Vikan


Vikan - 20.01.1972, Blaðsíða 22

Vikan - 20.01.1972, Blaðsíða 22
Prédikarinn á Lœkjartorgi það þótti ekki nema sjálfsagt þá — þú skilur það. En kaupið, sem ég fékk hjá þeim, voru ein- ar þrjátíu og fimm krónur — þrjátíu og fimm krónur, og fór oftast á fætur klukkan tvö á nóttu til að róa, og þegar kom- ið var að og búið að sjá um afl- ann, var ég látinn fara að vinna í þaranum til klukkan tíu á kvöldin. Og fyrir þetta fékk ég þrjátíu og fimm krónur, fyrir alla vertíðina — þú skilur það. Svo kom bróðir minn, sem dvalizt hafði í nokkur ár vest- anhafs, og hafði þaðan aðra sögu að segja en ég af Vatnsleysu- ströndinni. Hann var líka stað- ráðinn í að halda þangað vestur aftur, og nú vildi hann endi- lega fá mig með sér til Ameríku. Og það varð úr, að ég réðist til farar með honum, og það var árið 1908. Vestur í Kanada var ég svo mitt fyrsta sumar þar í álfu, í ofsahita, dvaldist í hér- aði á milli Kandahar og New- yark, hjá íslenzkum hjónum, sem þar bjuggu. Bóndinn, Stein- grímur Jónsson, var afbragðs húsbóndi og kona hans alveg einstök ágætismanneskja. Og ég man enn hvílík hátíð mér þótti dvölin hjá þeim, því að hún bjó til svo gott kaffi, að engin kona þar komst til jafns við hana. Við vorum þarna tveir vinnumenn, hvor með sitt æki, fjóra stóra hesta. En svo gerðist það að fyrri heimsstyrj- öldin brauzt út, samverkamað- ur minn fór í „front“, eins og það var kallað, gerðis hermað- ur og féll á vígvöllunum. Allir fslendingar, sem þarna voru og höfðu hreysti og aldur til, fóru í front, allir í front, þar sem þeim var sópað niður; það er önnur saga og ég ætla ekki að fara út í það ... Ég var skytta og morðvargur. -'Ég var orðinn of gamall til þess að fara með þeim fyrstu, en átti að fara ef til þess kæmi að minn árgangur yrði kallaður í frontinn. Jú, ég átti að fara, því að það vitnaðist að ég hefði verið afbragðs skytta og morð- vargur. Ægilegur morðvargur, skal ég segja þér, vitlaus í að drepa rjúpuna, þegar ég var í Borgarfirðinum. Ég átti þá bak- hlaðning, en sá var galli á hon- um, að hann flutti svo stutt. En það var í eitt skipti, að segja mátti það með sanni um mig, að ég slægi öll met. Ég lagði af stað löngu fyrir dag í heiðríkju og grimmdarfrosti, fór úr sokk- unum og óð yfir ána og hélt síðan upp undir Okið. Þetta var harða veturinn fyrir aldamótin og Okið að heiman að sjá eins og stór, snævi þakinn hóll og þúfa upp úr. Þá var allt í fönn og hefði mátt renna sér á sjtíð- um á fleygiferð alla leið ofan af Oki og heim að bæ. Það þætti einhverjum eftirsóknarvert nú. Þegar ég var kominn upp að Hnubb, veit ég ekki fyrr en kemur stór rjúpnahópur og er víst búinn að fljúga ærinn spotta, því að hann sezt og hvíl- ir sig í skafli rétt hjá mér og ég þurfti ekki að gera annað en hleypa af. Hef ég þá sjö rjúpur í skoti, hleð byssuna aftur og hleypi af og liggja álíka marg- ar. Er ekki að orðlengja það, að þarna tíndi ég þær allar úr hópnum, nema fjórar, sem fljúga loks upp og ein þeirra særð. Það er hræðilegt að særa rjúpu þannig að hún missi sjón- ina, því þá flýgur hún þráð- beint upp í loftið eins hátt og vængur ber, steypist svo niður og annaðhvort rotast eða hún grefst svo djúpt í snjóinn að hún kafnar og er þá ógerlegt að finna hana. Og svo var það í þetta skiptið. Þennan sama dag höfðu aðrar rjúpnaskyttur í sveitinni átta til tólf rjúpur, fæstir fleiri að minnsta kosti. Ég kom heim með áttatíu og fjórar — svo að sannarlega var ég þar mestur morðvargur í þann tíð. Þá œtla ég ekki að öjunda hestamennina. — En nú ætla ég að segja þér af honum Skjóna mínum. Þeir voru þá tveir uppi, Skjónarnir, sem mikið orð fór af, minn og bans Beinteins, sem átti heima hjá honum Ólafi söðlasmið á Vesturgötunni, báðir afburða skeiðgammar. Beinteins-Skjóni var köttur lítill, en þó hygg ég að enginn hestur, hvorki fyrr né síðar, hafi