Vikan


Vikan - 20.01.1972, Page 5

Vikan - 20.01.1972, Page 5
kennslustofu skólans klukkan fjögur á laugardaginn rak hann í rogastanz. Hvert sæti í stofunni, sem tekur um 90 manns, var setið, og gangarnir beggja vegna sætaraðanna voru troðfullir." — Þannig hófst frásögn i einu dag- blaðanna af fundi með væntan- legum þátttakendum í námskeiði fyrir þá, sem vilja taka stúd- entspróf utanskóla. Ráðgert var að byrja strax á námskeiðinu, en forráðamenn óraði ekki fyr- ir, að fjöldi þátttakenda yrði svo mikill, svo að einhver dráttur verður á, að námskeiðið geti hafizt. Fyrsta námskeiðið verður í 15 vikur að sögn og kennt verður í tvær klukkustundir á dag, sex daga vikunnar. Náms- efnið á þessu fyrsta námskeiði verður sniðið eftir 1. bekk menntaskólans. Kenndar verða sex greinar: enska, danska, þýzka, islenzkar bókmenntir, stærðfræði og efnafræði. Mönn- um er vist frjálst að taka sér eins mikinn tima til undirbún- ings prófinu og þeir telja sig þurfa á að halda. Framhjáhald Virðulega blaðl! Ég er 37 ára gamall, á konu og átta ára gamla dóttur. Mig lang- ar óskaplega að eignast annað barn, en konan mín, sem ég annars dýrka, tekur það ekki í mál, segist vera búin að fá nóg af bleiuþvotti og barnagráti. — Finnst þér undarlegt þó ég bregði mér út á lífið við og við — í þeim tilgangi að eignast annað barn? Faðir. Já, svo sannarlega. Ef konan þín vill ekki eignast annað barn og þú ætlar að eignast barn með annarri konu, væntanlega með það í huga að konan þín viti það aldrei, ættir þú að skilja við hana strax. Við teljum hvers kon- ar framhjáhald óafsakanlegt. Hrædd að fljúga Kæra Vika! Pósturinn hjá þér sýnist mér leysa úr flestum vandamálum, hversu einkennileg sem þau kunna að vera. Þess vegna lang- ar mig til að biðja þig að gefa mér gott ráð varðandi vanda- mál, sem ég á við að stríða. Það veldur mér miklum óþæg- indum, hvað ég er hrædd að fljúga. Við hjónin höfum flogið utan á hverju einasta sumri og flogið þar á milli borga eins og gengur. Ég get ekki hugsað mér neitt skemmtilegra en að ferð- ast. En það skyggir mikið á, að ég fer að kvíða fyrir fluginu mánuðum áður en lagt er af stað. Svo þegar líður að brott- fararstund, þá er ég alveg orðin lystarlaus af kvíða og fæ jafn- vel í magann. Meðan á fluginu stendur er ég síhrædd, sérstak- lega þegar mér finnst hljóðið í vélinni breytast og hún hreyfist eitthvað óeðlilega mikið í loft- inu. Ég reikna alltaf með, að það sé mitt síðasta í hvert ein- asta skipti, sem ég stíg upp í flugvél. Er nokkuð hægt að gera til að sigrast á þessum ótta? Flúsmóðir. f—í Þú ert ekki ein um að vera hald- in ótta af þessu tagi. En auðvit- að er hann ástæðulaus eins og flest hræðsla er. í Bandaríkjun- um hefur verið sannað með óyggjandi rannsóknum, að það sé miklu öruggara að fljúga með flugvél, heldur en aka í bíl á jörðu niðri. En hvað er hægt að gera til að vinna bug á flug- hræðslunni? Sumir taka inn ró- andi pillur, en aðrir drekka sig fulla. Hvorug lausnin er þó æskileg. Bezt er að reyna að sigrast á þessu smátt og smátt með því að kynna sér flug og öryggisráðstafanir, sem gerðar eru ■ sambandi við það. Við slíka könnun kemur í Ijós, að öryggi í flugi eykst með hverju ári og nálgast fullkomnun, þótt vissulega verði aldrei hægt að koma í veg fyrir slys. Venjulega minnkar flughræðsla smátt og smátt og hverfur loks alveg því oftar sem flogið er. En þér til huggunar má segja, að til eru þeir menn, sumir meira að segja heimsfrægir, sem aldrei stíga upp í flugvél, heldur ferð- ast upp á gamla mátann: með skipum og járnbrautum. ReyniS LiMMITS súkkulaSi- og megrunarkexiS strax í dag Fæst nú aftur í öllum apótekum Afar bragSgott HeiidsölubirgSir: G. ÖLAFSSON, ASalstræti 4 ÁRBÆJARHVERFI Árbæjarabótek hefir veriS opnaS aS Hraunbæ 102 AfgreiSslutími: Alla virka daga kl. 9-18 nema laugardaga kl. 9-12 Símar: Almenn afgreiSsla 8-52-20 Læknar 8-52-21 Steingrímur Kristjánsson. 4. TBL. VIKAN 5

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.