MEISTARI
HLJOMUR - Skipholti 9
Sími 10278-Pósthólf 5007
Hljómtæki stereó - mónó
AÐEINS ÞAÐ, SEM VIÐ MÆLUM MEÐ
Magnarar
Plötuspilarar
Segulbandstaeki
Casettu-spilarar
Hátalarar
Heyrnartól
Bílaviðtæki
Ferðaviðtæki
Stofuviðtæki
ÚRVAL
STEREÖ
MÖNÖ
56 VIKAN 49. TBL.