Vikan


Vikan - 03.02.1972, Síða 7

Vikan - 03.02.1972, Síða 7
liafi sloppið úr girðingu, þá hefur enginn Iiestur sézt i nágrenninu. Ekkert dularfullt hefur sézt. Þar er engin livit vera eða svartklædd kastalafrú og ekki heldur riddarar í iierklæðum. Áret runt sendi þangað, fyrir rúmu ári, sérfræðinga sína i dul- rænum efnum, með Astrid Gilmark í fararhroddi, en hún átti að vaka eina nótt í bókasafninu. Ef nokkur manneskja væri fær um að „sjá“ eiltlivað, þá var það Astrid Gil- mark, sem er heimsfrægur miðill. Til aðstoðar átti að nota myndavél frá AGA, sem á að geta tekið myndir af því sem mannlegt auga ekki sér, með infrarauðum geislum. Myndirnar átli svo að taka upp á myndsegulband. Myndavélinni var komið fyrir í einu horni bókasafns- ins og látin snúa að leynidyrunum, þar sem náttgengillinn var vanur að koma inn. Leiðslur frá vélinni voru svo lagðar niður í vinnulier- hergi Lindgrens, þar sem Bertil Arvholm, verkfræðingur, Claes Claesson ljósmyndari frá U])psala og eiginmaður Astrid Gilmark, rík- issaksóknari Bengt-Georg Gilmark, voru viðhúnir að sjá el' eitthvað kæmi á skerminn, sem átli að nema minnstu breytingu á umhverfinu. í hálfrokknu bókasafninu biður svo Astrid Gilmark, Lindgren ma- gisler og blaðamaður frá Áret runt. Margir gestir. Það var mjög hljótt i kastalan- um; komið yfir miðnætti - klukkan langt gengin eitt. Úti var muggu- kafald. Enginn hafði gefið Astrid Gilmark nokkrar upplýsingar, hún vildi heldur ekki lieyra neitt, áður en næturvakan hófst . . . — Skilyrðin eru ekki góð, sagði frú Gilmark, þegar við höfðum komið okkur fyrir. Það suðar svo hátt í myndavélinni í horninu, það truflar mig. Ég veit líka að Lind- gren magister er, vægast sagt, tor- trygginn, og ég get ekki stjórnað miðilshæfileikum mínum. Við verð- um samt að reyna, ég skal einbeita mér eins og hezt ég get . . . Það komu margir „gestir‘ frá liðnum tímum. Blaðamaðurinn og Lindgren magister sáu ekkert ann- að en þung húsgögnin og bækurnar í rökkrinu, en frú Gilmark hafði Framháld á bls. 31. 5. TBL. VIKAN 7

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.