verið jafnoki hans á skeiðinu. Skjóni minn var mun hærri og þannig skapi far- inn, að það þurfti slyngan hestamann til að taka hann nið- ur af hraðaskeiðinu og það gat Þorsteinn á Hurðarbaki manna bezt, enda frábær reiðmaður og átti löngum annálaða fjörhesta. Ég keypti Skjóna af Jóni Þor- steinssyni á Hamri, sem lét mig víst hafa hann fyrir það, að hann vildi vita hann hjá mér, og brátt varð Skjóni svo hændur að mér, að ég gat gengið að honum í haganum. En þegar ráðin var för mín vestur, skildi með okkur. Ég seldi hann í Rauðsgilsrétt. Man það eins og það hefði skeð í gær. Þann dag var glaðasólskin. Fyrst ég varð að selja hann á annað borð, vildi ég fá vel fyrir hann, enda var mér heitið fyrir hann hæsta hestverði, sem þá þekktist — þrjú hundruð krónum. Og þá gerðist það, að skepnan talaði til mín. Svona ferst þér við mig, eftir allt það, sem við höfum verið hvor öðrum, sagði hann. Sú ákæra varð mér sár og eftir- minnileg. Varla að ég fengi af- borið hana. Það er Guð, sem lætur skepnuna tala. Og þegar það gerist við svipaðar aðstæð- ur — þá ætla ég ekki að öfunda hestamennina. Það segi ég satt. Og þó að nú séu sjötíu og tvö ár umliðin síðan Sigurður seldi skeiðgamminn, Skjóna sinn, að Rauðgilsrétt, bregður fyrir klökkva í rödd hans, þegar hann rifjar það upp. Hann réttir út höndina, kreppir fingurna sem snöggvast að hvítu dulunni og þegir við. Svo sleppir hann aft- ur takinu á dulunni og það bregður fyrir kaldrana í rödd- inni þegar hann hálfhreytir út úr sér: — Og vitanlega var ég svik- inn um þrjú hundruð krónurn- ar... Andinn og píputóbakið — Hvað varstu svo lengi í Kanada? — Bíddu nú við. Ég fór þang- að um þrítugt. Það var einhver læknir. sem ráðlagði okkur bræðrunum að brúka tóbak á leiðinni yfir hafið, því að það væri gott varnarráð við skyr- bjúgi. Við fengum okkur því sína pípuna hvor, og ég keypti mér það tóbak, sem ég fékk ódýrast, „Old Tom“, og svældi það á leiðinni. Þegar ég kom til Kanada, fleygði bróðir minn frá sér pípunni, en ég hélt í mína. Og nú fór eins og alltaf, þegar maðurinn drýgir eitthvað, þegar eitthvað verður honum að nautn, þá eykur hann stöð- ugt á. Og ég jók stöðugt á reyk- tóbaksnautnina þangað til ég var kominn upp í plötutóbak, „T.M.B.“, það alsterkasta, sem til er. Ég tók bita af plötunni, muldi milli handanna og tróð í pípuna, og svo krassandi var það, að það ætlaði að logbrenna á mér munninn, þú skilur — logbrenna hann innan. En eftir að ég meðtók Jesúm Krist, þá sagði andinn við mig, að þetta væri óhreint. Þá tók ég mína ákvörðun. En svo var ég for- fallinn orðinn, að ég varð að beita sjálfan mig brögðum. Ég fór að taka í nefið, skilurðu, stuttan tíma, reykti svo stuttan tíma og þannig sitt á hvað, þangað til mér hafði tekizt að draga nægilega úr tóbakseitr- inu í blóðinu. Þá sagði ég skil- ið við hyorttveggja, píputóbak- ið og neftóbakið. Ég vildi ekki vera háður þeirri nautn, sem Andinn sagði mér að væri ó- hrein. 7. júní 1914, kl. um sjö — að Winnipegtima. — Hvenær var það, sem þú meðtókst Krist? — Það get ég sagt þér. Það var þann 7. júní, árið 1914, klukkar. um sjö — að Winni- pegtíma. Þarna eru merkilegar tölur, tekurðu eftir því? Tvenn- ir sjö og fjótrán, tvennir fjór- tán eða fernir sjö. Og þegar stendur í svo hárri tölu á báða vegu — og þarna var það á báða vegu jafnt — þá er mikið að gerast. Svo segir í ritningunni: „Og \rerði Kains hefnt sjö sinn- um, þá skal Lameks hefnt verða sjötíu sinnum." Og Pétur segir við Krist: „Er ekki nóg að ég fyrirgefi sjö sinnum?" En fær svarið: „Ekki sjö sinnum — heldur sjö og sjötíu sinnurn". Fylgistu með? — Hvernig vildi það til, að þú meðtókst Jesúm Krist? Var þar um einhvern aðdraganda að ræða? — Aðdraganda að því, að ég heyrði talað til mín ... Framhald á bls. 50. 22 VIKAN 3. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.