Vikan


Vikan - 09.12.1971, Qupperneq 21

Vikan - 09.12.1971, Qupperneq 21
Hún fálmaði í bleksvörtu myrkrinu eftir einhverju kunnuglegu til öryggis. En greip þá um kyrra, ískalda, dauða hönd ... undrandi og reið. — Ef þið hald- ið að þið getið gert mig hrædda þá skjátlast ykkur! Jessie hörfaði aftur á bak, lyfti höndinni ennþá hærra, svo sneri hún sér við og rauk út. Helen fleygði frá sér sleifinni og gretti sig, því nú vissi hún hvernig landið lá. Að vera fædd á jólanótt og örvhent í ofanálag, sýndi það að hún bjó yfir miklum töframætti, miklu sterkari krafti en hægt var að öðlast gegnum þjálfun og vígslu. Bæði Jessie og stúlkurnar voru þá dauðhræddar við hana! Henni hafði tekizt betur en hún hafði búizt við. Hún hafði að- eins hugsað sér að gefa Jessie dálitla áminningu, gefa henni svolítinn skammt af hennar eig- in lyfjum og sýna kerlingunni að hún óttaðist hana ekki. Helen varð hugsandi. Hvað gat legið að baki þessarar ofsa- legu hræðslu? Hún gat skilið hræðslu Jessie, en stúlkurnar .. Tvær heilbrigðar ungar stúlk- ur. Það hefði frekar verið hægt að ætla að þær hefðu hlegið að ömmu sinni. Það hlaut að vera einhver ástæða fyrir hræðslu þeirra ... Hún fór að hugsa um það sem Alan hafði sagt. Hún mundi hve alvarlegur hann hafði sagt: Ég get ekki talað um þetta í simann. Ég hringi að vísu frá skrifstofunni, en . . . Eins og hann hefði verið hræddur um að einhver hlustaði á símtalið .. Eins og hann væri hræddur um að einhver gæti rofið samband- ið. Hún var nú viss um að það var ekkert ómerkilegt og sak- iaust, sem hann hafði komizt að. Það hlaut að liggja eitthvað óhugnanlegt að baki, það var hún viss um núna. Góði Guð! Það sem henni kom í hug var svo hrollvekjandi að hjartað barðist í brjósti hennar. Hafði einhver hlustað á Alan og skilið hvað hann átti við, og myrt hann? Læðzt á eftir hon- um og hrint honum í Sírenu- gjótuna? Helen spennti greipar um hnén og hallaði sér upp að klettinum. Hvítir skýjabólstr- ar liðu um himinhvolfið og eina hljóðið sem heyrðist var hvísl öldunnar við sandinn og skrækir mávanna. En þessi hljóð undirstrikuðu einrriitt friðinn og kyrrðina á strönd- inni hans Alans, róandi hljóð, eins og hann hefði verið þarna sjálfur, vafið hana örmum og hvíslað ljúfum orðum í eyra hennar. Hér fann hún nærveru hans, eins og að hún myndi finna svörin við þeim spurningum sem kvöldu hana, einmitt á þessum stað og á þessari stund. Hvernig bar dauða þinn að, Alan? Er ég geggjuð, að mér skuli detta í hug að þú hafir verið myrtur? Svarið kom ekki, en það var sem hún heyrði rödd hans: Þú munt fá að vita sannleikann! Og þetta lægði öldur örvænt- ingarinnar í sál hennar, hún var ekki eins angistarfull, eins og þegar hún fór frá höllinni. Hún hafði tekið með sér bað- fötin sín, án þess að vita hvað hún gerði, þotið af stað, en ekki til Munkavíkurinnar, heldur hingað til strandarinn- ar sem Alan hafði svo mikið dálæti á. Hún stóð upp og óð út í sjóinn, synti svolitla stund í tæru, svölu vatninu og lagð- ist svo á bakið í sandinum og lokaði augunum. Charles hlaut að geta hjálpað henni. Hún gat ekkert gert á eigin