Vikan


Vikan - 09.12.1971, Blaðsíða 19

Vikan - 09.12.1971, Blaðsíða 19
þau sjálf að ákveða hvað gera skal. LÍF í KLAUSTRI. Að nokkrum utanlandsferð- um undanskildum, hefur Thor- sten Thögersen búið mestan hluta ævi sinnar í prestareglu. En séra Ansgar, eins og hann var kallaður var í það strangri reglu að prestarnir töluðu sjald- an hver við annan. Þess í stað skrifuðu þeir erindi sín á smá- snepla, sem svo var stungið undir hurðir á dyrum viðkom- andi! Herbergi þeirra voru einföld, þar voru aðeins hörð rúm, stól- ar og borð og krossar á veggj- um. Systir Jóhanna, en það var nunnuheiti hennar, var í reglu Elísabeth-systranna. Hún hafði ennþá strangari lífsreglur. Hún var svo önnum kafin allan dag- inn að hún hafði sjaldan tæki- færi til að fara til borgarinnar. Einkalíf átti hún ekki, hún átti jafnvel ekki nunnuklæðin, svartan kyrtil og fjólubláa blæju. Hún varð að byrja daginn klukkan fimm að morgni við messu. Svo hafði hún hálftíma til hugleiðinga, þangað til hún fór til næstu messu á undan morgunverði, sem systurnar neyttu í algerri þögn. Önn dags- ins var aðeins rofin af máltíð- um og meðan á þeim stóð, las einhver systirin upp úr heil- agri ritningu. Eftir kvöldverð var hvíld. Þá máttu systurnar tala saman, sérstaklega með það fyrir augum að þreifa fyr- ir sér hvort einhver óánægja væri ríkjandi og ef svo var, að jafna það fyrir svefninn, svo engin þeirra gengi til hvílu í reiðihug. ÞAU HITTUST f SKÓLANUM. Fyrir utan prestsþjónustu sína var séra Ansgar kennari í skóla, sem rekinn var af reglu hans. Þar hitti hann systur Jó- hönnu, sem kenndi við sama skóla. Nunnunum var ekki bannað að heimsækja prestana og það var gagnkvæmt hjá þeim. Þessar heimsóknir áttu sér samt stað í sérstöku funda- herbergi. Þrátt fyrir hinar ströngu reglur, boð og bönn, urðu presturinn og nunnan ástfangin hvort af öðru, svo ástfangin að hún varð barns- hafandi. Margir prestar og margar nunnur kikna oft undan því of- urmannlega oki sem lagt er á þau. En nú hefur Vatikanið Framhald á hls. 35. 49. TBL. VIKAN 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.