Vikan - 20.01.1972, Qupperneq 14
Regnið skall á haffletinum,
iskalt, stakk mig í hálsinn og
handarbökin eins og milljónir
nála. Það var kaldara en sjór-
inn, sem flaut allt í kringum
mig. Ég hékk á bátskilinum og
hendur mínar voru stirðar af
kulda. Ég var halfmeðvitund-
arlaus, en fann samt að ég var
að renna niður í djúpið. f ör-
væntingu minni reyndi ég að
skipta um stöðu, , mjaka mér
til hliðar og freista þess að ná
i' utanborðsvélina, til að ná
betra haldi. í stað þess missti
ég alveg takið og fór á bólakaf.
Ég drakk mikið af sjó, áður en
mér tókst að spyrna mér upp á
yfirborðið aftur. Ég tróð mar-
vaða og náði loks taki á járn-
klæddum kilinum, á sama stað
og áður.
Þetta voru þá lokin. Ég vissi
það, en það var ,eins og það
skipti ekki svo miklu máli leng-
ur. Mér fannst sem hafinu væri
algerlega skipt í tvennt, ískalt
yfirborðið með freyðandi öld-
um, og hið lygna, græna hyl-
dýpi, sem mér fannst ekkert
hrollvekjandi lengur, frekar
lokkandi...
Ég heyrði ekki i .storminum,
ég fann aðeins fyrir honum ís-
köldum á höfuð mitt og herðar.
Ég fann samt ennþá mismun-
andi styrk stormsins, skynjaði
hann eins og liti, grá-bláa og
fjólubláa pensildrætti og við og
við urðu þeir blásvartir.
Mér var ógurlega kalt.
Ég reyndi að hugsa mér heit-
ari liti, rautt, gult, — gult.
Gullna sólargeisla, sólheitar
klappir og sand, sem brenndi
mig í iljarnar. En eina myndin
sem mér kom í hug, var San
Sebastian, skuggalega hulin
þoku.
— Hefir þú aldrei komið til
San Sebastian? Mark Hogarth
fékk þetta til að hljóma eins og
að ég hefði aldrei heyrt Rem-
brandt nefndan á nafn.
— Þvi skildi ég hafa verið
þar?
— Ja, ég veit ekki. . . Rödd
hans varð svolítið óákveðin. —
Fiskibátar, hafið, andrúmsloft-
ið. Og þú, sem ert listmálari.
San Sebastian hefur upp á allt
það ákjósanlegasta að bjóða fyr-
ir málara, ég á við fyrirmýndir
og allt það.
Allt sem ég gæti frekast ósk-
að . . . Votar gangstéttir, votar
bryggjur, kaldur og lífvana
sandurinn. Mannlausir fiskibát-
ar, sem lágu við festar, skrikj-
andi mávar, sem flugu inn á
milli siglutrjánna.
— Ég er með ágætist hug-
mynd, sagði Hogarth. Við vor-
um að tala saman í síma. — Þú
ættir að koma þangað fjórða
september og hitta mig þar.
— Er það ekki þá, sem þið
búizt við að Farelly vinni
keppnina? David Farelly var
siglingamaður og ævintýramað-
ur um leið og búizt var við að
hann yrði sigurvegari í Beres-
ford í siglingakeppninni þriðja
árið í röð.
— Jú. Ef þú ætlar að mála
mynd af honum, þá er ágætis
hugmynd að þú getir séð hann
í þessu umhverfi hans. Séð
hann með Conventant og hafið
að baki sér, sem sagt, séð um-
hverfið, sem hann hrærist í.
Ég hafði verið bæði undrandi
og glaður, þegar Hogarth, sem
var formaður í Yara siglinga-
klúbbnum, hafði beðið mig um
að mála myndina af Farelly. Ég
hafði reynt að verða mér úti um
allar upplýsingar um David
Farelly, lesið um hann í göml-
um tímaritum um siglingar og
jafnvel gert nokkur frumdrög
að málverkinu. Ég hafði séð
myndir af Convenant og lesið
að upphaflega hafi það verið
bróðir Davids, sem byggði bát-
inn og hafði sjálfur ætlað að
sigla honum í keppninni, en
hann hefði svo orðið fyrir bil-
slysi. Ég vissi líka að Beresford
keppnin var erfið keppni, vega-
lengdin var frá Alabany í Vest-
ur-Ástralíu til San Sebastian í
Victoria, um tvö þúsund sjó-
mílna vegalengd. Sú leið var
mjög hættuleg, jafnvel í blið-
skaparveðri, en bókstaflega
háskaleg um þetta leyti árs,
þegar veðrabreytingar voru
mjög óstöðugar og það gat rok-
ið upp með storm án nokkurs
fyrirvara. Mér var ómögulegt
að skilja hversvegna menn
lögðu sig í lífshættu vegna
keppni, en það gat verið að ég
gæti skilið það, ef ég athugaði
mann eins og David Farelly í
sínu venjulega umhverfi.
