Vikan


Vikan - 03.02.1972, Side 17

Vikan - 03.02.1972, Side 17
Pavée Saint Andrée; þar hafði frúin matsölu, og María aðstoð- aði hana. Þannig leið tíminn. þangað til að María var orðin tuttugu og eins árs, en þá vakti hin mikla fegurð hennar athygli ilmvatnssala nokkurs, sem rak eina af verzlununum á neðstu hæð stórhýsisins Palais Royal og verzlaði aðallega við hina taumlausu ævintvramenn, sem mikið var um þar í nágrenninu. Herra Le Blanc var ljóst, hvaða hag mátti hafa af þjónustu hinn- ar fögru Maríu í ilmvatnaverzl- un hans; og stúlkan tók hinum góðu tilboðum hans fegins hendi þótt móðir hennar væri meira hikandi en hún við að fallast á þau. Allt fór eins og verzlunar- eigandinn hafði búizt við, og verzlun hans varð brátt alþekkt vegna töfra hinnar kátu búðar- stúlku. Hún hafði verið í þjón- ustu hans í um það bil eitt ár, þegar aðdáendur hennar stóðu allt í einu ráðþrota vegna skyndilegs hvarfs hennar úr búðinni. Herra Le Blanch gat ekki gefið skýringu á fjarveru hennar, og frú Roget var miður sín af áhyggjum og skelfingu. Dagblöðin fór strax að ræða málið, og lögreglan var í þann veginn að hefja alvarlega rann- sókn, þegar svo vildi til einn fagran morgun, að viku liðinni, að María birtist aftur við af- greiðsluborð sitt i verzluninni, og var hún þá við góða heilsu, en dálítið döpur í bragði. Allar fyrirspurnir, nema frá hinum nánustu, voru að sjálfsögðu strax þaggaðar niður. Eins og áður kvaðst herra Le Blanch ekkert vita. María, og móðir hennar, svöruðu öllum spurn- ingum á þá leið, að María hefði dvalizt undanfarna viku heima hjá frænku sinni uppi í sveit. Þannig féll málið niður og gleymdist að mestu; því að stúlkan kvaddi ilmvatnsalann brátt endanlega, að því er virð- ist til að losna við ósvífnis- lega forvitni, og leitaði hælis í íbúð móður sinnar í Rue Pavée Saint Andrée. Það var um fimm mánuðum eftir þessa heimkomu, að vinir hennar voru skyndilega slegnir ótta vegna skyndilegs hvarfs hennar í annað sinn. Þrír dagar liðu, og ekkert fréttist af henni. Á fjórða degi fannst lík hennar á floti í Signu, nálægt bakkan- um andspænis hverfinu Rue Saint Andrée, og á stað sem FramhalcL á bls. 35. Edgar Allan Poe Bandaríska skáldið Edgar AUan Poe skrifaði eitt sinn, að í Ameriku væru fátæklingar fyrirlitnir meir en á nokkrum öðrum stað á hnett- inum. Þessa fullyrðingu sína byggði hann á eigin reynslu. Hann var óhamingjusamur alla ævi og líf hans einkenndist af fátækt og harð- neskju. Poe var fæddur í Boston 19. janúar 1809. Ungur missti hann báða foreldra sina og ólst síðan upp hjá kaupmanni í Richmond í Virginíu. John Allan og fjölskyldu hans. Hann stundaði eitt ár nám við há- skólann í Virginíu, en hneigðist til drykkjuskapar og spiiamennsku. Hann lenti í orðasennu við fósturfötur sinn út af þessu og ýmsu öðru. og endirinn varð sá, að Poe fór frá Richmond peningalaus og allslaus og naut ekki upp frá því neins stuðnings frá fósturföður sínum, sem var vellauðugur maður. Hann fór til Boston og fékk þar útgefna fyrstu ljóðabók sína, Ta- merlane and other poems. Sú bók er nú einhver dýrmætasti safn- gripur, sem um getur í Bandaríkjunum. Hvorki þessi fyrsta ljóða- bók hans, né tvær aðrar, sem hann gaf út nokkru siðar, vöktu neina verulega athygli. Næst var Poe tckinn í herinn, en fékk því sjálfur til leiðar komið, að hann yrði rekinn úr honum. Um tíma bjó hann í Baltimore hjá frænku sinni og dóttur hennar, Virginiu, sem síðar varð konan hans. Framhald á bls. 34. 5. TBL. VIKAN 17 i

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.