Vikan - 20.01.1972, Blaðsíða 19
THIBURAR F/EDDIR
MEH TVEGGJA MANARA MILIIBIII
mánuðum fyrir timann og vó aðeins 970
grömm. Öll líffæri hennar voru mjög
vanþroskuð og hún sveif milli heims og
helju í fleiri mánuði í hitakassa og fékk
næringu í gegnum æð.
Chlaes bróðir hennar fæddist 20. des-
ember. Hann varð líka að fara í kassa,
en hann var þroskaðri og þyngri, vó
2130 grömm.
Þegar þessar fréttir bárust, var mikið
um það rætt hvort þessi börn yrðu eðli-
leg andlega og líkamlega. Nú er komið
svar við því; tvíburarnir eru eins og
öll önnur heilbrigð böm.
Þau eru ákaflega fjörug og það er
ekki hægt að merkja að þau hafi orðið
fyrir áfalli við þær furðulegu aðstæður,
sem þau lifðu við fyrstu mánuði ævi
sinnar.
Frú Maj-Britt Petersson frá Mjölby í
Svíþjóð hefir fjórum sinnum fætt barn,
síðast fyrir þrem árum, en þá eignaðist
hún tvíbura með tveggja mánaða milli-
bili og þessutan þrem mánuðum fyrir
tímann. Það ,er mjög óvenjulegt að
börnin lifi, þegar slíkt kemur fyrir og
frú Petersson er ef til vill eina móðirin
í veröldinni, sem hefir orðið móðir með
svo löngu — eða svo stuttu millibili.
Frú Maj-Britt Petersson er bóndakona
á stórbýlinu Vagstorp rétt fyrir utan
Mjölby í Suður-Svíþjóð og hún er 29
ára, hraust og harðdugleg kona. Hún á
fjögur börn, Tommy, sem er 11 ára,
Magnús, 4 ára og tvíburana Elisabeth og
Chlaes, sem eru þriggja ára, en fæddir
með rúmlega sjö vikna millibili. Tví-
burarnir eru fæddir í nóvember og des-
ember. Elisabeth fæddist fyrst, þrem
3.TBL. VIKAN 19