spýtur, en hann hlaut að geta greitt úr þessu. Hann var greindur mað- ur, réttlátur og sterkur. Hann myndi ekki hætta fyrr en sann- leikurinn kæmi í ljós . . . Þögnin var skyndilega rofin af röddum: . . . að minnsta kosti eina viku, kannske tvær, þrjár . . . heyrði hún einhvern segja. Hún leit upp. Það var John Harvard, sem var að klifra niður klettinn að strönd- inni. f fylgd með honum var annar maður. — Jæja, situr þú hér ein, sagði John. — Er vatnið ennþá of kalt fyrir Penelope? — Þau Charles eru í St. Ma- lo og verða þar yfir helgina. — Má ég kynna fyrir þér Jim Forrester vin minn. Hann er sagnfræðingur. Jim, þetta er ungfrú Drake, hún er blaða- maður frá London. Þau töluðu saman um stund og dáðust að sérkennum eyjar- innar. Forrester tók upp nokkra kuðunga og virti þá vandlega fyrir sér. — Þeir óvenjulegustu hafa komið hingað með Golfstraumn- um frá Mexico, sagði John. — Ég veit reyndar ekki hvort sú hugmynd getur staðizt, en það væri gaman að rannsaka það nánar. — Mér finnst þú hafir fullt í fangi með að rannsaka forn- minjar hér á eynni, sagði Forr- ester hlæjandi. — Ég er með samvizkubit yfir því að hafa tafið þig svo lengi. Ég ætti að fara að hugsa til heimferðar. — Það liggur ekkert á. Ég tek mér stundum frí á laugar- dögum. Við skulum fá okkur eitthvað að borða heima hjá mér. Hann leit á Helen. — Kann- ske þú hefðir gaman af því að skreppa með mér til St. Peter, þar sem þú ert ein heima? Ég þarf að skjóta Jim þangað. — Hvort ég hef? Það er ekk- ert sem mér þætti skemmti- legra. Við hittumst þá við höfn- ina", — eigum við að segja klukkan hálf^þrjú? Þegar þeir voru farnir, synti Helen stundarkorn, en þegar hún óð í land aftur, nam hún skyndilega staðar. Uppi á hæð- inni, rétt hjá klettaskorunni, þar sem þrepin voru. sá hún Jessie, sem stóð þar með arm- ana í kross á sinn sérkennilega hátt og virti hana fyrir sér. En hún hvarf í skyndi, þegar hún sá að Helen horfði á hana. Hún gaf engar bendingar nú, ekk- ert galdramerki. Hún hefur greinilega misst trúna á að ráða við mig með göldrum, hugsaði Helen. Ég kenni reyndar í brjósti um hana. Hún er að vísu leiðinleg, en að öllum Hk- indum alveg skaðlaus . . . En þegar hún kom upp á sléttuna á hæðinni, skipti hún strax um skoðun. Grasið ilm- aði og var mjúkt undir fæti, hafgolan hlý og henni fannst aldrei hafa verið svona frið- sælt á eynni. Þess vegna var það sem hún sá, ennþá and- styggilegra. Einfaldi trékrossinn, sem hafði staðið þar til minningar um Alan, hafði verið rifinn upp og lá nú brotinn á grundinni! Henni varð flökurt. Hún greip fyrir andlitið og gat ekki stöðvað skjálftan. Það var þá þetta, sem Jessie hafði verið að bauka, meðan hún óð í land. Og svo hafði kerlingin komið fram á brúnina til að njóta sig- urgleðinnar, full grimmdar og haturs. Geðveik, manneskja sem gat fundið upp á slíku, hlaut að vera geðveik! Eða var þetta hótun? En hvers vegna gerði hún það á þennan hátt? Jafnvel þótt hún haldi að ég sé ein- hvers konar norn, hvaða til- gangi þjónaði það fyrir hana Framhald á bls. 54. 49. TBL. VIKAN 21
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.