Vikan


Vikan - 09.12.1971, Qupperneq 40

Vikan - 09.12.1971, Qupperneq 40
VALD ÁSTARINNAR er eftir BODIL FORS- BERG höfund bókanna „Ást og ótti“ og „Hróp hjartans“. - Hrífandi og spennandi bók um óstir og örlagabaróttu. - Kjörbók kvenna. FRANCIS CLIFFORD FRANCIS CLIFFORD skrifaði bókina „Njósn- ari á yztu nöf“. Sú bók varð metsölubók hér ó fslandi. Nýja bókin hans heitir NJÓSNARI f NEYÐ. - Baróttan er hóð upp ó líf og dauða. - Ósvikin karlmannabók. HÖRPUÚTCÁFAN ISÖÖJ EVARI ( % | gttk % M EClír HOfund Imh 1 JfL.vrgfg/wJff M m metsölubóharlnnar |\J M NJÚSNARI 8 ll 8 A YXTU NÖF Og svo, þegar ég legg saman alla þá reynslu sem ég hef öðl- azt á því sem þú taldir upp, ferðalögum um allan heim og einu og öðru í viðbót, þá verð ég að viðurkenna, að hvergi hef ég séð meiri hörmungar en í Biafra. Það hefur verið mik- ið talað um gang mála þar, við höfum verið ásakaðir um að hafa smyglað vopnum og pen- ingum og við höfum jafnvel verið ásakaðir fyrir að hafa gert allt sem í okkar valdi stóð til að framlengja stríðið. Vit- leysa! Heimskulegt hjal! Ef á að þvinga mig til að taka þátt í einhverjum pólitískum djöfla- dansi áður en fólki er hjálpað, þá hætti ég samstundis og segi bless. Ég minnist þess að hafa staðið í Biafra með eitthvað í fanginu sem líktist meira gúmmiklessu en deyjandi barni og ég grét eins og brjálæðing- ur. Ég get aldrei fallizt á að norskt barn sé meira virði en lítið, deyiandi blökkubarn i Biafra eða Indlandi. Slíkt lykt- ar af víti. — Mig langar a® koma aft- ur að atriði sem þú nefndir um sögusagnir varðandi Biafra- styrjöldina. Ég hef áreiðanleg- ar, mjög áreiðanlegar, heimild- ir fyrir því, að í hverri viku hafi verið flogið inn í Biafra með 20.000 dollara handa Oju- kwu til vopnakaupa. Er það satt? — Nei, það er algjörlega ósatt, vinur minn. Engin hjálp- arflugvél tók minnsta þátt í vopÆaflutningum, en við vitum aftur á móti, að á hverri nóttu flugu þeir sjálfir með vopn inn í landið, annaðhvort frá Gabon eða Sao Tomé. En það er stað- reynd, sem ekki verður við hróflað, að Biafra-stríðið er blettur á samvizku heimsins og verður það um ókomna tíma. Ég viðurkenni, að við gerðum mistök í starfi okkar i Biafra, en ég er þess reiðubúinn, hverja sekúndu ævi minnar, að gera slíkt hið sama á nýjan leik. Þá vona ég einungis að við vinn- um leikinn og ég vona að við fáum tækifæri til þess. Auðvit- að er sú ósk sterkari í mér, að við fáum aldrei tækifæri til að sýna hvað við getum eða get- um ekki, en ef slíkt ástand kæmi upp, þá viljum við vinna. En snúum okkur þá aftur að spurningunni: Við byrjuðum ár- ið 1961 að aðstoða íbúa Aust- ur Nígeríu við landbúnaðar- störf og þurftum þar af leið- andi oft að færa peninga á milli banka og landa; fyrir starfsfólk okkar, tæki og fleira og fleira — þér er velkomið að koma til Oslo og fara í gegnum bókhald okkar — en í nóvem- ber 1967, þegar stríðið var að blossa upp fyrir alvöru, hætt- um við algjörlega að senda pen- inga til landsins og síðan hefur ekki farið ein einasta króna frá kirkjulegum hjálparstofnunum þangað. Þetta er sannleikurinn, vinur minn. Ég veit að það líður ekki á löngu þar til um allan heim selst bók um „hneykslið í Bi- afra“. Það er til fólk sem lang- ar til að græða peninga á þessu og ég heyrði nýlega um einn sem er að ljúka við bók með svona kjaftasögum. Ég vona, hans vegna, að sú bók komi al- drei út. — Þið hafið ekki hugsað ykk- ur að reyna að stöðva útkomu bókarinnar eða bókanna með réttarúrskurði? — Nei, við leggjum okkur ekki niður við slíkt. Við skipt- um okkur ekki af því sem fólk segir um okkur nema um sé að ræða grófar árásir sem verða til þess að við missum velvild og gott orð í viðkom- andi landi, en sem betur fer er það sjaldgæfara. —o— — Við vitum öll að mat- vælasendingar til sveltandi fólks eru ekki raunhæf lausn til langs tíma, en hvað er þá raunhæf lausn? — Það eru til mörg svör við þessari spurningu, en það sem er mikilvægast er það, að það er til nægur matur í heiminum. Nægur matur handa öllum. En það er fólkið sjálft sem lætur á sér standa. Þú og ég. Brasi- lía ein gæti fætt alla íbúa jarð- ar með réttum aðferðum, „grænu byltingunni" og þess háttar, og fiskafurðir Norð- manna dygðu handa öllum sveltandi mönnum í heiminum, væru þær notaðar til þess ein- göngu. Ég hef ekki svar við spurn- ingu þinni. Sumir telja póli- tíska byltingu einu lausnina, en hvers konar pólitík á það að vera? Veizt þú það? Ekki veit ég það. Ég get ekki ímynd- að mér að eitthvert þeirra stjórnkerfa sem við þekkjum í dag dygði, því öll byggjast á valdaspursmáli. Sá sem hefur völdin hefur rétt fyrir sér, það er allt og sumt. Um leið og fólk hefur völd spyr það ekki um nágrannann. Ég trúi ekki á pólitík, mér þykir það leitt, en þannig er það. Það sem ég trúi á og er reiðubúinn til að deyja fyrir hvenær sem er, er 40 VIKAN 49. TBL.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.