Það varð því úr að ég lofaði
að koma og viku fyrir fjórða
september hafði ég lokið því
verkefni, sem ég var að vinna
við og datt þá í hug að fara
strax til San Sebastian og bíða
eftir Hogarth þar.
Ég ók því frá Melbourne til
Victoria. Fyrsta daginn var
ijómandi gott veður, skýlaus
himinn og logn og þægilega
heitt. En strax fyrsta kvöldið
dimmdi yfir, sunnanvindurinn
kom með kuldanum frá Suður-
Pólnum. Þegar ég kom til San
Sebastian um morguninn 31.
ágúst var bærinn hulinn kaldri
þoku og hitinn aðeins fimm
gráður. Þorkunni létti svolítið
um hádegið og þá fór að rigna.
Eftir að ég hafði komið mér
fyrir á hótelinu, sem var ósköp
ömurleg bygging, fór ég út að
skoða bæinn. Nokkrir hundar
og skríkjandi mávarnir voru
einu lifverurnar, sem ég kom
auga á. Flaggasnúrur, sem
höfðu verið hengdar upp í til-
efni af siglingakeppninni,
héngu slakar og liturinn draup
af þeim í rigningunni. Yfir að-
algötum var strengdur breiður
borði og á honum stóð: Vel-
kominn heim, Davey! Það var
greinilegt að búizt var við sigri
hans, þvi að hvergi voru borð-
ar með öðrum nöfnum.
Ég fór inn í tóbaksbúð og
keypti nokkrar súkkulaðiplöt-
ur. Afgreiðslustúlkan sagði mér,
með gleðihreim í röddinni, að
Davy væri nú þegar fjórum
mílum á undan næsta kepp-
anda. Ég spurði hana hvort ekki
væri hægt að gera sér eitthvað
til dægrastyttingar í bænurri, en
hún virtist ekki skilja hvað ég
átti við með því. Leiksýningar
og dans voru greinilega óþekkt
fyrirbæri í San Sebastian.
Ég gekk aftur út á götuna og
rölti niður að ströndinni. Hafið
var blásvart, himinninn grár og'
allt var vott og kalt og óendan-
lega dapurlegt.
Á leið minni upp í bæinn aft-
ur, kom ég við i höfninni til að
skoða fiskibátana. Þeir lágu við
tvær bryggjur, þriðja bryggjan
var mannlaus og auð. Fiskibát-
arnir voru allir af sömu stærð
og á þeim stóðu nöfn eins og
Mary Jane, Ellen, Yabbie og
Woore.
Ein mannvera var þarna á
stjái, gamall sjómaður, sem var
að dytta að netum í dyrum
einnar fiskbúðarinnar. Hann
var ósköp sauðarlegur á svip
og ég gekk til hans, til að vitja
hvort ekki væri hægt að tala
við hann. Hann tautaði einhver
óskiljanleg orð og sneri strax
baki í mig. Ég gekk því von-
svikinn heim á hótelherbergið
mitt og reyndi að festa hugann
við að lesa í bók. Svo fór ég
snemma að sofa, hálfþreyttur
og leiður yfir öllum þessum
tómleika. Mér datt jafnvel í
hug að fara aftur til Melbourne,
en það var auðvitað ósköp
kjánalegt, þar sem ég þurfti að
hitta Hogarth þann fjórða. Og
eitt var víst, ég vildi ekki svíkja
hann, tilboð hans var alltof
gott til þess, sérstaklega fyrir
næstum óþekktan málara eins
og mig.
Næsta morgun brautzt dauf-
ur, sítrónugulur sólargeisli
14 VIKAN 3. TBL.