Vikan - 03.02.1972, Qupperneq 16
Stutt framhaldssaga eftir meistara leynilögreglusagnanna, Edgar Allan Poe - Fyrsti hluti
LEYNDARDÓMUR
r//Yfs
Villimennskan á bak við þetta morð, æska og fegurð
fórnarlambsins og umfram allt sú stað-
reynd, að það hafði verið vel þekkt persóna, - allt varð
þetta til að vekja ákafan æsing í hugum hinna
tilfinninganæmu Parísarbúa ...
Til er hugsun atburðarás,
sem er hliðstæð hinni
raunverulegu atburðarás.
Þær falla sjaldan saman.
Menn og atvik breyta yf-
irleitt nokkuð hinum hugsuðu
atburðum, svo að þeir virðast
ófullkomnir, og afleiðingar
þeirra eru alveg eins ófull-
komnar. Þetta á við um siðbót-
ina; í stað mótmælendatrúar-
innar kom hinn lúherski siður.
— Novalis. Siðfræðiskoðanir.
Þeir eru fáir, jafnvel meðal
hinna rólegustu hugsuða, sem
ekki hafa endrum og sinnum
hyllzt til þess að leggja nokk-
urn trúnað, óljósan en spenn-
andi, á hið yfirnáttúrlega, vegna
tilviljana, sem hafa virzt svo
furðulegar, að vitsmunirnir hafa
ekki getað litið á þær sem
hreinar tilviljanir. Slíkar til-
finningar — því að þessi veika
trú, sem ég er að tala um, hef-
ur aldrei styrk hugsunar —
slíkar tilfinningar eru sjaldan
bældar rækilega niður nema
með.tilstyrk kenningarinnar um
tilviljanir, eða eins og hún heit-
ir á fræðimáli, líkindareiknings-
ins. Nú er það svo, að þessi
reikningur er í eðli sínu alger-
lega stærðfræðilegur; og þann-
ig rekumst við á það óreglulega
fyrirbrigði, að hinni ströngustu
nákvæmni vísindanna er beitt
við hið lítt þekkta andlega eðli
óhlutlægrar getspeki.
Þau óvenjulegu atvik, sem ég
ætla nú að fara að segja frá,
mynda. eins og sjá má, röð upp-
haflegra og varla skiljanlegra
tilviljana, en framhald þeirra
munu allir lesendur þekkja, þar
sem er morðið á Mary Cecilia
Rogers, sem framið var í New
York fyrir nokkru.
Þegar ég, í grein, sem hét
Morffin í Líkstrœti, reyndi fyr-
ir um það bil ári að lýsa nokkr-
um mjög merkilegum andlegum
eiginleikum vinar míns, h. C.
Auguste Dupin, datt mér ekki
hug, að ég mundi nokkurn tíma
fást frekar við þetta efni. Þessi
skapgerðarlýsing var það, sem
fyrir mér vakti, og þessu mark-
miði mínu var fyllilega náð með
þeirri villtu atburðarás, serp
gaf sérgáfu Dupins tækifæri til
að koma í ljós. Ég hefði getað
tilgreint önnur dæmi, en ég
mundi ekki hafa sannað neitt
meira. Samt sem áður hafa ný-
legir atburðir, sem hafa þróazt
á furðulegan hátt, knúið mig til
að skýra frá nokkrum atriðum
í viðbót, sem munu líta út eins
og þvinguð játning. Eftir það,
sem ég hef fyrir skemmstu
heyrt, væri það vissulega ein-
kennilegt, ef ég þegði lengur
um það, sem ég bæði heyrði og
sá fyrir svo löngú.
Þegar hinu sorglega máli,
þegar frú L’Espaneye og dóttir
hennar voru drepnar, lauk,
hætti Dupin strax að hugsa*ym
það frekar og tók upp þann
fyrri vana sinn að sitja i
drungalegri leiðslu. Þar sem ég
hef alltaf haft tilhneigingu til
heílabrota, komst ég fljótlega í
sama ástand og hann; og við
bjuggum áfram í herbergjum
okkar í Faubourg Sgint Ger-
main, gerðUm okkur ekki
minnstu áhyggjur út af fram-
tíðinni, en lúrðum rólegir í nú-
tíðinni og sáum hið dauflega
umhverfi okkar sem í draumi.
En þessir draumar voru ekki
með öilu ótruflaðir. Óhætt mun
að gera ráð fyrir, að sá þáttur,
sem vinur minn átti í sjónleikn-
um í Líkstræti, hafi haft sín
áhrif á ímyndunarafl Parísar-
lögreglunnar, Sendimenn henn-
ar þekktu nafn Dupins orðið
mjög vel. Hið einfalda eðli rök-
semdaleiðslu þeirrar, sem hann
hafði notað til að leysa hið
leyndardómsfulla mál, hafði al-
drei verið skýrt fyrir lögreglu-
stjóranum, né neinum öðrum
nema mér, og því var ekki furða
þótt aðferð hans væri talin und-
ursamleg, eða að hann ætti skil-
ið að vera talinn snillingur
vegna rannsóknarhæfileika
sinna. Vegna hreinskilni sinnar
mundi hann hafa leiðrétt slíkar
villur hjá öllum fyrirspyrjend-
um; en skapdeyfð hans bannaði
aliar frekari umræður um efni,
sem hann var löngu hættur að
hafa áhuga á sjálfur. Þannig
vildi það til, að hann var orð-
inn dáður af lögreglunni; og oft
var reynt að fá hann til starfa
hjá lögreglunni. Einna merkast
þessara tilvika var morð ungr-
ar stúlku, sem hét Maria Roget.
Þessi atburður gerðist um
tveim árum eftir grimmdar-
verkin í Líkstræti. Skírnarnafn
og ættarnafn Mariu munu strax
vekja athygli manna vegna þess
hve þau eru lik nöfnum hinnar
ógæfusömu „vindlastúlku", en
María var einkadóttir ekkjunn-
ar Estelle Roget. Faðirinn hafði
dáið, meðan María var smábarn,
og frá andláti hans og þangað
til átján mánuðum fyrir árás þá,
sem þessi ffásögn fjallar um,
höfðu móðirin og dóttirin búið
saman við götu, sem heitir R-ue
) 6 VIKAN 5. TBL.