Vikan - 20.01.1972, Side 4
Ilvar fæ§t
Pira - system?
Pira-System fer sigurför um heiminn eins og fram kemur
í samtali við uppfinningamanninn, Olle Pira, í Vikunni 29.
júli sl. Hús og skip hefur einkaumboð fyrir Pira System.
Það er selt í verzluninni í Norðurveri, Hátúni 4A. Allt ann-
að, sem selt er undir þessu nafni annars staðar, eru eftir-
líkingar, sem ber að varast.
PiRA SYSTEM — Einkaumboð á íslandi: Hús og skip,
sími 21 830.
MATREIÐSLUBÓK VIKUNNAR
--------------------KLIPPIÐ HÉR--------------
Vinsamlegast sendið mér möppu undir MATREIÐSLU
BÓK VIKUNNAR. Greiðsla sem er 130 krónur, fylgir
með í ávísun/póstávísun (strikið yfir það sem ekki
á við). Ef hægt er óska ég eftir, að mappan verði í
q, bláum/ljósbláum/rauðum lit. (Strikið yfir það sem
'x ekki á við).
O
Q_
O.
^ Nafn
I—
“O
15
Ct7
ZE
m»
73
Heimili
- --------------------KLIPPIÐ HÉR
PQSTURINN
Svar til tveggja
Ijóshæröra
Ja, nú kastaði fyrst tólfunum.
Hvernig í veröldinni eigum við
að fara að þessu? Farið til spá-
konu!
Ljósmyndun og fleira
Kæri Póstur!
Gleðilegt nýár og ástarþakkir
fyrir allt gamalt og gott. Asæð-
an fyrir því að ég skrifa þér er
ekki ástarsorg eða neitt slíkt.
Samt vona ég að þú sjáir þér
fært að svara þessu bréfi.
1. Er hægt að læra ljósmyndun
hér á landi? Hvar? Þarf sér-
staka menntun og aldur og
hvað er námið langt?
2. Hvar er hægt að læra and-
litssnyrtingu og hvað er það
langt nám?
3. Svo er hér ein spurning fyr-
ir vinkonu mína: Hvar fær
hún linsur? Hvað kosta þær?
Þarf hún að fara til augn-
læknis eða getur gleraugna-
smiður mælt glerið í gler-
augunum hennar?
4. Hvers vegna fór Björgvin
Halldórsson ekki til Tokyo
— eða fór hann kannski?
Svo vona ég að þú sjáir þér
fært að svara þessu. Skilaðu
ástarkveðju til englakroppsins
hans Ómars Valdimarssonar, ef
þú ert þá ekki Pósturinn sjálfur,
Ómar minn!
S.Á.
1. Ljósmyndun er svo sannar-
lega hægt að læra hér á
landi og er það gert á Ijós-
myndastofum og í iðnskól-
anum, eins og hvert annað
iðnnám. Til þess þarf víst
gagnfræðapróf nú orðið, en
námið er 4 ár.
2. Snyrtisérfræði lærir maður á
snyrtistofum. Til þess þarf
einnig gagnfræðapróf og 18
ára aldur, en námið tekur
eitt ár.
3. Linsur fær hún í gegnum
augnlækninn sinn, sem hún
verður að heimsækja.
4. Ástæðan fyrir því að Björg-
vin fór ekki til Tokyo var sú,
að hann komst ekki nógu
langt í undankeppninni,
enda tóku um 1200 söngv-
arar þátt í henni.
Ekki getum við nú beinlínis
verið þér sammála um að Ómar
sé með „englakropp", en kveðj-
una skal hann fá um leið og
hann kemur úr mat.
Svar til SS á Akureyri
Við getum ekkert ráðlagt þér
annað en að herða upp hug-
ann.
Stúdentspróf
utanskóla
Elskulegi Póstur!
Beztu þakkir fyrir allt, bæði
gamalt og gott. Ég er sérstak-
lega ánægð með framhaldssög-
urnar hjá ykkur og eins langar
mig til að þakka ykkur fyrir
jólablaðið í ár. Mér fannst það
betra núna en oftast áður, og
hefur það þó alltaf verið vel
lesandi. Ég les mest innlent
efni, viðtöl, frásagnir og þess
háttar, og það var einmitt nóg
af slíku í jólablaðinu ykkar. Mér
fannst grein Sveins Sæmunds-
sonar afbragðs góð, enda hef ég
lesið allar bækur hans. Ég held
að allir, sem einhvern tíma hafa
eitthvað komið nálægt sjó-
mennsku, hafi gaman af efni
eins og því, sem Sveinn skrifar
um. Þá hafði ég líka gaman af
viðtali Lofts Guðmundssonar við
skyggnu konuna, sögu Bern-
höftstorfunnar eftir Árna Óla og
síðast en ekki sízt hinni snilldar-
legu jólasögu eftir Guðmund
Hagalín.
En sleppum þessu rausi. Er þá
bezt að snúa sér að erindinu. Ég
sá í blöðunum á dögunum, að
nú er samkvæmt nýjum lögum
öllum heimilt að taka stúdents-
próf, án þess að hafa staðizt
landspróf. Eitthvað var minnzt
á námskeið í sambandi við þetta
fyrir þá, sem ætluðu sér að taka
stúdentspróf utanskóla. Gætir
þú, Póstur góður, gefið mér
nánari upplýsingar um þetta?
Með beztu kveðju og ósk um
velgengni á nýja árinu.
S.H.
„Þegar GuSmundur Arnlaugsson,
rektor Menntaskólans við
Hamrahlíð, kom inn í 29.
4 VIKAN 4. TBL.