Vikan - 03.02.1972, Page 8
DAUÐINN
SKRIFAR Á RITTÉL
SMÁSAGA EFTIR W. FRANCIS
Við hliöina á skrifborðinu var ritvélarborð
og stóð þar ritvél af venjulegri stærð og gerð, en í
vélinni var gul pappírsörk.
Ekkert hafði verið ritað á hana ...
— Jæja, hvað haldið þér?
spurði Harris, þegar læknirinn
var búinn að rannsaka líkið og
hafði rétt úr sér. Líkið lá í
skrifborðsstólnum.
— Það er víst ekkert leynd-
ardómsfullt við þetta, var svar-
ið. — Hann hefur látizt fyrir
3—5 klukkustundum. Kúlu hef-
ur verið skotið gegnum hægra
gagnaugað og ég geri ráð fyrir,
að hann hafi ekki verið örv-
hentur.
— Einmitt það, sagði Harris
annars hugar, en svo leit hann
rannsakandi augum á líkið, og
síðan í kringum sig í herberg-
inu. Þar var sófi, tveir hæg-
indastólar, útvarpsgrammófónn,
vínskápur, skrifborð og skrif-
borðsstóllinn, sem líkið lá í. Öll
húsgögnin voru úr ljósum viði.
Við hliðina á skrifborðinu var
ritvélarborð og stóð þar ritvél
af venjulegri stærð og gerð, en
í vélinni var gul pappírsörk.
Ekkert hafði verið ritað á hana.
Sams konar pappírsarkir voru
á skrifborðinu, en skrifað hafði
. verið á þær allar.
Harris leit á arkirnar, en
snerti þær ekki.
— Þá er mínu hlutverki víst
lokið, sagði læknirinn og sýndi
á sér fararsnið. Ég skal biðja
lögregluþjónana að fara með
líkið, — ef þér hafið lokið at-
hugunum yðar.
— Já, við erum búnir að fá
nauðsynlegar upplýsingar, sagði
Harris, og ef til vill dálítið
meira, e/ þetta hefur þá verið
sjálfsmorð.
— Já. ég geri ráð fyrir, að svo
sé, og þar sem klukkan er farin
að ganga þrjú, þá legg ég til,
að þér farið heim í háttinn og ..
Oeinkennisklæddur lögreglu-
maður birtist í dyrunum og
læknirinn þagnaði.
Lögreglumaðurinn heilsaði
lækninum fyrst, en sneri sér
svo til Harris og mælti:
— Ég er kominn með ekkj-
una og vin hennar inn í her-
bergið hér við hliðina á, — þar
getur þú rætt við þau. En hef-
urðu komizt að einhverri niður-
stöðu?
— Læknirinn reynir að full-
vissa mig um, að þetta sé sjálfs-
morð.
— Ég hef alls ekkert reynt
til þess, mótmælti læknirinn.
Hins vegar ráðlagði ég yður að
fara heim að sofa. Góða nótt!
Harris andvarpaði, er lækn-
irinn hafði lokað dyrunum á
eftir sér.
— Að mínu viti hefur hann
rétt fyrir sér, Dom. Allar ytri
aðstæður benda til þess og þess
vegna getum við lagt upp laup-
ana.
— En eigum við að gera það'
Harris benti á líkið.
— Þessi maður var rithöí-
undur, og þetta, sem liggur
þarna á borðinu — þessar vél-
rituðu arkir — er smásaga.
— Hvað kemur það málinu
við? spurði Dom.
Harris andvarpaði.
— Sögunni er ekki lokið og
þar er ekkert, sem gefur til
kynna, hvernig endirinn muni
verða.
— Ég skil þig alls ekki, sagði
Dom.
— Nei, það gerir þú ekki, en
þessari sögu er ekki lokið. Nú
skulum við fara fram og tala
við ekkjuna.
Á leiðinni inn í stofuna mættu
þeir mönnunum, sem voru
komnir til þess að sækja líkið.
Ekkjan leit upp, er þeir komu
inn í stofuna.
— Mér þykir leitt, að þurfa
að ónáða yður, sagði Harris.
Klukkan er orðin margt og þér
hljótið að vera mjög þreyttar,
en ef þér aðeins viljið segja mér
allt, sem þér vitið, þá skal þetta
ekki taka langan tíma.
Hún var hávaxin og á að
gizka 35 ára að aldri. Hún kom
dálítið kuldalega fyrir, ekki fög-
ur en dálítið sérkennileg. Hún
var grannvaxin og klædd
smekklegum kvöldkjól. Engin
merki sáust þess, að hún hefði
giátið, en svo virtist sem hún
væri dálítið spennt. Hún gaut
hornauga til mannsins, sem hjá
henni var í stofunni, áður en
hún sagði nokkuð.
Hann var yngri og hærri en
hún, — með dökkt liðað hár og
laglegt andlit. Hann stóð og
hallaði sér upp að arninum og
reykti ákaflega. Hann leit á
frúna, en síðan á Harris.
— Já, við Carl fórum á veit-
ingahús seinni hluta dags í gær.
Hingað komum við aftur um
hálffimm leytið og Carl kom
inn með mér og fékk sér glas.
Lewis, maðurinn minn var þá
að vinna og ég vildi ekki trufla
hann. Carl og ég . . .
-—• Sáuð þér manninn yðar?
— Nei, en ég heyrði, að hann
var að vélrita. Ég ónáðaði hann
aldrei við vinnu sína. Ég vissi,
að hann hafði heyrt okkur
koma og hann myndi hafa kom-
ið inn til okkar, ef hann hefði
langað í glas. Carl stóð við í
um það bil klukkustund, en þá
fór hann heim til þess að skipta
um föt fyrir kvöldverð, en ég
fór niður til þess að snyrta mig.
Þegar ég kom niður, var mað-
urinn minn ennþá að vinna. Ég
hringdi á bíl.. .
— Ætluðuð þér þá ekki út að
borða með manninum yðar?
— Nei, Carl hafði boðið mér
til kvöldverðar. Lewis vildi ekki
koma með.
— Jæja, og hvað svo? spurði
Harris.
— Ég fór í leigubíl til þess að
Carl þyrfti ekki að koma hingað
og sækja mig. Veitingahúsið er
í Fyrstu Götu, og þar snæddum
við. Eftir máltíðina fór ég heim
til þess að athuga hvort hann
vildi eyða kvöldinu með okkur,
en þar sem hann anzaði ekki,
er ég barði á dyrnar hjá honum,
gerði ég ráð fyrir, að hann væri
farinn út. Við komum heim
klukkan hálftvö og Carl kom
inn með mér og ætlaði að
drekka með mér eitt glas. Þá
var ljós í vinnustofu mannsins
míns — það sá ég í geenum rif-
una á hurðinni. Þess vegna
barði ég að dyrum, en enginn
svaraði, og opnaði ég þá dyrn-
ar. Ég gekk inn fyrir. — Já, þá
hringdi Carl á lögregluna.
Harris leit á manninn.
— Kemur þetta heim við það,
sem þér hafið að segja? spurði
hann.
— Jú.
— Við erum að reyna að
finna út hvernig hann lézt, sagði
Harris. Heyrðuð þið bæði, að
hann var að vinna, er þið kom-
uð heim um hálffimm leytið.
Frú Catman kinkaði kolli.
— Hvenær kom bíllinn að
sækja yður?
— Klukkuna vantaði fimm-
tán mínútur í sjö.
— Og enginn anzaði, er þér
komuð heim að loknum kvöld-
verði, er það ekki rétt?
8 VIKAN 5. TBL.